Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 53
að setja mig inn í nýjar aðstæður og er með mikinn vilja til að læra á nýja hluti. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ungur? Dýralæknir eða náttúrufræðingur. Ég hafði mikla ást á dýrum og náttúrunni. Ég lærði í raun ekki að elska mannfólk fyrr en ég varð 18–19 ára og fékk áhuga á hjúkrun um 22 ára. Eftir- lætismaturinn? Það var alltaf pítsa, en í dag er það mjög breytilegt. karríréttir eru komnir í mikið uppáhald nýlega. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari annarra? Metnaðar - leysi. Á mjög erfitt með einstaklinga sem hafa engan áhuga á því sem þeir eru að gera og leggja engan metnað í verkið. Hverju ertu stoltastur af að hafa áorkað? úff, nú á ég erfitt með mig. Ég er með mikið „impostor syndrome“. Ég verð að segja að ég sé stoltastur af að hafa klárað námið með öllum þeim aukaverkefnum sem ég tók að mér. Ég er líka mjög stolt - ur af nkn-námskeiðakerfinu sem ég og Elfa rún guðmunds- dóttir byrjuðum með hjá Curator, félagi hjúkrunarnema. Eftirminnilegasta ferðalagið? Þegar ég fór sem leiðbeinandi í sumarbúðir fyrir hinsegin ungmenni í Þýskalandi. Var ótrú- lega skemmtileg reynsla og ég var svo heppinn að fá að fara tvisvar. Ofmetnasta dyggðin? hugrekki. Stundum er allt í lagi að vera hræddur og geta sagt skilið við aðstæður sem manni finnst maður ekki hafa neina stjórn á. Hver er þinn helsti löstur? Ég get verið ótrúlega latur. Ég er týpan sem keyri mig á batteríum og þarf að endurhlaða mig reglulega. Á þeim tíma- punktum nenni ég ekki neinu. Hverjum dáist þú mest að? aktívistum, einstaklingum í grasrótinni sem ýta af stað breyt- ingum til hins betra. Eftirlætishöfundurinn? Það var alltaf j.k. rowling — þar til hún kom upp um sig sem TErf (trans- exclusionary radical feminist). Ofnotaðasta orðið eða orðatil- tækið? Brussan. Ég nota líklegast orðið „úbbs“ eða „ææ“ oftast. Mesta eftirsjáin? að hafa verið lengi að átta mig á því hvað ég vildi í lífinu. En það er sömuleiðis einn af kostunum hjá mér. Ég lærði mjög mikið á því að hafa tekið minn tíma. Eftirlætis - leikfangið? Eins og er er það nýi „instant-pot“ potturinn sem ég var að kaupa. Bókin á náttborðinu? Eins og er er ég að lesa „getting off right: a safety manual for injection drug users“ sem part af undirbúningi fyrir sjálfboðaliðavinnu hjá frú ragnheiði. annars hlusta ég bara mikið á hljóðbækur eða aSMr fyrir svefninn. Stóra ástin í lífinu? Stærsta ástin mín í mínu lífi er ég! Svo er unnustinn í öðru sæti. „If you can’t love yourself, how in the hell are you gonna love somebody else?“ — ruPaul. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? að vera orku- meiri. Ég þarf oft að taka mér góðan tíma í að hlaða batteríin áður en ég sný mér að öðrum verkefnum eftir vinnudaginn. Þitt helsta afrek? Ég fór úr því að vera lítill strákur sem var lagður í einelti í grunnskóla yfir í að vera einstaklingur sem sinnir öðrum einstaklingum. Ég fór úr því að vera ýtt til hliðar á skólagöngum yfir í að gegna formennsku í tveim félögum, vera kosinn forseti sviðsráðs í Stúdentaráði og fá stöðu aðstoðardeildarstjóra strax eftir nám. Ég fór úr því að eiga enga vini yfir í að eiga geðveikan vinahóp og frábæran unnusta. Mitt helsta afrek er að standa með sjálfum mér. Eftirlætisdýrið? hundar. Ég gæti ekki ímyndað mér lífið eins og er án röskvu minnar. Hvar vildir þú helst búa? Minn helsti draumur væri að búa í t.d. kaliforníu eða kanada. Þýskaland eða Svíþjóð eru líka ofarlega á listanum. Hvað er skemmtilegast? frídagar þar sem ég hef engin plön. Þá fer ég að fikta í eldhúsinu og baka eða elda eitthvað nýtt. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari vina? húmor, og ekki verra ef hann er ögn grófur. Það sem ég á sameiginlegt með einum besta vini mínum er það að við getum sagt mjög grófar sögur við hvort annað og hlegið eins og tröllskessur. Eftirlætiskvikmyndin? Þær eru nokkrar.The Phantom of the Opera, The nightmare before Christmas, The rocky horror Picture Show (já, ég elska söngleiki). Svo get ég horft reglulega á klassískar myndir eins og alien-myndirnar. Markmið í lífinu? Ég get ekki sagt að ég hafi mér lífsmarkmið, ég er meira í núinu. núverandi markmið er að finna mér meistaranám við hæfi. Ef ég ætti mér lífsmarkmið væri það líklegast að njóta þess sem er og hafa eitthvað til þess að njóta. Eftirminnilegasti sjúklingurinn? Ég man alltaf eftir einni konu sem var með langt komna heilabilun. Þessi kona mundi samt alltaf hvað ég heiti. hún var stödd á biðdeild eftir hjúkr- unarheimili á Landspítalanum, en í hausnum var hún stödd á hóteli í frakklandi. kom alltaf fram á morgnana og heilsaði öllum með: „Bonjour!“ og var alltaf svo skemmtilega hissa að það væru íslensk dagblöð í boði á þessu franska hóteli. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Eins og er starfa ég sem aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni, hrafnistu í hafnarfirði. Ég er ráðinn þar til eins árs þannig að ég hef verið að spá í hvert ég stefni næst. Ég hef nokkra staði í huga en ég held að ég muni hafa hugann opinn. Það verður skemmtilegt að sjá hvar ég verð eftir ár. Eitthvað að lokum … hjúkrunar- fræðingar eru mögnuð stétt. Stéttin á meiri virðingu skilið en samfélag og stjórnvöld veita henni að svo stöddu. Stéttin er bundin við staðalímynd sem endurspeglar alls ekki raunveru- leikann og við þurfum að vekja athygli á því. Við höfum rödd — notum hana. hjúkrunarfræðingar, stöndum með okkur. notum titil okkar með stolti og segjumst aldrei vera „bara“ hjúkrunarfræðingur. setið fyrir svörum … tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.