Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 64
Valgerður Lísa Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við hjúkr-
unarfræðideild háskóla Íslands 5. júní. ritgerðin ber heitið: neikvæð upplifun fæð -
ingar og ljósmóðurmeðferð: framtíðarsýn barneignarþjónustu (negative birth
experience and midwifery counselling intervention: a vision for maternity care).
aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skipuleggja ljósmóðurmeðferð fyrir konur
sem hafa þörf fyrir að fara yfir upplifun fæðingar. Í fyrsta hluta voru markmiðin að
lýsa fæðingarupplifun kvenna fyrstu tvö árin eir fæðingu og skoða áhrif stuðnings
á upplifun fæðingar. Markmið annars hluta var að skoða væntingar og reynslu
kvenna af að fara yfir upplifun fæðingar með ljósmóður í Ljáðu mér eyra (LME)
þjónustu á Landspítala. Markmið þriðja hluta var að lýsa uppbyggingu og forprófa
meðferð sem fól í sér að konur í áhættumeðgöngu skrifuðu um fæðingarupplifun
og komu í viðtal eir fæðingu til ljósmóður sem sinnti þeim í meðgönguvernd.
andmælendur voru dr. Mirjam Lukasse, prófessor við Oslo Metropolitan uni-
versity, Deild hjúkrunar og heilsueflingar, Ósló, og dr. inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor
við Sálfræðideild háskólans í reykjavík.
* * *
Ásta Bjarney Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við hjúkrunar -
fræðideild háskóla Íslands 11. júní. ritgerðin ber heitið: Styrkleikamiðuð ölskyldu-
stuðningsmeðferð í sérhæfðri líknarheimaþjónustu (family nursing Strengths-Oriented
Supportive intervention in Specialized Palliative home Care).
aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skipuleggja, innleiða og meta árangur
íhlutunar sem felur í sér styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir nána aðstand-
endur sjúklinga með lífshættulegt krabbamein, auk þess að meta langtímaáhrif á
andlega líðan aðstandenda eir andlát sjúklingsins. Einnig að útbúa sértækt inn-
leiðingarferli fyrir hjúkrunarfræðinga sem sinna líknarheimaþjónustu. aðstand-
endur sjúklinga með lífshættulegt krabbamein þurfa á sérhæfðum stuðningi að halda
vegna þess álags sem getur fylgt veikindaferlinu og alvarlegum afleiðingum þess.
Íhlutun í formi meðferðarsamræðna getur styrkt aðstandendur í að vera betur í stakk
búnir til að takast á við aðstæðurnar.
umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Erla kolbrún Svavarsdóttir, prófessor
við hjúkrunarfræðideild. auk hennar sátu í doktorsnefnd þau Valgerður Sigurðar-
dóttir, Erna haraldsdóttir, Mary kay rayens og arna hauksdóttir. andmælendur
voru dr. Carole robinson, prófessor emeritus við faculty of health and Social Develop -
ment university of British Columbia, kanada, og dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir,
prófessor og deildarforseti við Sálfræðideild háskólans í reykjavík.
64 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Nýlegar doktorsvarnir
Valgerður Lísa Sigurðardóttir.
Ásta Bjarney Pétursdóttir.