Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 67
o.fl., 2020). Ef sjúklingur leggst inn á sjúkrahús nógu snemma eir heilaslag er stundum hægt að veita svokallaða enduropn- unarmeðferð. Um er að ræða tvenns konar meðferð, annars vegar segaleysandi lyagjöf og hins vegar segabrottnám. Báðar þessar aðferðir kreast þess að sjúklingurinn uppfylli ströng skilyrði og því eru ekki allir sem geta nýtt sér þessi úrræði (Pow ers o.fl., 2019). Segaleysandi meðferð með tPA Segaleysandi meðferð með Tissue Plasminogen Activator (tPA) lyagjöf í æð er áhrifarík læknisfræðileg meðferð við heila blóðþurrð (Powers o.fl., 2019). Fresturinn til að beita tPA- lyagjöf er knappur eða órar og hálf klukkustund eir að fyrstu einkenni heilaslags koma fram. Í einstaka tilfellum er hægt að gefa tPA þegar lengri tími hefur liðið frá upphafi ein- kenna eða þegar upphafstími einkenna er óljós, eins og þegar fólk vaknar upp með heilaslag (omalla o.fl., 2018; Powers o.fl., 2019). Um það bil þriðji hver sjúklingur sem fær tPA- meðferð innan þriggja klukkustunda frá upphafi heilaslags hefur náð fullum bata þrem mánuðum eir meðferðina, en einn af hverjum sex sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með tPA innan ögurra og hálfrar klukkustunda eir heilaslag hafa náð fullum bata þrem mánuðum eir meðferðina (Lees o.fl., 2010). Batahorfur sjúklings fara eir því hversu hratt er brugð - ist við blóðþurrðinni og hversu lengi svæði heilans er án nægj- anlegs súrefnis (Denny o.fl., 2020). Fyrstu árin eir að tPA meðferð hófst á Íslandi fengu innan við 6% sjúklinga með blóðþurrðarslag meðferðina á Landspítalanum (Albert P. Sig- urðsson, 2018). Þetta er mjög lág tala miðað við hin Norður- löndin. Í október árið 2017 var innleitt nýtt ferli á Landspítala til þess að stytta tímann frá upphafi einkenna til tPA-meðferðar og ölga þar af leiðandi þeim sem fá meðferðina. Fyrsta árið eir að verklagið var tekið í notkun fengu meira en helmingi fleiri sjúklingar segaleysandi meðferð á Landspítalanum. Tím- inn frá því að sjúklingurinn kemur inn á spítala og þangað til lyagjöf hefst, hefur einnig styst um 40 mínútur (munnleg heimild Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir). Segabrottnám Segabrottnám er innæðaaðgerð sem framkvæmd er með sér- stökum æðaþræðingarleggjum þar sem hægt er að arlægja blóðsega í stórum, aðlægum slagæðum heilans. Árangur þess- arar aðgerðar er háður því hversu langur tími líður frá upphafi einkenna og þar til að búið er að koma blóðflæði aur á svæðið. Fyrir hverja 15 mínútna styttingu á þessum tíma er áætlað að 39 sjúklingar af 1000 sem fá þessa meðferð verði fyrir minni fötlun og aðrir 25 sjúklingar verði sjáljarga (Saver o.fl., 2016). Mestur ávinningur fæst ef segabrottnám fer fram innan sex klukkustunda frá fyrstu einkennum heilaslags. Ef aðlægt blóð - flæði er gott er stundum hægt að beita segabrottnámi síðar með góðum árangri (Alberts o.fl., 2018; Motyer o.fl., 2017; Nogueira o.fl., 2018). Heilaslagseiningar Þrátt fyrir að áðurnefndar enduropnunaraðgerðir gefi mjög góða raun og árangur þeirra sé sannaður í mörgum rann sókn - um, má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að sérhæfðar heila- slagseiningar eru mikilvægar í meðferð heilaslagssjúklinga. Heilaslagseiningar auka batahorfur sjúklinga óháð aldri, fyrra heilsufari og alvarleika slags. Frá árinu 1990 hefur með ferð sjúklinga á sérhæfðum heilaslagseiningum skilað langt um best - um árangri allra þeirra aðferða og úrræða sem hafa verið reynd (Hill og Hachinski, 1998). Af hverjum 100 sem hljóta meðferð á heilaslagseinungum lifa 2 fleiri af, 6 fleiri sem útskrifast á eigið heimili og 6 fleiri sem verða alveg sjáljarga heldur en sjúklingar sem fá ekki þessa sérhæfðu með ferð (Lang horne og Ramach andra, 2020). Líta ætti alltaf á heilaslagseiningu sem kjarnann í meðferð heilaslagssjúklinga (Hamann o.fl., 2016; Teasell o.fl., 2016; Langhorne og Ramachandra, 2020). Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi já kvæðu áhrif eru svo sterk. Árangurinn er byggður á nokkrum einföldum verklags- reglum í eirliti og meðferð, sem er ekki kostn aðarsöm, en kreast sérhæfðar þekkingar og þverfaglegrar samvinnu (Tea- sell o.fl., 2016). Hjúkrunareftirlit fyrstu þrjá sólarhringana — líkamshiti, blóðsykur og kynging Það eru margir þættir í hjúkrunareirliti sem skipta máli fyrir horfur heilaslagssjúklinga fyrstu þrjá sólarhringana eir áfallið. Í eirfarandi umöllun verður sjónum beint að þremur mikil - vægum þáttum sem eru hiti, blóðsykur og kynging. Hækkun á líkamshita, blóðsykri og kyngingarerfiðleikar eru algeng vandamál eir blóðþurrðarslag. Fyrstu sjö dagana eir áfallið hækkar líkamshiti hjá 40–61% sjúklinga og eru um 25% þeirra komin með hitahækkun aðeins 6 klukkustundum frá upphafi slags (Greer o.fl., 2008; Wrotek o.fl., 2011). Blóð - sykurs hækkun sést hjá allt að 50% sjúklinga bæði hjá þeim sem eru með og án þekktrar sykursýki (Fuentes o.fl., 2018). Kyng- ingarerfiðleikar eru meðal 25%–81% sjúklinganna eir því hvernig þátttakendur eru valdir og eir þeirri aðferð sem notuð er við greiningu (Daniels o.fl., 2019) en er að jafnaði í kringum 65% fyrstu dagana (Hines o.fl., 2016). Öll þessi þrjú vandamál geta leitt til aukinnar sjúkdómsbyrðar og ölgað dauðsföllum (Clark o.fl., 2014; Middleton o.fl., 2011; Pinzon o.fl., 2017; Skafida o.fl., 2018). Til þess að stuðla að auknum batahorfum eir heilaslag er nauðsynlegt að greina vandamál sem fyrst (Kenny o.fl., 2016). Slembirannsókn Middleton og félaga (2011) markaði tímamót en þar kom fram að notkun skýrra verkferla í hjúkrun, varð - andi eirlit og meðferð á hækkuðum líkamshita, blóðsykri og kyngingarerfiðleikum (FeSS-verkferill, Fever, Sugar, Swallow- ing) fyrstu þrjá sólarhringana eir heilaslag, dró marktækt úr dauðs föllum og varanlegri fötlun. Almennt hafa alþjóðalegar klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúklinga eir heila- slag mælt með skimun og meðferð við öllum ofarnefndum meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringa eftir blóðþurrðarslag í heila tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.