Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 69
Þekkingarleit með fræðilegri samantekt Hlutverk hjúkrunarfræðinga við eirlit með líkamshita, blóð sykri og kyngingar - erfiðleikum var skoðað í fræðilegri samantekt. Teknir voru út þættir sem veita innsýn í tíðni vandamála, árangur hjúkrunareirlits sem og hvetjandi og hindrandi þætti við innleiðingu og þjálfun hjúkrunarfræðinga í eirliti á fyrrnefndum þáttum. Heim- ildaleit var framkvæmd í Pubmed og CINAHL og tók mið af heimildum birtum á árunum 2014–2018, sjá flæðirit yfir heimildaleit á mynd 2 (sjá mynd 2 í viðauka í vefútgáfu tímaritsins á hjukrun.is). Niðurstöður leitar Leitin í gagnagrunnunum PubMed og CINAHL skilaði 517 greinum. Eir skimun á titlum og þegar búið var að arlægja tvítekningar stóðu eir 22 greinar. Sex greinar voru teknar út eir að ágrip voru skimuð. Eir lestur heildartexta uppfylltu 14 greinar inntökuskilyrði, en ein grein bættist við í framvirkri snjóboltaleit í Google Scholar (Wohlin, 2014). Í niðurstöðum voru því samtals notaðar 15 greinar og er greinunum skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru níu greinar sem alla um kyng- ingu (tafla 2) og í hinum flokknum sex greinar sem alla um áhrif þess að meta lík- amshita, blóðsykur og kyngingu saman (tafla 3). Niðurstöðum hverrar rannsóknar fyrir sig er lýst í töflu 2 og 3 (sjá nánar í viðauka í vefútgáfu tímaritsins á hjukrun.is). Áhersluatriði út frá niðurstöðunum og umræður Þegar tíðni kyngingarerfiðleika var skoðuð var áhugavert að sjá að hún jókst mikið þar sem sjúklingar voru oar skimaðir (Al-Khaled o.fl., 2016). Þetta bendir til að um mjög vangreint vandamál sé að ræða. Nú er álitið að tveir þriðju þeirra sem fá heilaslag hafi kyngingarerfiðleika (Palli o.fl., 2017). Með markvissri skimun mun sú tala hugsanlega hækka. Fylgikvillar kyngingarerfiðleika eru ásvelgingarlungnabólga, minni sjálfsbjargargeta og jafnvel dauði (Al-Khaled o.fl., 2016; Bray o.fl., 2017; Palli o.fl., 2017). Til þess að hægt sé að greina vandamálið þarf að hafa eirlit og meðferð í föstum skorðum. Vitað er að skimun eir kyngingarerfiðleikum strax við innlögn á sjúkrahús ber árangur en því miður hefur því ekki verið sinnt nógu markvisst (Joundi o.fl., 2017). Á Landspítala eru til klínískar leiðbeiningar þar sem mælt er með að kerfisbundin skimun á kyngingarerfiðleikum sé gerð hjá öllum heilaslags- sjúklingum (Landspítali, 2010), en líkt og o sést erlendis er því ekki framfylgt nægj- anlega o. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að framkvæma kyngingarskimun. Þeir eru til staðar allan sólarhringinn á sjúkrahúsum og geta þess vegna fylgst með sveiflum í kyngingargetu sjúklings sem o kemur fram við versnun einkenna eða þreytu (Anderson o.fl., 2016). Mörg mismunandi skimunartæki til þess að bera kennsl á kyngingarerfiðleika eru til og má þar nefna Toronto Bedside Swallowing Screening (TOR-BSST), Rapid Aspiration Screening in Suspected Stroke (RAST), Gugging Swallowing Screen (GUSS) og Fever, Sugar, Swallowing (FeSS) (Anderson o.fl., 2016; Palli o.fl., 2017; Middelton o.fl., 2011). Öll þau skimunartæki sem mælt meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringa eftir blóðþurrðarslag í heila tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 69 Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að framkvæma kyng- ingarskimun. Þeir eru til staðar allan sólarhringinn á sjúkrahúsum og geta þess vegna fylgst með sveiflum í kyngingargetu sjúklings sem oft kemur fram við versnun einkenna eða þreytu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.