Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 69
Þekkingarleit með fræðilegri samantekt
Hlutverk hjúkrunarfræðinga við eirlit með líkamshita, blóð sykri og kyngingar -
erfiðleikum var skoðað í fræðilegri samantekt. Teknir voru út þættir sem veita innsýn
í tíðni vandamála, árangur hjúkrunareirlits sem og hvetjandi og hindrandi þætti
við innleiðingu og þjálfun hjúkrunarfræðinga í eirliti á fyrrnefndum þáttum. Heim-
ildaleit var framkvæmd í Pubmed og CINAHL og tók mið af heimildum birtum á
árunum 2014–2018, sjá flæðirit yfir heimildaleit á mynd 2 (sjá mynd 2 í viðauka í
vefútgáfu tímaritsins á hjukrun.is).
Niðurstöður leitar
Leitin í gagnagrunnunum PubMed og CINAHL skilaði 517 greinum. Eir skimun
á titlum og þegar búið var að arlægja tvítekningar stóðu eir 22 greinar. Sex greinar
voru teknar út eir að ágrip voru skimuð. Eir lestur heildartexta uppfylltu 14
greinar inntökuskilyrði, en ein grein bættist við í framvirkri snjóboltaleit í Google
Scholar (Wohlin, 2014). Í niðurstöðum voru því samtals notaðar 15 greinar og er
greinunum skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru níu greinar sem alla um kyng-
ingu (tafla 2) og í hinum flokknum sex greinar sem alla um áhrif þess að meta lík-
amshita, blóðsykur og kyngingu saman (tafla 3). Niðurstöðum hverrar rannsóknar
fyrir sig er lýst í töflu 2 og 3 (sjá nánar í viðauka í vefútgáfu tímaritsins á hjukrun.is).
Áhersluatriði út frá niðurstöðunum og umræður
Þegar tíðni kyngingarerfiðleika var skoðuð var áhugavert að sjá að hún jókst mikið
þar sem sjúklingar voru oar skimaðir (Al-Khaled o.fl., 2016). Þetta bendir til að
um mjög vangreint vandamál sé að ræða. Nú er álitið að tveir þriðju þeirra sem fá
heilaslag hafi kyngingarerfiðleika (Palli o.fl., 2017). Með markvissri skimun mun sú
tala hugsanlega hækka. Fylgikvillar kyngingarerfiðleika eru ásvelgingarlungnabólga,
minni sjálfsbjargargeta og jafnvel dauði (Al-Khaled o.fl., 2016; Bray o.fl., 2017; Palli
o.fl., 2017). Til þess að hægt sé að greina vandamálið þarf að hafa eirlit og meðferð
í föstum skorðum. Vitað er að skimun eir kyngingarerfiðleikum strax við innlögn
á sjúkrahús ber árangur en því miður hefur því ekki verið sinnt nógu markvisst
(Joundi o.fl., 2017). Á Landspítala eru til klínískar leiðbeiningar þar sem mælt er
með að kerfisbundin skimun á kyngingarerfiðleikum sé gerð hjá öllum heilaslags-
sjúklingum (Landspítali, 2010), en líkt og o sést erlendis er því ekki framfylgt nægj-
anlega o.
Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að framkvæma kyngingarskimun. Þeir
eru til staðar allan sólarhringinn á sjúkrahúsum og geta þess vegna fylgst með
sveiflum í kyngingargetu sjúklings sem o kemur fram við versnun einkenna eða
þreytu (Anderson o.fl., 2016). Mörg mismunandi skimunartæki til þess að bera
kennsl á kyngingarerfiðleika eru til og má þar nefna Toronto Bedside Swallowing
Screening (TOR-BSST), Rapid Aspiration Screening in Suspected Stroke (RAST),
Gugging Swallowing Screen (GUSS) og Fever, Sugar, Swallowing (FeSS) (Anderson
o.fl., 2016; Palli o.fl., 2017; Middelton o.fl., 2011). Öll þau skimunartæki sem mælt
meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringa eftir blóðþurrðarslag í heila
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 69
Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að framkvæma kyng-
ingarskimun. Þeir eru til staðar allan sólarhringinn á sjúkrahúsum
og geta þess vegna fylgst með sveiflum í kyngingargetu sjúklings
sem oft kemur fram við versnun einkenna eða þreytu.