Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 74
Meðferðin sjálf Meðferðin felur í sér að gefa krabbameinslyf, oft ásamt geisl um og lyfjum sem bæla niður ónæmiskerfið. Þetta leiðir til erfiðra aukaverkana fyrir sjúklinginn. Meðferðin felur í sér að þurrka út meira og minna þær stofnfrumur sem sjúk- lingurinn er með í beinmergnum og gefa honum nýjar stofnfrumur frá gjafa sem búið er að finna og passar sjúklingnum. Því betur sem gjafinn passar því minni líkur eru á höfnun og erfiðum aukaverkunum. Gjafinn getur verið skyldur eða óskyldur sjúklingnum. Til eru gagnabankar úti um allan heim sem hægt er að leita í ef enginn skyldur gjafi er til staðar. Íslendingar geta líka verið með á skrá yfir stofnfrumugjafa hjá gagnabanka Blóðbankans á Íslandi. Ferlið fyrir sjúklinginn Greiningin Að greinast með blóðsjúkdóm er yfirleitt mikið áfall fyrir einstakling, fjölskyldu hans og vini, sérstaklega þegar um illkynja sjúkdóm er að ræða. Þessir sjúkdómar geta verið illskeyttir og þurfa sjúklingarnir oft fljótt að byrja meðferð til að reyna að ná tökum á þeim. Í vissum tilfellum er ljóst frá upphafi að sjúklingurinn þarf að gangast undir stofnfrumuígræðslu til að hægt sé að lækna sjúkdóminn. Í öðrum tilfellum er byrjað á hefðbundinni meðferð sem svo hefur ekki tilætluð áhrif eða sjúkdómurinn tekur sig upp aftur. Þá þarf að grípa til stofnfrumuígræðslu. Það er á ábyrgð læknis sjúklingsins ásamt öðrum fagaðilum í teyminu kringum sjúklinginn að ákveða hvort sjúklingurinn eigi möguleika á að gangast undir meðferðina. Þar skiptir aldur, líkamleg heilsa, andleg heilsa, stuðningsnet sjúk- lingsins og vilji hans miklu máli. Sjúklingurinn fer í ítarlegt samtal við lækni og hjúkrunarfræðing þar sem farið er yfir við hverju megi búast og allar þær auka- verkanir sem upp geta komið, lífslíkur og annað slíkt. Sjúklingurinn hefur alltaf rétt á að afþakka meðferð. Þegar ákveðið hefur verið að sjúklingurinn gangist undir stofnfrumuígræðslu þarf að finna gjafa. Byrjað er að leita innan fjölskyldunnar og þá helst til systkina. Það eru 25% líkur á að alsystkin passi sem gjafar. Ef enginn gjafi er tiltækur innan fjölskyldunnar er farið að leita í gagnabönkum úti um allan heim. Ef gjafi finnst þarf að hafa samband við hann og athuga hvort hann getur hugsað sér að gefa stofnfrumur, athuga líkamlegt og andlegt ástand gjafans og hvort það passar gjaf- anum að söfnunin eigi sér stað þegar þörf er á. Ef allt gengur upp er farið að skipu- leggja ferlið í smáatrið um. Gjafinn Gjafinn þarf að gangast undir ýmsar rannsóknir áður en hann er samþykktur sem gjafi og áður en söfnun stofnfrumanna getur átt sér stað, svo sem blóðprufur og heilsufars skoðun. Áður en söfnunin fer fram þarf gjafinn að gefa sjálf um sér sprautu í kviðinn (GCSF – Zarzio®) til að auka magn stofnfruma úti í blóðinu. Oftast fer söfnuninn fram þannig að blóð rennur frá gjafanum í gegnum sérstaka vél sem safnar stofnfrumunum saman í poka en afgangurinn af blóðinu er gefinn til baka. Frumurnar kallast þá útlægar stofnfrumur. Engar alvarlegar aukaverkanir eru þekktar af þessari meðferð fyrir gjafann þó þreyta og beinverkir geti komið fram í sambandi við ferlið. Önnur aðferð er að draga beinmerg beint úr beini gjafans. Þarf þá gjafinn að leggjast inn á sjukrahús, er svæfður og beinmergur sem inniheldur stofnfrumur er dreginn með grófri nál úr mjaðmabeini gjafans. Þessi aðferð hefur í för með sér þær aukaverkanir og áhættu sem venjulegar svæfingar hafa auk verks í mjaðmabeini eða baki í nokkra daga á eftir. sólveig aðalsteinsdóttir 74 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Ef gjafinn er óskyldur sjúk- lingnum gildir full þagnar- skylda og hvorki sjúk- lingur inn né gjafinn fá neinar persónuupplýsingar hvor um annan. Ef gjafinn hefur gefið samþykki sitt fyrir að sjúklingurinn megi hafa samband síðar getur sjúklingurinn sent bréf til umsjónaraðila ígræðsl - unnar tveimur árum eftir að meðferðin átti sér stað og komist þannig í sam- band við gjafann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.