Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 75
Ef gjafinn er óskyldur sjúklingnum gildir full þagnar- skylda og hvorki sjúklingurinn né gjafinn fá neinar persónu- upplýsingar hvor um annan. Ef gjafinn hefur gefið samþykki sitt fyrir að sjúklingurinn megi hafa samband síðar getur sjúklingurinn sent bréf til umsjónaraðila ígræðslunnar tveimur árum eftir að meðferðin átti sér stað og komist þannig í samband við gjafann. Undirbúningur Sjúklingurinn þarf sjálfur að gangast undir ýmsar rann- sóknir þar sem meðal annars lungnageta, starfsemi hjarta og nýrna er athuguð og hver staða sjúkdómsins er í líkam- anum. Sjúklingurinn þarf síðan að fá miðlægan bláæðalegg (CVK). Leggurinn sem er notaður kallast Hickman-leggur og er gert ráð fyrir að hann geti verið í sjúklingnum í 3–6 mánuði (ef ekki kemur upp sýking). Leggurinn er notaður til að gefa öll lyf og taka allar blóðprufur. Það er gert minnst einu sinni á dag á meðan sjúklingurinn liggur inni á legu - deildinni, stundum oftar, til að fylgjast með blóðgildum sjúklingsins. Síðan þarf að ákveða í samráði við lækni, gjaf- ann, miðstöðina/sjúkrahúsið þar sem söfnunin fer fram, sjúklinginn, deildarstjóra og yfirlækni CAST hvenær sjúk- lingurinn leggst inn til að hefja meðferðina. Að leggjast inn á sjúkrahús Sjúklingurinn kemur til innskriftar á CAST daginn áður eða sama dag og meðferðin hefst. Svokallað innskriftarsamtal með lækni og hjúkrunarfræðingi á sér stað þar sem farið er yfir það helsta sem hægt er að búast við næstu vikurnar. Einnig fara sjúkraliðar sérstaklega yfir þætti sem koma að fastaverkum deildarinnar, mat og hvaða reglur gilda fyrir aðstandendur. Sjúklingurinn fær einangrunarherbergi með anddyri og eigin baðherbergi. Einnig er aukarúm fyrir aðstandanda sem getur fengið að búa í herberginu með sjúk- lingnum. Ef um barn er að ræða má eitt foreldri í einu sofa með barninu. Hvaða krabbameinslyfjameðferð sjúklingurinn fær fyrir stofnfrumuígræðsluna byggist á sjúkdómsgreiningu, aldri og líkamlegu ástandi en oftast tekur hún 5–7 daga. Þegar þeirri meðferð er lokið eru stofnfrumurnar gefnar. Sjálf stofnfrumuígræðslan Stofnfrumurnar fara alltaf í gegnum rannsóknarstofu blóð - bankans á Karolinska og hefur þeim yfirleitt verið safnað deginum áður eða sama dag, eftir því hvar í heiminum söfn- unin á sér stað. Frumurnar koma ferskar á rannsóknarstof- una og eru gerð ýmis próf á þeim áður en þær eru sendar upp á CAST. Þar gefur hjúkrunarfræðingur sjúklingnum stofnfrumurnar sem dreypi (svipað og blóð er gefið). Hætta er á að sjúklingurinn bregðist við frumunum á meðan gjöfin fer fram og allt upp í sólarhring á eftir. Lífs- mörk eru því tekin reglulega og lyf til að bregðast við þessum aukaverkunum höfð til taks. Hvað svo? Nú tekur við bið þar sem það tekur nýju stofnfrumurnar 10– 20 daga að meðaltali að koma sér fyrir og byrja að framleiða nýjar, heilbrigðar frumur sem geta tekið til starfa í líkam- anum. Á þessu tímabili er sjúklingurinn að mestu leyti án virks ónæmiskerfis og þarf því að vera í einangrun þar til framleiðsla á hvítum blóðkornum kemst í gang. Þar er fyrst og fremst horft á dauffrumur (neutrophil) sem þurfa að vera komnir yfir 0,2 × 10⁹L til að sjúklingurinn geti útskrifast heim. Sjúklingurinn má ekki fara út úr herberginu nema eftir kl.18 á kvöldin og um helgar og verður þá að fara beint út af sjúkrahúsinu. Hann þarf þá að vera með andlitsgrímu á leið út. Þegar komið er út má taka grímuna af sér og vera úti á meðan maður treystir sér til og í samráði við ábyrgan hjúkrunarfræðing. Þessar reglur hafa þó verið aðrar í kór- ónufaraldrinum að undanförnu. Aukaverkanir Hætta er á margvíslegum aukaverkunum í sambandi við meðferðina. Þær helstu eru ógleði, uppköst, niðurgangur, sýkingar, slímhimnubólgur (mucosit) í munni, hálsi, maga stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 75 CAST er deild innan krabbameinsviðs Karolinska háskólasjúkrahússins sem sérhæfir sig í frumumeðferð. Þeir Íslendingar sem hafa þurft á stofnfrumuígræðslu að halda síðastliðin 20 ár hafa komið hingað, þangað til nýlega, og hafa það verið 8–10 einstaklingar á ári (börn og fullorðnir).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.