Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 76
og þörmum með sáramyndun og tilheyrandi verkjum og sýkingahættu, aukaverkanir á lifur, nýru og hjarta með meiru. Mjög mikilvægt er að fræða sjúklinginn og aðstand- endur um þetta, bæði fyrir og á meðan, til að geta með - höndlað þær aukaverkanir sem upp koma á sem bestan hátt. Hjúkrunarfræðingarnir á deildinni leika lykilhlutverk í því að meðhöndla þessar aukaverkanir og sjá til þess að gera lífið eins bærilegt fyrir sjúklinginn og hægt er við erfiðar aðstæð - ur. Útskrift Eins og áður hefur komið fram verða dauffrumur sjúklings- ins að vera komnir upp í ákveðið gildi til að hann geti farið heim. Einnig verður sjúklingurinn að vera laus við öll lyf sem þarf að gefa í æð (til dæmis sýklalyf) og geta uppfyllt næringarþörf sína sjálfur. Stundum eru börn send heim með fæðuslöngu niður í maga til að auðvelda matar- og lyfjatöku heima. Sjúklingurinn þarf þó að taka ónæmisbælandi lyf í ákveðinn tíma eftir meðferðina en það gerir hann viðkvæm- ari fyrir öllum sýkingum. Þar af leiðandi getur hann ekki lifað ,,eðlilegu“ lífi eftir að hann útskrifast heldur verður að halda sig heima við, má ekki umgangast fólk nema í tak- mörkuðum mæli, verður að halda sig frá öllum sem eru veikir og má ekki fara að vinna nema hægt sé að vinna heima. Smám saman minnka skammtarnir af ónæmisbæl- andi lyfjunum og nær nýja ónæmiskerfið þá góðri virkni. Sjúklingurinn mun þó alla ævi þurfa að fara varlega þegar kemur að sýkingum og veikindum almennt. Oft eru líkam- legir kraftar af skornum skammti og getan til vinnu því lítil til að byrja með. Sérstaklega er mælt með að sjúklingarnir fari út í göngutúra og reyni að gera léttar æfingar heima, sem þeir fá frá sjúkraþjálfara deildarinnar, til að byggja upp líkam - ann aftur. Eftirfylgni Eftir útskrift þarf sjúklingurinn að koma á göngudeild CAST, minnst tvisvar í viku, í blóðprufur og samtal við lækni og hjúkrunarfræðing. Fylgst er náið með að sjúkling- urinn sé á batavegi og reynt að grípa inni í ef fylgikvillar koma fram sem geta verið fylgifiskar meðferðarinnar. Hægt er að fá aðgang að félagsfræðingi, sjúkraþjálfara og næring- arfræðingi ef þörf er á. Ef allt gengur að óskum minnka heimsóknirnar á göngudeildina eftir því sem tíminn líður og sjúklingnum líður betur. Honum er þó fylgt eftir það sem eftir er ævinnar og er gaman að segja frá því að öðru hverju koma einstaklingar í eftirlit sem gengust undir stofnfrumu- ígræðslu fyrir 20–30 árum. Þegahöfnunarveiki (Graft versus Host disease) Eftir að hinar nýju stofnfrumur hafa komist í gang er hætta á ástandi sem nefnist þegahöfnunarveiki eða Graft versus Host disease (GVHd) þar sem nýju frumurnar ráðast á vefi líkamans og valda bólgum, sárum og öðrum einkennum sem fara fyrst og fremst eftir því hvaða vefur verður fyrir árásinni. Algengast er að sjúklingurinn finni fyrir þessu í maga, þörmum og húð en í raun getur þetta komið fram í hvaða kerfi sem er í líkamanum og eru mörg dæmi um þetta, meðal annars í lungum, hjarta og á ytri og innri kyn- færum. GVHd skiptist í bráðaeinkenni og langvinn einkenni þar sem munurinn felst fyrst og fremst í því hvenær einkennin koma fram. Ef einkennin koma fram innan við 100 daga eftir ígræðsluna kallast þau bráðaeinkenni en ef þau koma upp seinna kallast þau langvinn og meiri hætta á að þau verði langvarandi. Alvarleiki einkennanna er metinn á kvarða á bilinu I–IV þar sem IV þýðir lífshætta fyrir sjúklinginn. Þessi einkenni geta líka skert mjög lífsgæði þar sem sumir sjúklingar þurfa að lifa með einkennin það sem eftir er ævinnar. Mikilvægt er að reyna að grípa inn í eins fljótt og hægt er þegar fyrstu einkennin koma fram og er því fræðsla bæði sjúklinga og aðstandenda mikilvæg svo hægt sé að leita læknis um leið og grunur vaknar um slík einkenni. Hlutverk hjúkrunarfræðingsins Það er mjög krefjandi en jafnframt gefandi að starfa sem hjúkrunarfræðingur á CAST og gefur það mikla möguleika á að þróast í starfi. Mikið er um lyfjagjafir, að meta og meðhöndla aukverkanir og að styðja við sjúklinginn í sinni einangrun. Hjúkrunarfræðingurinn stendur við hlið sjúk- lingsins allan tímann sem hann liggur inni og skapast oft sterk tengsl á milli þessara aðila. Oft þurfa sjúklingarnir að leggjast inn aftur eftir útskrift vegna aukaverkana eða sýkinga og margir hafa orð á því hversu öruggir þeir eru að fá „sína“ hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Sjúklingarnir eru líka hvattir til að hringja upp á deild eða á göngudeildina ef spurningar vakna og fá þá að tala við hjúkrunarfræðing sem þarf að geta metið vandamál sjúklingsins út frá sinni eigin reynslu og þeim einkennum sem sjúklingurinn finnur fyrir. Nokkrir hjúkrunarfræðingar á deildinni hafa sérhæft sig í sólveig aðalsteinsdóttir 76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Sjúklingurinn þarf þó að taka ónæmisbælandi lyf í ákveðinn tíma eftir meðferðina en það gerir hann viðkvæmari fyrir öllum sýkingum. Þar af leiðandi getur hann ekki lifað ,,eðlilegu“ lífi eftir að hann útskrifast heldur verður að halda sig heima við, má ekki umgangast fólk nema í takmörkuðum mæli, verður að halda sig frá öllum sem eru veikir og má ekki fara að vinna nema hægt sé að vinna heima.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.