Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 81
Rossi o.fl., 2017). Sjá yfirlit yfir algenga undirflokka hvatarösk- unar í töflu 3. Hvataröskun getur haft alvarlegar afleiðingar, eins og að valda auknu álagi á umönnunaraðila, og haft víðtæk sálfélagsleg og fjárhagsleg áhrif, til dæmis þegar sjúklingur eyðir peningum á hömlulausan hátt (Evans o.fl., 2019; Gatto og Aldinio, 2019; Gee o.fl., 2015). Hvataröskun er oft vangreind og erfitt getur verið að með - höndla hana. Mikilvægt er að auka þekkingu og skilning á vandamálinu, bæði hjá einstaklingum með PV og aðstand- endum þeirra. Þeir eru oft ekki meðvitaðir um að þessi ein- kenni séu hluti af sjúkdómnum (Evans o.fl., 2019). Vitað er að dópamínsamherjalyf (e. dopamine agonist) ýta sérstaklega undir hvataröskun (Gatto og Aldinio, 2019; Trojano og Papagno, 2018). Þættir sem tengjast aukinni hættu á að verða fyrir hvata - röskun eru karlkyn, að greinast ungur með PV og miklar of- hreyfingar. Enn fremur eru ákveðin persónuleikaeinkenni og geðræn einkenni, s.s. hvatvísi, þráhyggju- og árátturöskun, kvíði, þunglyndi og sinnuleysi ásamt reykingum og sögu um eiturlyfjaneyslu, þekktir áhættuþættir (Gatto og Aldinio, 2019; Kasemsuk o.fl., 2017; Trojano og Papagno, 2018). Hvataröskun getur ýmist minnkað, haldist stöðug, versnað eða komið fram sem ný einkenni í kjölfar djúpkjarna-rafskauts - örvunar. Einstaka sinnum getur hvataröskun verið mjög alvar- leg og komið fram jafnvel löngu eftir aðgerðina. Tilhneiging er til að dópamínvanstjórnunarheilkenni, tómstundafíkn, spila- fíkn og kaupárátta minnki eftir djúpkjarna-rafskauts örvun, en á hinn bóginn virðist sami bati ekki eiga sér stað varðandi áráttu át eða lotuofát, „punding“ og kynlífsfíkn (Kasemsuk o.fl., 2017). Í sumum tilfellum getur hvataröskun fengið nýja birt- ingarmynd. Nefna má dæmi um einstakling sem hafði verið með spilafíkn fyrir aðgerðina, losnar svo við þá fíkn en fær ár- áttuát í staðinn. Samspil á milli dópamínfráhvarfs, kvíða, þunglyndis og hvataröskunar eftir djúpkjarna-rafskautsörvun Oft er dregið umtalsvert úr lyfjagjöf eftir að djúpkjarna-raf- skautsörvun er hafin. Minnkun lyfjaskammtanna er vissulega jákvæð því þá dregur úr aukaverkunum þeirra en á sama tíma er hætta á dópamínfráhvarfi (Lilleeng o.fl., 2015). Dópamín - fráhvarf líkist kókaínfráhvarfi og lýsir sér m.a. í kvíða, sinnu- leysi, þunglyndi, æsingi, skapstyggð, svitaköstum, ógleði, rétt- stöðu lágþrýstingi, verkjum, svefnleysi og lyfjasækni (Lhom- mée o.fl., 2012; Yu og Fernandez, 2017). Fyrsta árið eftir að meðferð með djúpkjarna-rafskautsörvun er hafin er sérstak- lega mikilvægt að fylgjast með dópamínfráhvarfi en þá fer fram fínstilling á rafskautsörvun og lyfjameðferð. Mikilvægt er að hafa í huga að dópamínfráhvarf getur stundum komið seint fram, jafnvel meira en einu ári eftir aðgerðina (Lhommée af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum? tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 81 Tafla 3. Lýsing á algengum undirtegundum hvataröskunar í parkinsonveiki* Hvataröskun Skilgreining Spilafíkn Að vera óhóflega og óstjórnlega upptekinn af fjárhættuspilum þrátt fyrir fjárhagsleg og félagsleg vandamál. Kynlífsfíkn Þegar óhóflegum tíma er eytt í kynlífsóra og að taka þátt í eða undirbúa kynlífsathafnir sem hafa truflandi áhrif á verkefni og skyldur daglegs lífs. Einnig getur verið til staðar gægjuþörf og blæti. Ein algengasta birtingarmynd kynlífsfíknar er þegar óhóflegum tíma er eytt í að horfa á myndir/ myndbönd sem ýta undir kynferðislega örvun. Lotuofát Endurtekin átköst þar sem mun meira magn af fæðu er innbyrt á stuttum tíma en flestir myndu gera undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnleysi fylgir átinu og því fylgja neikvæð áhrif á líkam- lega heilsu og sálfélagslega virkni. Kaupárátta Stanslaus hvöt til að kaupa. Oft er tilhneiging til að kaupa dýra hluti, jafnvel nýjan bíl eða heimsferð. Þetta getur valdið skuldasöfnun. Sjúklingi líður illa andlega þegar ekki er verið að versla eða fá útrás fyrir kaupáráttu. Þetta er vaxandi vandamál með tilkomu netverslunar. Dópamínvanstjórnunarheilkenni Áráttukennd þrá og óhófleg notkun parkinsonlyfja sem innihalda dópamín eða bæta nýtingu dópa- míns, þrátt fyrir alvarlegar aukaverkanir. „Punding“ Endurtekin þýðingarlaus hegðun. Að vera óhóflega upptekinn af ákveðnum hlutum eða verkum, svo sem að safna hlutum, raða þeim eða taka þá í sundur. Fólk framkvæmir stundum óskiljanlegar athafnir. Má til dæmis nefna að mála eldavél og ísskáp, nota margar klukkustundir í að búa um rúmið sitt og taka bílinn í sundur. Tómstundafíkn Óhóflega mikil tómstundaiðja. Dópamínfráhvarf líkist kókaínfráhvarfi og lýsir sér m.a. í kvíða, sinnuleysi, þunglyndi, æsingi, skapstyggð, svitaköstum, ógleði, réttstöðulág - þrýstingi, verkjum, svefnleysi og lyfjasækni. Fyrsta árið eftir að meðferð með djúpkjarna- rafskautsörvun er hafin er sérstaklega mikil- vægt að fylgjast með dópamínfráhvarfi en þá fer fram fínstilling á rafskautsörvun og lyfja - meðferð. * Byggt á yfirlitsgrein Gatto og félaga (2019) og raunverulegum dæmum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.