Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 86

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 86
Það felur í sér að sjúklingahópar tengjast beint og enn betur við heilsugæslustöðvar landsins. Slík breyting á áherslum í vel- ferðarþjónustunni, sem ofangreint verkefni miðar að, gerir auknar kröfur um aukin samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna og uppbyggingar trausts milli fagstétta, innan stofnana sem og utan (Willems, 2001). Þessi framtíðarsýn stjórnvalda hefur mik - inn samhljóm við hugmyndafræði Greenleaf (1970/2008) um þjónandi forystu sem byggist á að þjóna fyrst og hafa þarfir allra í fyrirrúmi. Ljóst er að yfirgripsmiklar stjórnvaldsákvarðanir, eins og samruni stofnana, geta haft áhrif á þjónustu stofnananna sem og starfsánægju þeirra sem þar starfa. Þrátt fyrir sívaxandi fjölda rannsókna um tengsl starfsánægju og þjónandi forystu í fari yfirmanna (sjá t.d. Coetzer o.fl., 2017; Hulda Rafnsdóttir o.fl., 2015) hafa rannsakendur ekki kannað þessi tengsl beint í kjölfar mikilla skipulagsbreytinga eins og gert er í þessari rann- sókn. Starfsánægja og líðan hjúkrunarfræðinga Starfsánægja tengist meðal annars samskiptum fólks og er mikilvægur þáttur í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga innan stofnana (Lu o.fl., 2019; Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Erlendar rannsóknir sýna að stjórnskipulagsbreytingar hafa neikvæð áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinga (Burke o.fl., 2011; Laschinger o.fl., 2006). Fáar íslenskar rannsóknir eru til um bein áhrif sparnaðaraðgerða stjórnvalda á líðan hjúkrunar- fræðinga á vinnustað. Hins vegar vegar rannsakaði Hjördís Sigursteinsdóttir (2016) áhrif sparnaðaraðgerða stjórnvalda á starfsánægju starfsfólks sveitarfélaga tveimur, þremur og og fimm árum eftir efnahagshrunið 2008. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall þeirra sem eru sammála því að vera almennt ánægðir í starfi lækkaði eftir því sem lengra leið frá efnahags- hruninu (fór úr 85% árið 2010 í 71% árið 2013) og var lægra á vinnu stöðum þar sem starfsfólki hafði fækkað (74% árið 2010 og 62% árið 2013). Niðurstöður Hjördísar sýna einnig að um- hyggja stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólksins, ánægja með stjórnun vinnustaðarins, starfsöryggi og vinnuálag eru þættir sem tengjast starfsánægju. Ólíkt niðurstöðum rann- sóknar Hjördísar sýnir rannsókn Hallfríðar Eysteinsdóttur o.fl. (2013) sem gerð var um ári eftir að talsverð endurskipu- lagning á deildum átti sér stað í kjölfar efnahagshrunsins að yfirgnæfandi hluti starfsfólks á hjúkrunardeildum, á heil- brigðisstofunum á landsbyggðinni er ánægt í starfi eða 90% þátttakenda. Rúm 20% starfsfólksins voru hjúkrunarfræð- ingar. Þjónandi forysta Hugmyndir Greenleaf (1970/2008) um þjónandi forystu eiga mikið sammerkt með ýmsum öðrum grunnhugmyndum um stjórnun á vinnustað. Má þar til dæmis nefna hugmyndir Herzberg (2003) um innri starfshvöt, hugmyndir Drucker (1999) um þekkingarstarfsmenn og hvatningu og hugmyndir Goleman annars vegar um tilfinningagreind (1995) og hins vegar um félagsgreind (2006). Sú grunnhugmynd Greenleaf (1970/2008) að þjónandi leiðtogi líti fyrst og fremst á sig sem þjón sem hafi einlægan áhuga á högum annarra en sem sé jafnframt meðvitaður um forystuhlutverk sitt er rauði þráður- inn í skrifum hans um þjónandi forystu. Þjónandi forysta á einna mest sammerkt með umbreytingarstjórnun. Á þessum tveimur stjórnunaraðferðum er þó sá grundvallarmunur að í umbreytingarstjórnun er áhersla lögð á að fullnægja þörfum skipulagsheildarinnar en í þjónandi forystu er lögð áhersla á að sinna þörfum starfsfólks til þess að ná markmiðum skipu- lagsheildarinnar (Parolini o.fl., 2009). Einn umsvifamesti fræðimaður í þjónandi forystu fræðun - um er Hollendingurinn Dirk van Dierendonck sem með sam- starfsmönnum sínum hefur greint átta meginþætti sem endur spegla þjónandi forystu (sjá t.d. van Dierendonck og Nuijten, 2011; van Dierendonck o.fl., 2017). Á þessum þáttum grundvallast mælitækið Servant Leadership Survey (SLS) þar sem viðhorf og eiginleikar hins þjónandi leiðtoga eru skil- greindir á eftirfarandi vegu: Efling (e. empowerment). Leiðtoginn hvetur fylgjendur sína, trúir á framlag hvers og eins og stuðlar að því að þroska sjálfsöryggi þeirra, sjálfsstyrk og sjálfsmiðaða ákvarð - anatöku. Forgangsröðun í þágu annarra (e. standing back). Leiðtog- inn lætur mál sem eru fylgjendum hugleikin hafa forgang, styður þá og leyfir þeim að njóta viðurkenningar og ávinn- ings af vel unnu starfi. Ábyrgðarskylda (e. accountability). Leiðtoginn stuðlar að ábyrgð og vinnuframlagi fylgjenda sinna því það leiðir til þess að þeir gera sér betur grein fyrir til hvers er ætlast af þeim. Fyrirgefning (e. interpersonal acceptance). Hæfni leiðtog- ans til að setja sig í spor fylgjenda sinna, geta fyrirgefið og lagt til hliðar ágreiningsmál sem litað geta málefni sem vinna þarf að. Hugrekki (e. courage). Leiðtoginn þarf að geta tekið áhættu, risið gegn rótgrónum starfsvenjum og prófað nýjar að - ferðir til að leysa vandamál. Falsleysi (e. authenticity). Leiðtoginn er sjálfum sér sam- kvæmur, sýnir sinn innri mann og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Auðmýkt (e. humility). Leiðtoginn getur viðurkennt að hann geti gert mistök. Hann þekkir sínar sterku og veiku hliðar og getur leitað eftir stuðningi annarra ef á þarf að halda. Ráðsmennska (e. stewardship). Leiðtoginn er tilbúinn að bera ábyrgð í breiðu samhengi með hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi og að þjóna öðrum í stað þess að stjórna sjálfsmiðað. Rannsóknir á þjónandi forystu Rannsóknir á þjónandi forystu innan starfsheilda sýna marg- vísleg áhrif á alla þá aðila sem eiga í samskiptum við starfs- heildir innan stofnana (Laub, 1999). Meiri starfsánægja, betri líðan starfsmanna á vinnustað, betri frammistaða í starfi, meira traust til yfirmanna og hollusta og skuldbinding við kristín þórarinsdóttir, hjördís sigursteinsdóttir og kristín thorberg 86 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.