Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 92

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 92
Útdráttur Tilgangur: Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönn- unarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu. Aðferð: Rannsóknin var eigindleg. Þátttakendur voru 12 fullorðnar dætur sem voru aðstandendur aldraðra foreldra sem misst höfðu færni og bjuggu í heimahúsum. Gagna var aflað með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum. Greining gagna fór fram með kerfisbundinni textaþéttingu (e. systematic text condensation) samkvæmt aðferð Malte rud. Niðurstöður: Greind voru tvö meginþemu. Fyrra þemað, margþætt umönnunarálag, skiptist í þemun sálræn vanlíðan, svo sem kvíða; lík- amleg vanlíðan, sem birtist meðal annars í orkuleysi, og skert félagsleg þátttaka, en ein birtingarmynd þess var tilætlunarsemi foreldris. Seinna meginþemað, óvissa, skiptist í þrjú þemu. Hið fyrsta var erfið upplýsingaleit en í því kom fram flókið aðgengi að upplýsingum. Annað þemað var þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning, þar sem því var lýst að stuðningur frá fjölskyldu og vinum hjálpaði þátttakendum mest. Þriðja þemað var þörf fyrir upplýsingaveitu, þar sem lýst var þörf fyrir aðgengi að fagfólki og upplýsingum á einum stað sem hægt væri að veita rafrænt að hluta til. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda sterklega til þess að dætur aldraðra finni fyrir sálrænni, líkamlegri og félagslegri vanlíðan tengdri umönnun foreldra sinna. Einnig höfðu dæturnar mikla þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf þar sem þær fundu til óvissu vegna vanþekkingar á kerfinu og erfiðs aðgengis að upplýsingum. Lykilorð: Aldraðir, dætur, umönnunaraðilar, fræðsla, líðan, umönn- unarálag. Inngangur Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast á þann hátt að öldruðum fjölgar og meðalaldur hækkar. Árið 2017 voru um 14% Íslendinga 65 ára og eldri en gera má ráð fyrir að eftir um 20 ár verði um það bil 20% Íslendinga á þeim aldri (Hagstofa Íslands, 2017). Hækkandi aldri fylgja auknar líkur á langvinnum sjúkdómum sem oft hafa í för með sér færni - skerðingu sem felst í skertri getu til að sinna athöfnum dagslegs lífs (Hooyman og Kiyak, 2011) og með aukinni færniskerðingu og fjölveikindum aukast þarfir aldraðra fyrir þjónustu og um - önnun (Ingibjörg Hjaltadóttir o.fl., 2019). Undanfarna áratugi hefur uppbygging öldrunarþjónustu á Íslandi miðast við að styðja eldri borgara í að viðhalda sjálfstæði sínu og búa sem lengst á eigin heimili (Heilbrigðisráðuneytið, 2019). Þrátt fyrir það hafa biðlistar eftir hjúkrunarrými lengst undanfarin ár (Landlæknir, 2018). Þjónustu við aldraða er almennt skipt niður í formlega þjónustu, sem er veitt af opinberum aðilum, og óformlega þjónustu, sem veitt er af fjölskyldu og vinum (Hooyman og Kiyak, 2011). Aðstandendur sinna í sívaxandi mæli þessari óformlegu þjónustu og veita þeir mest af þeirri aðstoð sem aldraðir sem búa heima fá (Reinhard o.fl., 2015). Ríflega 80% aldraðra sem búa á eigin heimili og þarfnast umönnunar fá hana frá fjölskyldum, nágrönnum og vinum (Sigurdardottir o.fl., 2012). Fjölskyldur fólks með færniskerðingu á Íslandi sinna óformlegri umönnun hlutfallslega mest miðað við fjöl- skyldur í sömu stöðu í öðrum Evrópulöndum (Eurostat, 2019). Algengast er að umönnunaraðilar aldraðra séu makar þeirra eða fullorðnar dætur (Sigurdardottir o.fl., 2012) og eru konur líklegri til að vera óformlegir umönnunaraðilar en karlar og eyða meiri tíma í umönnunina (Chappell og Hollander, 2013). Í rannsókn Chappell og félaga (2015) kom fram að umönn- 92 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri Kristín Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Margrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér? Reynsla dætra af því að annast aldraða foreldra: Margþætt umönnunarálag og óvissa Nýjungar: Rannsóknin veitir nýja þekkingu um reynslu dætra af því að sinna öldruðum foreldrum. Þekking: Niðurstöðurnar gefa til kynna mikilvægi fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við umönnun færniskerts foreldris. Hagnýting: Dætur forelda með skerta færni eru undir miklu umönnunarálagi og þörfum þeirra fyrir upplýsingar og stuðning er lítt sinnt af fagfólki. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar geta nýtt niðurstöðurnar til þess að uppfylla þarfir þessa hóps fyrir fræðslu, stuðning og upplýsingar. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.