Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 96

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 96
breytt til að tryggja nafnleynd. Viðtölin voru tekin upp með leyfi þátttakenda og hljóðupptökum var eytt strax eftir að við - töl höfðu verið rituð upp. Rannsóknin var ekki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd en farið var eftir ákvæðum Helsinki-yfir - lýsingarinnar (World Medical Association, 2013) um sið fræði - legar meginreglur um rannsóknir á mönnum og persónu grein - an legum gögnum. Niðurstöður Niðurstöðurnar voru settar fram í tveimur meginþemum sem lýstu margþættu umönnunarálagi dætranna og óvissu þeirra. Meginþemunum var skipt niður í þemu og undirþemu eins og sjá má á mynd 1. Margþætt umönnunarálag Þátttakendur lýstu margþættu umönnunarálagi sem fól í sér sálræna og líkamlega vanlíðan og skerta félagslega þátttöku. Einn þátttakenda lýsti þessu þannig: „Það þarf að gæta þess að gera okkur ekki að sjúklingum við umönnun eldri kynslóðar- innar, því þetta tekur á skrokkinn og andlega líðanina, að vita af þeim aðkomulausum heima, þetta tekur bara toll, bæði líkamlega og andlega“ (Lína, 60 ára, heimavinnandi). Sálræn vanlíðan Dæturnar lýstu ýmiss konar sálrænni vanlíðan. Margar flóknar tilfinningar komu upp á yfirborðið í viðtölunum og það að for- eldrar þeirra misstu færni var þeim mikið áfall. Þær lýstu sorg og depurð yfir afturför foreldranna og því hvernig foreldrarnir hurfu þeim smám saman þegar sjúkdómurinn og færni skerð - ingin ágerðist. Það er náttúrlega svolítið erfitt að horfa upp á móður sína í þess - um aðstæðum og einhvern veginn ekki geta hjálpað henni nóg og sjá að hún getur ekki hjálpað sér nóg. Og þurfa að horfa upp á pabba sinn gera það alla daga, allan daginn, allan ársins hring, allan sólarhringinn. (Anna, 40 ára, útivinnandi). Einnig greindu þær frá skömm yfir óviðeigandi hegðun for- eldris, jafnvel þó að hegðunin tengdist veikindum og ábyrgðin væri ekki þeirra. Bára lýsir því svona: „Þú veist, hættu þessum feluleik og þetta er bara ekki mín skömm og bara ég skamm aðist mín svo ógeðslega fyrir í svo ótrúlega mörg ár“ (Bára, 52 ára, úti- vinnandi). Dæturnar sögðust leggja sig fram um að styðja við foreldra sína og leiðbeina þeim en fundu að það gat leitt af sér stirð samskipti. Foreldrarnir gátu þannig verið þeim erfiðir: „Hún er svolítið frek við mig og hún er sko svona hvöss og stund um bara tíkarleg og leiðinleg“ (Magga, 58 ára, útivinnandi). Flestar dæturnar lýstu því að það væri mjög mikilvægt fyrir þær að bregðast ekki foreldri sínu og standa sig bæði gagn- fjóla sigríður bjarnadóttir, kristín þórarinsdóttir og margrét hrönn svavarsdóttir 96 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Sálræn vanlíðan Líkamleg vanlíðan Skert félagsleg þátttaka Erfið upplýsingaleit Þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning Þörf fyrir upplýsingaveitu Fjölbreyttar upplýsingar á einum stað Leiðandi heimasíða og spjallþræðir Ófullnægjandi fræðsla og stuðningur frá fagfólki Góður stuðningur frá ölskyldu og jafningjum Þörf fyrir heildstæða leiðandi ráðgjöf Vanþekking á kerfinu Flókið umhverfi upplýsinga Takmörkuð samfella í þjónustu Orkuleysi og þreyta Svefntruflanir Aukin einkenni langvinnra sjúkdóma Að vera bundin og stöðugt til staðar Hö og skipulag raskast Missir á aðstoð frá foreldri Tilætlunarsemi Eigin þarfir sitja á hakanum Stöðugt á vaktinni Áfall, sorg og depurð Skömm Kvíði, streita og áhyggjur Margþætt umönnunarálag Óvissa Mynd 1. Meginþemu, þemu og undirþemu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.