Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 98

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 98
andi stöðum, t.d. um heimahjúkrun á heilsugæslustöð og um matarbakka hjá félagsþjónustu bæjarins. Þú veist, eitt er hjá bænum og eitt er einhvern veginn, þú veist, maður þarf að fara á milli og að finna þetta hjá þessum og fara og tala hvort hún eigi rétt […] Þetta mætti alveg vera þannig að maður færi bara á einn stað, bara eiginlega, þú veist, ekki sjúkra- húsið þarna, bærinn þarna, dagvistunin þarna til að fá, þú veist, það sem maður má fá, það er svolítið eins og maður þurfi að toga út úr fólki, sko. Fólk á rétt á þessu en það er samt eins og maður þurfi að að grátbiðja um þetta. (Anna, 40 ára, útivinnandi). Umhverfið virtist vera þeim flókið; þær sögðust ekki vita hvaða þjónusta væri í boði og fóru á milli staða í leit sinni að aðstoð og upplýsingum. Ester lýsti sinni reynslu svona: „Þú veist, við vorum svolítið eins og í slönguspilinu, við vorum alltaf að lenda á stiganum niður“ (Ester, 49 ára, öryrki). Þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning Dæturnar höfðu mikla þörf fyrir stuðning og ráðgjöf sem þær sögðu hafa verið sinnt að takmörkuðu leyti af fagfólki þar sem heilbrigðisstarfsfólk virtist einblína á foreldrið. Sá stuðningur sem öllum dætrunum fannst hjálpa mest kom frá vinum og/eða fjölskyldu. Þær gátu alltaf leitað til fjöl- skyldu og vina og fengu stuðning þegar álagið var sem mest. „Já, við höfum náttúrlega mjög mikinn stuðning af hvor annarri eða við systkinin af hvert öðru […] já, og náttúrlega manninn minn og vinkonur mínar“ (Gréta, 49 ára, útivinnandi). Stuðningur frá aðilum í sömu sporum reyndist þeim einnig vel og þær lýstu því hvað það var gott að geta deilt sameigin- legri reynslu. Þá heyrir maður alveg að það er fólk í þessari stöðu, ótrúlega margir með sömu sögu eða hefur gengið í gegnum svipað og það er ótrúlega gott að geta bara annaðhvort talað við svoleiðis fólk eða þá lesið um hvað er að gerast hjá fólk. (Fríða, 43, ára, útivinnandi). Þegar færniskerðing foreldranna jókst og þörfin fyrir utan - aðkomandi aðstoð varð aðkallandi kom fyrir að dætrunum fannst fagfólk veita þeim takmarkaðar upplýsingar. „Ef mér hefði verið boðið upp á félagsfræðing eða eitthvað sem hefði, þú veist, bara að vilja tala við okkur. Þá hefði maður verið kominn með allar upplýsingar“ (Kata, 56 ára, öryrki). Dæturnar kvörtuðu yfir litlu upplýsingaflæði frá læknum foreldranna. Foreldrarnir meðtóku oft og tíðum ekki nauðsyn- legar upplýsingar og voru því ekki færir um að sinna þeirri meðferð eða leiðbeiningum sem lagt var upp með. Það var því oft tímafrekt og jafnvel ómögulegt fyrir dæturnar að nálgast ráðleggingar eða meðferðaráætlun fyrir foreldrana. Til dæmis eins og læknirinn hennar mömmu veit alveg hvernig ástandið er á henni, en það koma engar upplýsingar þaðan hvorki til foreldra minna eða til okkar dætranna þannig að það kemur ekkert sjálfrænt [sjálfkrafa], þú sækir allt sjálfur og þú þarft að leita síðan. (Hanna, 53 ára, útivinnandi). Dæturnar töldu að þörf væri á tímanlegu inngripi frá heilsu- gæslu og heimahjúkrun, t.d. að við ákveðinn aldur sé aðstand- endum boðið viðtal við fagaðila þar sem farið er yfir hvað sé í boði og hvernig megi nálgast hin ýmsu úrræði. „Að maður geti leitað til einhvers sem gæti sagt manni hvað eða hvort það sé ráðgjafi eða hvort þú snúir þér til einhvers innan heilbrigðis- stofnunarinnar eða hjá bænum og hann upplýsi þig eða taki þig á fund. (Anna, 40 ára, útivinnandi). Fram kom þörf fyrir ráðgjafa sem gæti veitt heildstæða, ráðgjöf og upplýsingar og bent á úrræði. Sérstaklega var nefnd þörf fyrir aðgang að öldrunarráðgjafa sem héldi utan um mál foreldranna. Dætur sem áttu foreldri með hratt versnandi færniskerðingu höfðu fengið aðstoð frá félagsráðgjafa en þær töldu þá aðstoð hafa komið of seint í ferlinu. „Ég segi bara svona öldrunarráðgjafi sem gæti komið bara beint með upp - lýsingar inn og farið kannski bara svona yfir hvað hugsanlega gæti verið í boði, ekki það að maður þurfi alltaf sjálfur að finna upp spurningarnar“ (Hanna, 52 ára, útivinnandi). Þörf fyrir upplýsingaveitu Dæturnar höfðu vafrað um veraldarvefinn í leit að hinum ýmsu upplýsingum og þetta fannst þeim tímafrekt og óhent- ugt. Áberandi var þörf þeirra fyrir upplýsingaveitu þar sem hægt væri að finna fjölbreyttar upplýsingar á einum stað. „Allt um hjálpartækin, nú, hvert þú átt að snúa þér með það og heima- hjúkrun og jafnvel vistunarmat og þetta allt, hvert á að snúa sér og hvert á að senda og svona og linkar inn á til dæmis bara vist- unarmatsumsóknina“ (Anna, 40 ára, útivinnandi). Dæmi um upplýsingar sem dæturnar höfðu þörf fyrir voru um ýmsa þjónustu sem aldraðir eiga rétt á, svo sem um íbúðir fyrir 60 ára og eldri og umsóknarferli í tengslum við þær og upp lýsingar um félagsþjónustu, endurgreiðslur og styrki. Þá kom einnig fram að gagnvirk heimasíða, t.d. með ráðgjöf í gegnum spjallþráð gæti nýst aðstandendum vel. Allar dæturnar töluðu um að það hefði verið gagnlegt að fá upplýsingar um umönnunarálag og geta lesið reynslusögur annarra. Þá töluðu flestar dæturnar um að þær skorti þekkingu á áhrifum öldrunar og færniskerðingu tengdri öldrun. „Ekki allir sem eru með þekkingu bara á, sko, á áhrifum öldrunar, hún er náttúrlega svo margslungin og hérna, og hérna, það veitir ekki af að fá aðstoð þegar maður fer í gegnum þetta ferli“ (Gréta, 49 ára, útivinnandi). Umræða Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að dæturnar fundu fyrir margþættu umönnunarálagi og höfðu mikla þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning varðandi umönnun for- eldris. Rannsókn þessi er fyrsta íslenska rannsóknin á reynslu dætra af því að sinna færniskertum foreldrum. Niðurstöðurnar um hið margþætta umönnunarálag sem þær búa við samræm- ast rannsókn Chappell og félaga (2015) en þar kom fram að dæturnar voru þeir aðilar í fjölskyldu aldraðra sem voru með mestu umönnunarbyrðina. fjóla sigríður bjarnadóttir, kristín þórarinsdóttir og margrét hrönn svavarsdóttir 98 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.