Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 99

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 99
Hin sálrænu einkenni umönnunarálagsins, kvíði, streita, depurð og erfið samskipti við ástvini, sem í ljós komu í okkar rannsókn, koma einnig fram í fyrri rannsóknum á fjölskyld - um sem sinna umönnun ástvina með líkamlega jafnt sem vit- ræna skerðingu (Bangerter o.fl., 2018; Liu o.fl., 2017). Sýnt hefur verið fram á að aðstandendur fólks með heilabilun finna fyrir sorg og áföllum sem rekja má til stigbundins missis vitrænnar getu ástvina (Tara Björt Guðbjartsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2019). Dæturnar í okkar rannsókn lýstu slík um við brögð um en mikill meirihluti foreldra þeirra var með vitræna skerðingu. Helstu líkamleg einkenni um - önnunarálags eru meðal annars verkir (Elmståhl o.fl., 2018), svefntruflanir (Liu o.fl., 2017), þreyta (Johannessen o.fl., 2017) og aukin einkenni fyrirliggjandi heilsufarsvanda (Rin- ger o.fl., 2020) en þessi einkenni voru algeng meðal dætranna í okkar rannsókn. Þessi rannsókn staðfestir fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að eigin þarfir sitja á hakanum þar sem lífið snýst um um - önnun og að vera stöðugt til staðar (Bangerter o.fl., 2018; Jo- hannessen o.fl., 2017). Athyglisverður samhljómur er á milli okkar rannsóknar og belgískrar rannsóknar (Lopez Hart- mann o.fl., 2016) en báðar rannsóknirnar sýna að það gerir dætrum í umönnunarhlutverki erfitt fyrir þegar aldraðir for- eldrar hafna formlegri aðstoð. Samkvæmt rannsókn Buyck og félaga (2011) koma neikvæð áhrif umönnunarinnar á líkam- lega og sálræna heilsu oftast ekki fram fyrr en umönnunar- byrði er orðin mikil. Hin margþættu einkenni umönnunar - álags sem fram komu hjá dætrunum í okkar rannsókn gefa því til kynna að umönnunarbyrði þeirra sé mikil þar sem þær töldu álagið hafa umtalsverð neikvæð áhrif á heilsu sína. Í ljósi þess að óformleg um önnun er mjög umfangsmikil á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd (Eurostat, 2019) má leiða líkum að því að slík umönn un hafi neikvæð áhrif á heilsu fjölmargra kvenna hér á landi sem sinna öldruðum foreldrum sínum. Brýnt má því teljast að hjúkrunarfræðingar meti umönnun- arbyrði fullorðinna dætra sem sinna öldruðum foreldrum á Íslandi og greini þörf þeirra fyrir aðstoð þannig að þær fái viðeigandi þjónustu. Eftirtektarvert var að allar dæturnar í þessari rannsókn lýstu óuppfylltri þörf fyrir fræðslu og stuðning frá heilbrigðis- starfsfólki um margvíslega þætti er snúa að umönnun foreldra eins og aldurstengda færniskerðingu, veikindi og meðferð og aðgengi að margvíslegum meðferðarúrræðum. Þetta samræm- ist niðurstöðum erlendra rannsókna um efnið (Ringer o.fl., 2020; Silva o.fl., 2013) og rannsókn Töru Bjartar Guðbjarts- dóttur og Elísabetar Hjörleifsdóttur (2019) sem sýndi að á Ís- landi er þörfum aðstandenda aldraðra með heilabilun fyrir upplýsingar, fræðslu og stuðning sjaldan fullnægt. Rannsóknir hafa sýnt að með markvissri fræðslu má draga úr streitu og umönnunarbyrði aðstandenda (Zulkifley o.fl., 2020). Þar sem fræðsla er eitt af meginhlutverkum hjúkrunarfræðinga er afar brýnt að þeir séu meðvitaðir um hina miklu fræðsluþörf að - standenda aldraðra og skipuleggi leiðir til að sinna þeim mark- visst. Nær allur stuðningur sem dæturnar í okkar rannsókn fengu varðandi umönnun foreldra sinna kom frá fjölskyldu og vinum en ekki frá fagfólki. Því má draga þá ályktun að mikil þörf sé á bættu aðgengi að upplýsingum og stuðningi fyrir aðstandendur á Íslandi og gætu hjúkrunarfræðingar í krafti þekkingar sinnar haft, ásamt öðrum fagaðilum, forystu í um- bótum í þessum málum. Þörf dætranna fyrir aðgengilega vefræna upplýsingaveitu, sem tengdist umönnun foreldra, kom sterkt fram og er í sam- ræmi við að rannsókn Andersson og félaga (2017) sem sýndi að vefsvæði með sólarhringsaðgengi að hagnýtri fræðslu og stuðningi gagnaðist aðstandendum við að takast á við umönn- unarhlutverkið og hafði jákvæð áhrif á andlega líðan þeirra. Því má álykta að uppsetning á sambærilegu vefsvæði fyrir aðstandendur á Íslandi sé mikilvægur liður í þjónustu við óform lega umönnunaraðila. Styrkleiki rannsóknarinnar er sú nýja þekking sem kom fram um umönnunarálag dætra á Íslandi sem sinna öldruðum foreldrum sínum. Þessi þekking getur verið gagnleg þegar skipu leggja á fræðslu og stuðning fyrir þennan hóp. Þá getur þekkingin nýst sérstaklega við að setja upp heimasíðu og útbúa vefrænan stuðning fyrir aðstandendur. Helsta takmörkun þess - arar rannsóknar er að hún endurspeglar einungis reynslu 12 íslenskra dætra færniskertra foreldra sem buðu sig fram til þátttöku. Enginn sonur bauð sig fram í þessa rannsókn. Breið - ara úrtak hefði ef til vill náðst ef leitað hefði verið eftir þátt - takend um á annan hátt en að auglýsa eingöngu eftir þátt tak- end um. Þakkir Höfundar þakka öllum þátttakendum í rannsókninni. Vísinda - sjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru færðar þakkir fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar, Atvinnumálum kvenna fyrir styrk til heimasíðunnar adstandandi.is og Uppbygging- arsjóði Vestfjarða fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar og heimasíðunnar adstandandi.is. Einnig fær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkir fyrir veitt námsleyfi og sveigjanleika í garð fyrsta höfundar á meðan á rannsókninni stóð. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.