Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 102
Útdráttur
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og
dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-
kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.
Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin 1–2 viðtöl
við níu unga aðstoðardeildarstjóra, samtals 12 viðtöl.
Niðurstöður: „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“ er yfir -
þema rannsóknarinnar og lýsir vel þeim metnaði og krafti sem ein-
kenndi þátttakendur. Meginþemun voru þrjú, „ég sá fleiri kosti út úr
þessu en galla“: hvetjandi þættir, „verkefnin eru óteljandi einhvern
veginn“: hindrandi þættir og „[Ég] vil vera aðgengileg en þetta er líka
truflun“: vegið að samræmi milli einkalífs og vinnu. Þátttakendum
fannst mikil tækifæri fólgin í stöðu aðstoðardeildarstjóra, sem þeim
fannst skemmtilegt en krefjandi starf. Áberandi var hve litla aðlögun
þátttakendur fengu en það olli auknu álagi. Þá skorti verulega stuðn -
ing í starfi, hlutverk þeirra var illa skilgreint og tímaskortur mikill.
Lítill tími gafst til að sinna verkefnum á vinnutíma vegna skorts á
starfsfólki og fjölda verkefna og það varð til þess að þau voru oft
unnin heima. Margir þátttakenda greindu frá því að þeir væru að
keyra sig út fyrir starfið vegna verkefna sem ekki gefst tími til að
sinna. Þátttakendum fannst mikilvægt að hafa jafnvægi milli vinnu
og einkalífs, en með togstreitunni sem myndaðist raskaðist það.
Sumir urðu fyrir aldursfordómum og að fólk leyfði sér að vera mjög
gagnrýnið og jafnvel dónalegt við þá eftir að þeir tóku við stöðu
aðstoðardeildarstjóra. Ungu hjúkrunarfræðingunum fannst þeir búa
yfir persónueiginleikum sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi
stjórnunarhlutverk en samt var um helmingur þeirra kominn með
heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun,
sem rekja má til álags.
Ályktanir: Mikilvægt er að styðja vel við unga aðstoðardeildarstjóra
með góðri aðlögun og skýru hlutverki en jafnframt að hjálpa þeim
að takast á við álagið og stuðla að góðri heilsu.
Lykilorð: Aðstoðardeildarstjórar í hjúkrun, Y-kynslóð, stuðningur,
álag, fyrirbærafræði
Inngangur
Heilbrigðiskerfið tekur stöðugum breytingum og á næstu
árum má búast við miklum breytingum innan hjúkrunarstétt-
arinnar (Sherman o.fl., 2015). Gerðar hafa verið kannanir á
stöðu hjúkrunar hér á landi í um 75 ár sem sýna stöðugan
skort á hjúkrunarfræðingum sem nemur um 20% (Guðbjörg
Pálsdóttir o.fl., 2017). Þessi skortur er mikið áhyggjuefni fyrir
hjúkrunarstéttina og heilbrigðiskerfið í heild sinni því Ríkis-
endurskoðun (2017) bendir á í skýrslu sinni að búast megi við
frekari skorti á næstu árum þar sem einn fimmti starfandi
hjúkrunarfræðinga á Íslandi á rétt til töku lífeyris á árinu 2020
(Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Skortur á hjúkrunarfræð-
ingum er alþjóðlegt vandamál (Buchan o.fl., 2015) en hann
getur, ásamt mikilli nýliðun, verið ógn við núverandi kunnáttu
og vinnuafl innan hjúkrunar (Christensen o.fl., 2018) en
einnig tækifæri fyrir þróun og breytingar (Al Sabei o.fl., 2019).
Hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi má
skipta í þrjár kynslóðir (Ríkisendurskoðun, 2017): uppgangs -
kynslóðina (e. Baby Boomers), sem er fædd milli 1946 og 1964,
X-kynslóðina, sem er fædd milli 1965 og 1979, og Y-kynslóðina,
102 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Sandra Sif Gunnarsdóttir, Landspítala
Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri
„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“
Reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra í hjúkrun af stjórnunarstarfi sínu
Nýjungar: Ungu aðstoðardeildarstjórarnir höfðu mikinn
áhuga á krefjandi verkefnum eins og aðstoðardeildarstjóra -
stöðu þótt hlutverkið væri illa skilgreint, álagsmikið og krefð -
ist aðlögunar og mikils stuðnings sem þeir fengu yfirleitt
ekki. Jafnvægi milli einkalífs og vinnu raskaðist vegna mikils
álags og voru sumir komnir með heilsutengda kvilla og
ígrund uðu að hætta í hjúkrun.
Hagnýting: Aukin þekking og dýpri skilningur á reynslu
aðstoðardeildarstjóranna ætti að nýtast hjúkrunarstjórnend -
um til þess að veita aðstoðardeildarstjórum markvissari
aðlögun og stuðning, skilgreina hlutverk þeirra betur og gæta
þess að álagið á þeim sé ekki svo mikið að það raski jafnvægi
milli einkalífs og vinnu.
Þekking: Rannsóknin dýpkar þekkingu á reynslu ungra að -
stoðar deildarstjóra á Íslandi.
Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Mikilvægt er að veita ung -
um aðstoðardeildarstjórum nægan aðlögunartíma og stuðn -
ing í starfi, sem og að tryggja að hlutverk þeirra sé skýrt og
feli ekki í sér óviðráðanlegt álag.
Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?