Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 102

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 102
Útdráttur Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y- kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi. Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin 1–2 viðtöl við níu unga aðstoðardeildarstjóra, samtals 12 viðtöl. Niðurstöður: „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“ er yfir - þema rannsóknarinnar og lýsir vel þeim metnaði og krafti sem ein- kenndi þátttakendur. Meginþemun voru þrjú, „ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“: hvetjandi þættir, „verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“: hindrandi þættir og „[Ég] vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“: vegið að samræmi milli einkalífs og vinnu. Þátttakendum fannst mikil tækifæri fólgin í stöðu aðstoðardeildarstjóra, sem þeim fannst skemmtilegt en krefjandi starf. Áberandi var hve litla aðlögun þátttakendur fengu en það olli auknu álagi. Þá skorti verulega stuðn - ing í starfi, hlutverk þeirra var illa skilgreint og tímaskortur mikill. Lítill tími gafst til að sinna verkefnum á vinnutíma vegna skorts á starfsfólki og fjölda verkefna og það varð til þess að þau voru oft unnin heima. Margir þátttakenda greindu frá því að þeir væru að keyra sig út fyrir starfið vegna verkefna sem ekki gefst tími til að sinna. Þátttakendum fannst mikilvægt að hafa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, en með togstreitunni sem myndaðist raskaðist það. Sumir urðu fyrir aldursfordómum og að fólk leyfði sér að vera mjög gagnrýnið og jafnvel dónalegt við þá eftir að þeir tóku við stöðu aðstoðardeildarstjóra. Ungu hjúkrunarfræðingunum fannst þeir búa yfir persónueiginleikum sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi stjórnunarhlutverk en samt var um helmingur þeirra kominn með heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja má til álags. Ályktanir: Mikilvægt er að styðja vel við unga aðstoðardeildarstjóra með góðri aðlögun og skýru hlutverki en jafnframt að hjálpa þeim að takast á við álagið og stuðla að góðri heilsu. Lykilorð: Aðstoðardeildarstjórar í hjúkrun, Y-kynslóð, stuðningur, álag, fyrirbærafræði Inngangur Heilbrigðiskerfið tekur stöðugum breytingum og á næstu árum má búast við miklum breytingum innan hjúkrunarstétt- arinnar (Sherman o.fl., 2015). Gerðar hafa verið kannanir á stöðu hjúkrunar hér á landi í um 75 ár sem sýna stöðugan skort á hjúkrunarfræðingum sem nemur um 20% (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Þessi skortur er mikið áhyggjuefni fyrir hjúkrunarstéttina og heilbrigðiskerfið í heild sinni því Ríkis- endurskoðun (2017) bendir á í skýrslu sinni að búast megi við frekari skorti á næstu árum þar sem einn fimmti starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi á rétt til töku lífeyris á árinu 2020 (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Skortur á hjúkrunarfræð- ingum er alþjóðlegt vandamál (Buchan o.fl., 2015) en hann getur, ásamt mikilli nýliðun, verið ógn við núverandi kunnáttu og vinnuafl innan hjúkrunar (Christensen o.fl., 2018) en einnig tækifæri fyrir þróun og breytingar (Al Sabei o.fl., 2019). Hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi má skipta í þrjár kynslóðir (Ríkisendurskoðun, 2017): uppgangs - kynslóðina (e. Baby Boomers), sem er fædd milli 1946 og 1964, X-kynslóðina, sem er fædd milli 1965 og 1979, og Y-kynslóðina, 102 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Sandra Sif Gunnarsdóttir, Landspítala Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni“ Reynsla ungra aðstoðardeildarstjóra í hjúkrun af stjórnunarstarfi sínu Nýjungar: Ungu aðstoðardeildarstjórarnir höfðu mikinn áhuga á krefjandi verkefnum eins og aðstoðardeildarstjóra - stöðu þótt hlutverkið væri illa skilgreint, álagsmikið og krefð - ist aðlögunar og mikils stuðnings sem þeir fengu yfirleitt ekki. Jafnvægi milli einkalífs og vinnu raskaðist vegna mikils álags og voru sumir komnir með heilsutengda kvilla og ígrund uðu að hætta í hjúkrun. Hagnýting: Aukin þekking og dýpri skilningur á reynslu aðstoðardeildarstjóranna ætti að nýtast hjúkrunarstjórnend - um til þess að veita aðstoðardeildarstjórum markvissari aðlögun og stuðning, skilgreina hlutverk þeirra betur og gæta þess að álagið á þeim sé ekki svo mikið að það raski jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Þekking: Rannsóknin dýpkar þekkingu á reynslu ungra að - stoðar deildarstjóra á Íslandi. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Mikilvægt er að veita ung - um aðstoðardeildarstjórum nægan aðlögunartíma og stuðn - ing í starfi, sem og að tryggja að hlutverk þeirra sé skýrt og feli ekki í sér óviðráðanlegt álag. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.