Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 105

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 105
Þátttakendur Við val á þátttakendum var notað tilgangsúrtak. Þá eru valdir einstaklingar í rannsóknina sem hafa persónulega reynslu eða þekkingu af fyrirbærinu sem á að rannsaka (Sigríður Halldórs- dóttir, 2016). Auglýst var eftir þátttakendum í Facebook-hóp, Baklandi hjúkrunarfræðinga, á haustmánuðum 2019 og rann- sóknin kynnt í stuttu máli. Þeir sem höfðu áhuga á þátttöku fengu kynningarbréf við komu í fyrsta viðtal. Skilyrði fyrir þátttöku voru að starfa sem aðstoðardeildarstjóri og tilheyra Y-kynslóð, þ.e. vera fædd/ur á árunum 1980–2000. Ekki voru gerðar kröfur um starfsaldur eða lengd starfsreynslu sem aðstoðardeildarstjórar. Alls tóku níu hjúkrunarfræðingar þátt í rannsókninni og störfuðu þeir sem aðstoðardeildarstjórar á misstórum stofnunum á Íslandi. Allir þátttakendur voru konur, fæddar á árunum 1982–1992, útskrifaðar sem hjúkrunarfræð- ingar á árunum 2008–2019 og með nokkurra mánaða til átta ára reynslu sem stjórnendur. Gagnasöfnun og gagnagreining Fyrri höfundur tók öll viðtölin, hér eftir nefndur rannsakandi. Þegar byrjað er að safna gögnum í viðtölum byrjar í raun gagnagreiningin. Gagnasöfnun og gagnagreining á sér því stað á sama tíma í ferlinu. Áherslan á gagnasöfnunina er mest fyrst en áherslan á gagnagreininguna eykst eftir því sem líður á rannsóknina. Fjöldi þátttakenda er ekki ákvarðaður fyrir fram þar sem ekki er vitað hversu marga þátttakendur þarf til að ná mettun. Innan Vancouver-skólans er þó mælt með því að hafa að lágmarki 5 þátttakendur eða að minnsta kosti 10 viðtöl. Í þessari rannsókn voru tekin 12 viðtöl en þá var mettun náð. Flest viðtölin voru tekin á skrifstofu rannsak- anda, að ósk þátttakenda, en tvö viðtöl voru tekin í gegnum Skype. Viðtölin voru 45–90 mínútur að lengd, meðallengd var um 70 mínútur. Notuð var viðtalsáætlun og var hún miðuð við hálfstöðluð viðtöl. Öll viðtölin voru tekin upp og síðan rituð upp orðrétt og upptökum eftir það eytt. Gögnin voru gerð ópersónugreinanleg með því að breyta nöfnum þátttak- enda og staðháttum. Hvert viðtal var kóðað og síðan unnið að meginþemum og undirþemum og úr því búið til greining- arlíkan með þeim áhersluatriðum sem komu fram í viðtalinu. Þegar heildarmynd fékkst af reynslu hvers og eins voru þær bornar saman þar til rannsakandi hafði myndað heildstæða mynd í eigin huga af fyrirbærinu. Litið var á hvern þátttak- anda sem tilvik (e. case study) en aðferðin byggist á textagrein- ingu á einstökum tilvikum (þrep 1–7) og síðan saman - burði á tilvikum (þrep 8–12) (sjá töflu 1). Niðurstöðurnar eru dregnar út úr textanum (e. deconstruction) og síðan settar saman í eina heild (e. reconstruction) fyrir heildarkynningu varðandi einstakan þátttakanda og á heildarniðurstöðunum. Í þessu skyni þurfa rann sakendur að nota óhlutbundna hugsun (e. abstract thought processes), einkum rökhugsun, inn sæi og hugsæi. Gagnamettun náðist þegar nægilegum gögnum hafði verið safnað saman til að svara rannsóknar- spurningunni. Greiningarlíkan þriggja viðtala var borið undir þátttakendur til staðfestingar á túlkun rannsakanda á reynslu þeirra, en með þessu eykst réttmæti rannsóknarinnar (Sig - ríður Halldórsdóttir, 2016). Réttmæti og áreiðanleiki Í Vancouver-skólanum eru ákveðin þrep, einkum 7, 9 og 11, þar sem leitað er staðfestingar þátttakenda, sem ýta undir aukið réttmæti og áreiðanleika. Að mati rannsakenda náðist mettun og því hægt að ganga út frá því að niðurstöðurnar nái utan um fyrirbærið. Farið var eftir öllum þrepum rannsóknar - ferilsins og ígrundun stunduð í gegnum allt ferlið. Rannsókn- ardagbók var einnig haldin meðan á ferlinu stóð. Rannsóknarsiðfræði Staðfesting fékkst frá Vísindasiðanefnd að ekki þyrfti leyfi frá nefndinni til þess að framkvæma rannsóknina. Allir þátttak- endur fengu kynningarbréf í upphafi þar sem tilgangi rann- sóknarinnar var lýst. Einnig fengu þeir bréf um upplýst sam - þykki vegna þátttöku og var greint frá því að þeim væri frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er í ferlinu án útskýringa og að nafnleyndar væri gætt. Niðurstöður Leiðin að aðstoðardeildarstjórastarfinu var með misjöfnum hætti; sex þátttakendur sóttu um stöðuna sjálfir en þrír fengu boð yfirmanns um að taka við henni. Yfirþema rannsóknar- innar (mynd 1): „Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni,“ var fengið frá einum viðmælanda og lýsir vel þeim metnaði og krafti sem einkenndi þátttakendur. Það lýsir einnig hvernig hvetjandi og hindrandi þættir starfsins tengj - ast. Allir þátttakendur lýstu svipuðum atriðum, og þessi lýsing var eins og rauður þráður í gegnum öll viðtölin. Þeir lýstu per- sónueiginleikum sem einkenndust af miklum áhuga, já - kvæðni, bjart sýni, forvitni, krafti og þörfum til þess að fást við krefjandi verkefni, auk aðlögunarhæfni til að taka því sem starfið færði þeim og gera það besta úr stöðunni. Voru þeir sammála um að það að vera ungur stjórnandi væri skemmti- legt en krefjandi og ábyrgðarmikið hlutverk sem þarf svolítið að slípast í. Reynslu þátttakendanna var lýst í gegnum þrjú meginþemu sem sýna í hnotskurn hvernig reynsla það var fyrir þátttak- endur að vera ungur aðstoðardeildarstjóri í hjúkrun: „Ég sá fleiri kosti út úr þessu en galla“ sem lýsir þeim hvetjandi þátt - um sem þátttakendur lýstu varðandi starf sitt; „verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“ sem lýsir í hnotskurn þeim hindr - andi þáttum sem þátttakendur greindu frá; og „[Ég] vil vera aðgengileg en þetta er líka truflun“ sem lýsir því hvernig of mikið vinnuálag vegur að samræmi milli einkalífs og vinnu (sjá nánar á mynd 1 á næstu blaðsíðu). ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.