Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 107

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 107
Hindrandi þættir: „Verkefnin eru óteljandi einhvern veginn“ Verkefni aðstoðardeildarstjóranna voru margvísleg, svo sem að sinna umbótaverkefnum, nemamálum og almennum verk- efnum á deildum ásamt flóknum starfsmannamálum. Flestir voru með mörg verkefni sem snéru að daglegri starfsemi deildanna til viðbótar við klínískt starf, meðan aðrir höfðu lítið svigrúm til annars en að sinna klínísku starfi. Mikið álag kom fram hjá öllum þátttakendum sem þeim þótti bæði neikvætt og jákvætt. Það var jákvætt að fá öll þau tækifæri sem fylgja starfinu en það var farið að hafa neikvæðar afleiðingar. Þessum hindrandi þáttum má skipta í eftirfarandi fjögur undirþemu: mikið álag, lítill stuðningur og skortur á aðlögun, álag vegna mönnunarvanda og aldursfordómar. Mikið álag Reynsluleysi aðstoðardeildarstjóranna virtist ekki vera hindr - un fyrir því að vilja takast á við ný viðfangsefni. Þessi mikli kraftur hafði þó ekki aðeins jákvæð áhrif á aðstoðardeildar- stjórana ungu heldur var hann einnig ógn við heilsu þeirra. Um helmingur þátttakenda var kominn með heilsufarsvanda- mál þrátt fyrir stuttan starfsaldur og mátti rekja það til álags. Lilja sagði: „Maður getur ekki verið ofur í öllu.“ Tveir þátttak- endur höfðu veikst vegna langvarandi streitu, annar þeirra á rannsóknartímanum. Um helmingur þátttakenda var kominn með heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja mátti til of mikils álags. Allt í einu var búið að kippa undan einum þátttakanda fótunum og var hann kominn í annað hlutverk sem hann hafði aldrei grunað að hann myndi lenda í: „Guð, er ég sjúklingur, nei ég get ekki verið sjúklingur … ég er hjúkrunarfræðingur, en hjúkr - unarfræðingar eru víst manneskjur líka.“ Eftir aðeins nokkur ár í hjúkrun voru batteríin búin. Tveir þátttakendur höfðu orðið fyrir áföllum í einkalífinu sem ekki var búið að vinna úr. Margir þátttakenda sögðust vera að keyra sig út fyrir starfið vegna verkefna sem ekki gafst tími til að sinna og þeirri tog - streitu sem hafði myndast: „Ég er að reyna að sanna mig og reyna að standa mig svo rosalega vel.“ Álagið heldur áfram að aukast: „Það er líka svolítið þannig að duglegir starfsmenn á stofnuninni eru verðlaunaðir með fleiri verkefnum.“ Lilja sagði mikilvægt að læra að forgangsraða verkefnum áður en maður drukknar: „Verkefnin eru óteljandi einhvern veginn.“ Álagið er ekki alfarið tengt tímaskorti, manneklu og mörgum verk- efnum, heldur einnig miklum kröfum á sjálfan sig og auknum kröfum í samfélaginu um að standa sig vel í öllum hlutverkum, bæði heima og í vinnu. Þannig sagði Lilja: „Álagið er samt miklu meira en mig hefði grunað, bara að vera aðstoðardeild- arstjóri, ég væri alveg stundum til í að fara heim og ég er bara búin með vinnuna mína og á morgun er nýr dagur.“ Flestir voru sammála um að álagið væri mun meira en þeir héldu áður en þeir tóku við starfinu. Lítill stuðningur og skortur á aðlögun Þátttakendur rannsóknarinnar lýstu því að stuðningur í nýju starfi skipti miklu máli fyrir vellíðan og velgengni í nýju hlut- verki. „Mig vantaði markþjálfa svolítið til þess að leiðbeina mér“ í þessu nýja hlutverki, sagði Guðrún. Aðeins einn þátt- takandi sagðist hafa fengið góða aðlögun í starfi, en taldi þó aðlögun sína hafa getað verið fastmótaðri. Minnst var aðlög- unin hjá þeim sem fóru inn í nýtt starf án þess að taka við af öðrum aðstoðardeildarstjóra, en lítil aðlögun var hjá þeim sem tóku við starfi þar sem deildarstjórinn var sjálfur nýr í starfi, sem og hjá þeim sem voru að taka við starfi aðstoðardeildar- stjóra á deild sem þeir höfðu unnið á í einhvern tíma. Mestur stuðningur var við þá sem komu inn á nýja deild. Þegar þátt- takendur voru spurðir um tillögur til úrbóta svöruðu þeir því einróma að standa mætti betur að aðlögun þar sem ákveðinn tími væri gefinn fyrir aðlögunarferlið og á sama tíma ekki gert ráð fyrir viðkomandi í mönnun á deild. Einnig að reynt væri að útvega nýjum stjórnendum utanaðkomandi stuðning, til dæmis með handleiðslu. Álag vegna mönnunarvanda Mönnunarvandi lendir mikið á stjórnendum og reynist vegna þessa erfitt að ákveða tíma fyrir sérverkefni eða að sá tími sem búið var að ákveða fór í vaskinn vegna manneklu. Einn þátt- takandi lýsti miklum mönnunarvanda á sinni deild þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar. Margir erlendir starfsmenn störfuðu á deildinni en það gerði samskiptin oft og tíðum meira krefjandi og var stuðningur stofnunar hans varðandi fjölmenningu lítill. Mannekla hafði misjöfn áhrif á vinnutíma; þeir sem unnu dag- vinnu þurftu síður að taka óvæntar aukavaktir heldur en þeir sem voru í vaktavinnu. Mönnunarvandi snéri einnig að því að halda í það fólk sem nú þegar starfaði á deildinni og lýstu aðstoðardeildarstjórarnir því flókna samspili sem þörf er á til að halda í gott starfsfólk. Þátttakendur greindu frá miklu álagi sem fylgdi þeirri ábyrgð að manna allar vaktir og ef enginn fékkst til þess að koma þyrftu þeir að mæta á vaktina. Þóra nefndi: „Ég fæ eiginlega alltaf samviskubit ef ég segi nei við að koma á vakt,“ en henni fannst hún vera tilneydd til þess að koma á vaktina. Tveir þátt- takendur voru með skilgreindar prósentur í ákveðnum verk- efnum. Vinna við vaktaskýrslur var það verkefni sem vó þyngst hvað varðar álag og tíma, en flestir þátttakendur rannsóknar- innar voru sammála um að tíma þeirra væri betur varið í önnur verkefni og að auðveldlega væri hægt að koma vakta - skýrslunni í hendur annarra starfsmanna, til að mynda sér- stakra vaktasmiða. Aldursfordómar Í fyrstu áttu sumir samstarfsmenn erfitt með hugmyndina um nýjan yfirmann. Þóra sagði til dæmis: „Sumum fannst þetta fáranlegt, mjög erfið tilhugsun að vita til þess að ég ætti að vera yfirmaður … því ég var bæði ung sjálf og náttúrlega ungur hjúkrunarfræðingur.“ Þrír þátttakendur fundu fyrir aldursfor- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.