Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 113

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 113
um slíkt endurspeglaðist í umræðum á málþingi um farsæla öldrun þar sem rætt var um mikilvægi þess að eldra fólk hefði rými til að vera það sjálft. Áhrifamesta rýmishugmyndin er þó vafalaust aðgreiningin milli almannarýma og einkarýma sem mótast af hugmyndinni um réttinn til einkalífs, en í hugum margra er heimilið miðpunktur einkalífsins. Hugtakið staður er nátengt og samofið hugtakinu rými en vísar yfirleitt til þátta sem tengjast sambandi mannsins við til- tekið umhverfi og mótast af minningum og merkingu (Casey, 2001). Staður er lykilhugtak landfræði en innan hennar hafa verið öflugar rannsóknir á samspili heilsu, vellíðanar og staða. Í þessum skilningi er heimili staður sem segir eitthvað um íbúa þess. Hugtakinu læknandi landslag (e. therapeutic landscape) hefur verið beitt í umfjöllun um áhrif heimilisins á líðan fólks og umönnunaraðila (Williams, 2002). Þó að hugmyndin um læknandi áhrif heimilisins þyki áhugaverð hefur framsetningin þó verið gagnrýnd og mælt er með að vísa frekar til heilsusam- legra rýma, staða og starfsaðferða (Bell o.fl., 2018). Þessar hugmyndir um staði og tengsl fólks við þá hafa beint athyglinni að áhrifum þeirra á sjálfsskilning einstaklinga. Bent er á að daglegt umhverfi mótar skynjun okkar, sjálfsskilning og félagslega hegðun (Sigrún Alba Sigurðardóttir og Daniel Reuter, 2017). Talað hefur verið um að heimili endurspegli ein- staklinginn og að þau séu í sumum tilvikum mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hans. Hér eru hugmyndir þýska heimspekingsins Martin Heidegger (1971) um að eiga heima eða dvelja við til- teknar aðstæður mikilvægar. Þær hafa haft veruleg áhrif á rannsóknir á því hvað felst í því að finnast maður eiga heima. Hér notar Heidegger orðið að dvelja (e. dwelling) sem byggist á hinum fyrirbærafræðilega skilningi sem hann setti fram og felur í sér að vera samtengdur aðstæðum þar sem sú merking sem heimilið hefur skiptir lykilmáli. Loks má nefna hugtakið staðtengsl (e. attachment to place) sem vísar til tilfinninga- tengsla sem fólk myndar við stað (Najafi og Kamal, 2012). Þetta hugtak hefur töluvert verið notað í tengslum við minn- ingar og heimili. Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á meginhug- myndir og hugtök sem móta skilning á heimilum og hvernig fjallað er um áhrif þess að búa heima á heilsufar og líðan hrumra eldri borgara. Slík þekking er mikilvæg fyrir þá sem starfa á heimilum fólks og getur aðstoðað þá við að skipuleggja viðeigandi og árangursríka umönnun. Því er þessi umfjöllun mikilvægt framlag til þekkingar í hjúkrunarfræði og felur í sér endurskoðun á hugmyndum um umhverfið. Efniviður, leitir og greining hugmynda Greinin byggist á greiningu á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem leitast var við að skýra hugmyndir, hugtök og skilning sem mótað hefur umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega eldra fólks sem á við heilsufarserfiðleika að stríða. Efniviðurinn á rætur að rekja til ólíkra fræðigreina, eins og landfræði, heim- speki, byggingarlistar, félagsfræði, iðjuþjálfunar og hjúkrun- arfræði. Vorið 2019 var framkvæmd leit í gagnasöfnunum Scopus (n = 852), Cinahl (n = 430), PubMed (n = 108) og Leitir.is (n = 56). Miðað var við birtingu á árunum 2015–2019. Leitað var að greinum á ensku og íslensku (Leitir.is). Leitarorð voru sett saman á ólíkan hátt, en þau voru home, environment, space, place, health, chronic illness, older people, family. Á ís- lensku voru leitarorðin heima, heimili, rými, umhverfi, staður og aldraðir notuð. Farið var yfir tilvitnanir lykilgreina og heimildaskrár skoðaðar (hér var gagnasafnið Google Scholar yfirleitt notað). Alls voru 1.446 titlar og útdrættir ritverka skoðaðir í þessari leit og 325 greinar og bókarkaflar valdir til nánari lesturs. Að auki voru 120 ritverk tekin til skoðunar sem fundust, bæði fyrir og eftir þessa leit. Í niðurstöðum þessarar rannsóknar var unnið með 40 ritverk. Í mörgum tilvikum var sú grein sem þótti vönduðust valin til að endurspegla tiltekna umfjöllun. Eins og fram hefur komið var þessi umfjöllun afmörkuð við heimili hrumra eldri borgara. Tekin var ákvörðun um að útiloka greinar sem beindust að ákveðnum sjúkdómum en tóku ekki mið af almennum hrumleika. Jafnframt voru greinar sem fjölluðu um lífslok heima útilokaðar, en þar er auðug um- fjöllun um heimilið en viðfangsefnin önnur. Við greiningu á efninu var stuðst við hinn fræðilega skilning á hugtökunum umhverfi, rými, staður, „að eiga heima“ og verndun einkalífs. Niðurstöður Eftir greiningu á efninu voru efnistök skipulögð þannig að annars vegar var fjallað um heimili sem efnislegt eða manngert umhverfi og hins vegar það hvernig fólk skynjar heimili sitt og tengist því eða hvaða merkingu það hefur. Þetta voru þær tvær meginstefnur sem komu fram í greiningunni. Hér á eftir verð - ur gerð grein fyrir þessum tveimur sjónarhornum og því lýst hvernig þau vinna saman og móta viðkvæma reynslu af því að búa á einkaheimili með heilsufarserfiðleika og minnk aða færni. Heimilið sem manngert rými Í hugum flestra vísar hugtakið heimili til húsnæðis eða híbýla og umhverfis þess, hins efnislega veruleika sem mótar það rými sem við búum í. Hönnun húsa og skipulag hverfa er verk- efni arkitekta og skipulagsfræðinga. Hlutverk þeirra er að setja fram tillögur að byggingum og skipulagi almenningsrýma, að skapa sviðsmynd daglegs lífs og samskipta. Við hönnun hverfa og húsnæðis er í auknum mæli tekið mið af skynjun íbúa á aðstæðum sínum, daglegu lífi, veðurfari, útsýni, hljóðvist og lýsingu. Leitast er við að tryggja gott aðgengi og koma öllu sem haganlegast fyrir (DuBose o.fl., 2018). Arkitektar og skipu- lagsfræðingar reyna að ímynda sér aðstæður og færni þeirra sem koma til með að búa í þeim rýmum sem þeir hanna, setja sig í spor þeirra og leitast við að skilja þarfir þeirra og óskir (Buse o.fl., 2017). Jafnframt reyna þeir að átta sig á aðstæðum þeirra sem veita umönnun og aðstoð á heimilum. Samfara þeirri stefnu stjórnvalda að fólk búi sem lengst heima er orðið mun algengara að húsnæði sé hannað sérstaklega fyrir eldra fólk og fólk með takmarkaða hreyfi- og athafnagetu. Nú þykir einnig æskilegt að hjálpa fólki til að búa í hverfum þar sem ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.