Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 7
BLIK
5
Brátt sá prestur dóttur sinni út
mannsefnið, sem hann gat fellt sig
við. Það var bóndasonurinn Arni
Einarsson bónda Sigurðssonar á Vil-
borgarstöðum.
Árni Einarsson var mikill efnis-
piltur, og hann hafði raunar litið
prestsdótturina hýru auga á upp-
vaxtarárum þeirra í Eyjum. Þetta
vissi prestur. Þess vegna mundi þar
hægt um vik tii að venda hug til
ráðahagsins, ályktaði hann, ef að-
eins dóttirin fengist með lagi til að
hyllast að því mannsefninu. Gagn-
vart Árna naut prestur einnig vin-
semda sinna við foreldra hans.
Og Guðfinna prestsdóttir varð að
lúta og hlíða boði síns kynborna og
kirkjulega föður í einu og öllu, —
og þá líka í ástar- og hjúskaparmál-
unum. Þannig neyddist hún til að
verða afhuga barnsföður sínum, sem
hún unni hugástum.
Og svo var uppi fótur og fit á
prestssetrinu Ofanleiti, því að und-
irbúin var dýrðleg giftingarveizla,
sem sitja skyldi fjölmenni. Helztu
menn og konur byggðarlagsins
skyldu sitja þar til borðs og njóta
blessunar með dýrindisréttum og
dropa af víni.
Ekki mátti það heldur öllu leng-
ur dragast að gifta Árna og Guð-
finnu, svo að barnið, sem hún nú
gekk með yrði ekki skráð hennar
annað „óegtabarn" í ministeríal-bók-
ma, því að vissulega var hún komin
Iangt á leið.
Hjónin ungu settust svo að á Vil-
borgarstöðum, settust í bú Einars
bónda og Vigdísar húsfreyju, for-
eldra Árna Einarssonar.
Eftir 6 vikur frá giftingardegi
fæddi Guðfinna húsfreyja á Vil-
borgarstöðum Árna manni sínum
stúlkubarn, sem brátt var vatni aus-
ið og skírt Olöf, — Olöf Árnadóttir.
Hún fæddist heima á Vilborgarstöð-
um 29. des. 1848 og andaðist stuttu
eftir fæðingu.
Guðfinna Austmann húsfreyja á
Vilborgarstöðum reyndist hinn mesti
kvenskörungur, — búforkur svo pð
af bar, stjórnsöm, hjálpsöm og
hjartahlý, eins og hún átti kyn til.
Árni Einarsson tók í rauninni við
búsforráðum foreldra sinna þegar
eftir giftingu haustið 1848. Næstu
4 árin er hann titlaður ábúðarmaður
þar á Vi 1 borgarstöðuín. Eftir lát
Einars bónda 1852 tók Árni að fullu
við búi foreldra sinna og fékk síðar
ábúð á þeirri Vilborgarstaðajörðinni,
sem þau höfðu búið á, — en Vil-
borgarstaðajarðirnar eru 8 sem
kunnugt er, — og bjó þar til ævi-
loka.
Árni Einarsson var meðhjálpari í
Vestmannaeyjum í hart nær hálfa
öld, 1850—1899, og þó öllu lengur,
svo oft hafði hann annazt starfið
fyrir föður sinn í forföllum hans sök-
um ellilasleika. Sáttasemjari í Eyj-
um var Árni bóndi í 25 ár, og hrepp-
stjóri var hann þar um eitt skeið
(1861 —1864?). í sóknarnefnd sat
hann um tugi ára. Árni bóndi var
varaþingmaður Vestmannaeyinga
1859—1874 og sat á alþingi árið
1861 sökum þess, að þingmaður