Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 8
6
BLIK
kjördæmisins, séra Brynjólfur Jóns-
ron, gat eltki komið því við að sitja
það þing. Prestur fékk þá engan
hæfan prest til þess að leysa sig af
hólmi frá embættisönnum á þing-
tímanum.
A yngri árum var Arni Einarsson
vertíðarformaður um árabil á stærsta
áttæring í Eyjum, Auróru, sem þau
áttu saman með fleirum, systkinin
hann og Kristín húsfreyja í Nýja-
bæ, eftir að seinni maður hennar,
Þorsteinn alþingismaður Jónsson,
féll frá (1886). Mörg vor og sumur
var Arni Einarsson formaður á jul-
um eða sumarbátum föður síns og
svo á útvegi sjálfs sín, eftir að hann
gerðist bóndi og útvegsbóndi á Vil-
borgarstöðum.
Ibúðarhús þeirra hjóna á Vilborg-
arstöðum, Arna og Guðfinnu, bar
lengi vel af öllum eða flestöllum
öðrum íbúðarhúsum í Vestmanna-
eyjum á búskaparárum þeirra þar,
því að það var að öllu leyti timbur-
hús, en flestallir þar aðrir bjuggu í
torfbæjum á jörðunum. Einnig voru
tómthúsin byggð úr torfi og grjóti
og oftast langlélegustu vistarverurn-
ar.
Skipasmiður var Arni bóndi ágæt-
ur og smíðaði marga vor- og sum-
arbáta heima á Vilborgarstöðum,
eins og Lárus hreppstjóri á Búastöð-
um, nágranni hans og samborgari.
Skipaábyrgðarfélag Vestmanna-
eyja kaus Arna Einarsson trúnaðar-
mann sinn við virðingar á hinum
tryggðu skipum, þegar félagið var
stofnað 1862. Næstu 4 árin gegndi
Árni bóndi þessu trúnaðarstarfi fyrir
félagið. Aftur var hann kosinn virð-
ingarmaður þess árið 1871 — 1872.
Þorsteinn héraðslæknir Jónsson
getur Árna Einarssonar í Sunnanfara
árið 1892. Læknirinn þekkti Árna
Einarsson vel, því að þeir höfðu
unnið saman að hrepps- og sýslumál-
um um tugi ára. Hann kveður svo
að orði, að Árni bóndi hafi verið
greindur vel, stálminnugur og hóf-
semdarmaður um allt, stilltur og ráð-
settur, — og „hefur mannað öll sín
börn mjög vel", segir læknirinn.
Hann endar grein sína með þessum
orðum: „Telja má hann fyrir allra
hluta sakir merkastan af bændum
í Vestmannaeyjum".
Árni bóndi þótti alltaf virðulegur
meðhjálpari, og ber það út af fyrir
sig persónu hans nokkurt vitni.
Á Alþingi fékk Árni því fram-
gengt, að festargjaldið á Vestmanna-
eyjajörðunum var afnumið með lög-
um. Það var einskonar mútugjald
til jarðeigandans, danska konungsins
eða umboðsmanns hans. Séra Brynj-
ólfur Jónsson lagði grundvöllinn að
afnámi þess á alþingi 1859 (sjá
Blik 1963, 30. bls.).
Árið 1859 barst Árna bónda kon-
unglegur heiðurspeningur, sem var
kallaður „ærulaun iðni og hygg-
inda".
Þá skal þess getið, að Árni Ein-
arsson var á sínum tíma flokksfor-
ingi í Herfylkingu Vestmannaevja
undir yfirstjórn kaptein Köhl sýslu-
manns. Árni var þar fyrir 4. flokki
og þótti þar vel til foringja fallinn.