Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 193
BLIK
191
og sleit hér öllum kröftum sínum
fram á gamalsaldur.
Þannig hefur með þessu móti
'fléttást saman atvinnusaga Vest-
mannaeyinga og Ausfirðinga, þó að
lítið hafi verið um það efni skrifað
til þessa.
Oft kom meginið af Eyjafólkinu
svo seint heim frá Austfjörðum á
haustin, að fólksfæðin hér stóð ö!lu
skemmtanalífi fyrir þrifum jafnvel
fram undir jólaföstu. Margskonar
félagsfundum var skotið á frest fram
á haust vegna þess, að beðið var eftir
því, að félagsmenn kæmu heim frá
Austfjörðum. Af sömu ástæðu gat
Sigfús Arnason, söngstjóri á Lönd-
um, nökkur haust ekki hafið söng-
æfingar hjá Söngfélaginu sökum
þesls, hve lengi dróst að söngfélag-
arnir kæmu heim að austan.
Æði oft urðu Sunnlendingarnir að
búa við þröngan og lélegan húsa-
kost eða í bágbornum vistarverum
yfir sumarið þarna austur í fjörð-
unum, sérstaklega, ef þeir gerðu
sjálfir út, voru í eigin vist og höfðu
eigið mötuneyti, sem ekki var óal-
gengt. Þessa minnist ég frá bernsku-
og æskuárum mínum í Norðfirði.
Jafnframt man ég það, að margir
austfirzkir útvegsbændur kostuðu
kapps um að hlynna sem allra bezt
að sunnlenzka kaupafólkinu sínu
um húsnæði og allan viðurgerning.
Svo var það a. m. k. um fósturfor-
eldra mína. Hér bið ég Blik mitt
að geyma fyrir mig nokkrar bernsku-
minningar frá fyrsta tug aldarinnar.
Þær eru að sumu leyti tengdar at-
vinnuleit Eyjafólksins til Norðfjarð-
ar á þessum árum.
Bernskuminningar
Einhvern veginn lagðist það í fóstra
minn, að fiskur mundi ganga
'snemma þetta vor. Hann fór því
árla vorsins að hugsa til róðra. Eg
var naumast laus úr barnas'kólanum
um vorið, er hann lét mig dunda við
það í sólskininu og veðurblíðunni
að skafa bátinn sinn, „Síldina", þar
sem hann hvolfdi á rveim gildum
rékatrjám milli beituskúranna ofan
við StrandVeginn.
„Síldin" var þriggja manna far,
fallegur „Færeyingur", sem fóstri
minn hafði keypt af Færeyingunum
'haustið áður, þegar þeir héldu heim
frá sumardvöl sinni í kauptúninu.
Þar lágu margir þeirra við og höfðu
útræði blíðustu sumarmánuðina.
Eg skóf eftir getu gömlu tjöruna
af bátnum með þríhyrndu bátasköf-
unni, svo að svitinn rann í sólar-
hitanum og lognmollunni. Til-
hlökkunin glæddi vinnuviljann og
atháfnagleðina eftir langan vetur,
byljóttan og snjóþungan. Eg háfði
lengi hlakkað til þess, þegar á vor-
ið leið og ég fór að þreytast við
stagl og nám, að mega taka til við