Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 255
BLIK
253
Þessi sýning Kinnarhvolssystra ber
þess líka glögg merki, að hér er nú
á ferð kunnáttumaður í leiklistinni,
sem nær úr hverjum og einum leik-
enda öllu því bezta sem hann hefir
til að bera á þessu vandasama sviði,
leiksviðinu.
Yfirleitt má segja, að leikstjórnin
á þessu leikriti hafi verið afbragðs
góð, hvert látbragð, tilsvör og tján-
ing í athöfnum bar vott um næman
skilning leikstjóra og leikenda á
hlutverkinu.
Eg hygg, að á síðari árum hafi
ekki verið settur á svið leikur, sem
jafnvel hefir verið leikinn af öllum
eins og nú. Má fullyrða, að leikstjór-
inn á sinn bróðurpart þar af, tví-
mælalaust.
Enda þótt hver leikandi skilaði
sínu hlutverki með ágætum, verður
þó ekki framhjá því gengið að aðal-
hlutverkin þrjú báru af hvað með-
ferð snerti og næman skilning. Frú
Unnur Guðjónsdóttir lék t. d. Ul-
rikku frá byrjun til enda með ein-
dæmum vel fyrst og fremst vegna
þess, að leikur hennar var sannur
veruleiki, laus við alla yfirdrift, en
það er sá ásteytingarsteinn, sem
mörgum hættir við að falla um.
Ragnheiður Sigurðardóttir lék Jó-
hönnu og skilaði því hlutverki ef til
vill bezt. Sakleysi æskustúlkunnar og
myndugleiki eiginkonunnar tókst
henni vel að túlka, eins vel og á
verður kosið af byrjenda á þessu
sviði.
Þá er það hann Stefán okkar,
hinn gamalkunni Álftveringur og
síðar Eyjaskeggi. Skilaði sínum
hlutverkum eins og venja hans er,
með ágætum. I málmnemanum tókst
honum þó líklega bezt að sýna hæfi-
leika sína á sviðinu með eðlilegum
látbrögðum og fullkomnum skiln-
ingi á svo litlu hlutverki.
Þó hér séu ekki taldir upp fleiri
leikendur, fóru þeir hver um sig á-
gætilega með hlutverk sín.
Um gerð leikritsins má segja að
það gæti verið ramm íslenzkt. Fá-
breytni dalalífsins gefur ímyndunar-
aflinu vængi út fyrir hið venjulega
skynsvið. Þrá æskunnar eftir gulli
og grænum skógum fær að nokkru
leyti fullnægingu í sögum ömmu og
afa um Frosta og Fjalar í iðrum jarð-
ar. Það sem á vantar bætir þjóðtrúin
upp. Hún er aíltaf söm við sig, skap-
andi máttur, er gefur ímyndunarafl-
inu lausan tauminn, líf sem klæðir
efnið holdi og blóði. Uppistaðan er
alþjóðleg og aldagamall sannleikur:
Ágirndin er leiðin til hrörnunar og
andlegs dauða. Þar sem hún er ráð-
andi þáttur í lífi mannsins, lýtur
jafnvel ást foreldra og maka í lægra
haldi og fá þar engu um breytt. En
að lokum lætur höfundur leikritsins
guðsneistann í sálu Ulrikku sigra.
Endurminningarnar frá æskudögun-
um, systurelska og ást, bræða klak-
ann úr sálu Ulrikku. Lífsskoðun höf-
undar er túlkuð í enda leiksins.
En þetta er saga mannlífsins og
þessvegna er leikritið sígildur sann-
leikur...
Framanritað verður að nægja um
þetta mikla leikrit og starf L. V. Við