Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 292
290
BLIK
hér á landi árið 1872, en 10 árum
síðar (1882) var hún greidd með 15
aurum hér í Eyjum. Eftir því hefir
verkamaðurinn þá (1882) unnið
fyrir burðargjaldi undir eitt bréf á
tæpum hálftíma. Hátt þætti það
burðargjald nú á dögum.
Ekki verður með sanni sagt, að
póstþjónustustarfið í Vestmanna-
eyjum væri mikið eða tímafrekt
fyrstu árin eftir að tilskipanin 1872
var gefin út eða þau árin, sem
Aagaard sýslumaður hafði starfið á
hendi.
Mjög margir þeirra vertíðar-
manna, sem lögðu leið sína til Eyja
úr byggðum Suðurlandsins, komu
með kunningja — eða vinabréfin í
brjóstvasanum og skiluðu þeim
milliliðalaust til viðtakanda í Eyjum.
Þó barst alltaf einhver póstur með
skipinu. Og blöð og tímarit voru þá
pöntuð á póstafgreiðslunum og öll
afgreidd þar.
A sýslumannsárum M. M. Aag-
aards, sýslumanns, féll jafnaðarlega
ein póstferð á mánuði milli Vest-
manaeyja og Reykjavíkur eða til
Reykjavíkur. Þó var 17 sinnum
sendur póstur frá Eyjum til Reykja-
víkur árið 1889, en svo aðeins 13
sinnum árið eftir.
Á þeim árum, sem J. N. Thomsen
verzlunarfulltrúi, annaðist póstþjón-
ustuna (1891 — 1896), fjölgaði ár-
legum skipsferðum milli Eyja og
Reykjavíkur. Þannig afgreiddi hann
póst 16 sinnum suður fyrsta árið,
sem hann hafði starfið á hendi, og
þó féllu aðeins þrjár póstferðir suður
frá Eyjum 5 fyrstu mánuði þess árs
(1891) eða alla vertíðina til maí-
loka.
Árið 1892 afgreiddi J. N. Thom-
sen 20 sinnum póst frá Eyjum til
meginlandsins. Þar um bil hélzt þetta
næstu 4 árin eða þar til J. N. Thom-
sen lét af starfinu.
Fyrri hluta hvers árs eða á vetrar-
vertíðum voru þessar póstferðir mun
strjálari, oft aðeins ein á mánuði, en
f jölgaði, þegar á árið leið.
Um það bil, sem Sigfús organ-
isti Árnason, gerðist póstafgreiðslu-
maður í Vestmannaeyjum (1896)
fjölgaði skipaferðum mjög við
strendur landsins miðað við það sem
áður var. T. d. afgreiddu þeir báðir
J. N. Thomsen og S. Á., 46 sinnum
póst frá Eyjum til Reykjavíkur árið
1896. Árið 1898 sendi Sigfús frá
sér póst 41 sinni og 53 sinnum árið
eftir (1899) Frá áramótum 1903 til
30. sept. s. á. afgreiddi Sigfús póst
56 sinnum. I apríl-mánuði einum
það ár var 5 sinnum sendur póstur
frá Eyjum til Reykjavíkur.
Þessar tölur eru dregnar fram af
gömlum rykföllnum nótum, póst-
sendingarnótum, til að sanna, hversu
samgöngur fóru vaxandi og póstferð-
um fjölgandi á landi hér og við
strendur landsins með aukinni vel-
megun, þótt í smáu væri, vaxandi
frelsisþrá og framtakshug.
Á þessum árum og síðar voru í
gildi ákvæði um sérstaka f járveitingu
frá hinu opinbera til póstafgreiðsl-
unnar í Vestmannaeyjum, kr. 100 á
ári, til þess að greiða fyrir póstferðir