Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 284
282
BLIK
nú verið póstur í 2 ár og lætur hið
versta af. „Afsegi ég svo hérmeð
lengur við þessa póstgöngu að blíva
eftir næst komandi nýtt ár utan ég
fái hið ringasta 3 mark fyrir hverja
þingmannaleið fram og til baka, eins
sumar og vetur.
Forblív með stærstu undirgefni
herra stiftamtmannsins auðmjúkur
þénari. Sigvaldi Sæmundsson.”
Póstar fóru um fótgangandi og
báru leðurtöskur. Um og eftir 1880
jókst mjög allur póstflutningur,
prentað mál, Alþingistíðindi o. fl.
Um aldamótin komu póstvagnarnir
til sögunnar, en reyndust miður vel
og voru ekki lengi í notkun.
Starf hinna konunglegu landpósta
var erfitt og ekki eftirsóknarvert, svo
sem dæmið um Sigvalda sannar.
Einn hinna fyrstu sunnanpósta,
Klemens að nafni, varð úti í Grafn-
ingnum. Lentu póstarnir oft í mikl-
um mannraunum á ferðum sínum
um fjöll og firnindi og yfir vond
vatnsföll.
Póstferðir um Suðurland hófust
árið 1784, sem fyrr segir. Póstleiðin
austur í Rangárvallasýslu var þessi:
Bessastaðir, Keflavík, Básendar,
Grindavík, Eyrarbakki, Oddgeirshól-
ar og að Móeiðarhvoli, sýslumanns-
setri Rangæinga.
Til austurferðar voru póstinum
ætlaðir 12 dagar, en urðu oft miklu
fleiri. Var lagt ríkt á við sýslumenn
að tefja ekki póstana með óþörfu
seinlæti, og ekki lengur en hálfa
klukkustund í ferð. En oft mun
hafa út af þessu brugðið. Og oft hafa
póstarnir orðið að halda kyrru fyrir
vegna illveðurs og vatnavaxta. Þess
voru jafnvel dæmi, að póstur var 60
daga í þessari austurferð. Hefur sá
trúlega verið all værukær.
Stiftamtmenn voru á þessu tíma-
bili einskonar aðalpóstmeistarar, þ. e_
á fyrri helmingi 19. aldar. Þá er fram
leið, sótti sú nugsun að stjórnarvöld-
um í Kaupinhafn, að þetta væri helzt
til óvirðulegt starf fyrir svo hátt
setta embættismenn. Arið 1852 segir
í stjórnarbréfi, að það sé hreint
„upassende”, að stiftamtmaðurinn
dundi við póstafgreiðslu og snúist í
því m. a. að senda undirmönnum
sínum stimpilsvertu og vinna önnur
álíka verk.
Póstsamgöngur við útlönd voru
hinar aumlegustu á þessum tíma. Á
aldarfjórðungnum 1775 til 1800 var
ein póstferð frá Danmörku árlega og
ófriðarárin 1807 til 1814 voruferðir
fáar og óvissar, t. d. í hálft annað ár
ekki nema þrjár ferðir erlendis frá.
Árið 1826 fór póstskip frá íslandi
6. maí og kom aftur 27. október.
Þá er fram í sótti fór að brydda á
óánægju með seinaganginn í póst-
málunum. Jón Sigurðsson ritaði í
Ný félagsrit 1846 langa og skelegga
grein um blaðleysi og póstleysi á Is-
landi. Hann segir m. a.: „Oss vantar
blað í landinu og oss vantar tíðari
póstgöngur í landinu... Almenn
tíðindi og merkir viðburðir berast
um landið á líkan hátt og bæjarskraf
og — sveita, á skotspónum... þar af
leiðir þá, að tíðindin koma brjáluð
og böguð þegar í næstu sveitir, stytt