Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 242
240
BLIK
Ef dæma skal eftir orðum blaða
þá hefir L. V. farið vel út úr þeim
vanda að skila þessu leikriti af hönd-
um sér. Mörg hlutverk þess eru erf-
ið og vandmeðfarin, en það hvernig
áhorfendum hefir fundizt þau af
hendi leyst, sanna bezt, að hér eru,
þrátt fyrir erfiðar aðstæður, allgóðir
leikarar að starfi.
Arið 1948 rétt um áramótin var
leikið á vegum Kvenfél. Líkn í Sam-
komuhúsinu leikritið „Ferðin milli
Kaupmannahafnar og Arósa". Leik-
stjóri var frú Ingibjörg Olafsdóttir,
Símstöðinni. Leikrit þetta er þekkt
frá fyrri árum og þá nokkuð oft
leikið hér.
Leikendur voru að þessu sinni:
Ingólfur Theodórsson, netagerð-
armeistari
Arni Arnason, símritari
Júlíus Júlíusson frá Siglufirði
Guðrún A. Oskarsdóttir, Asvegi 5
Þyrí Gísladóttir, Arnarholti
Margrét Olafsdóttir, Flötum
Sýningin hófst ágætlega og
vakti almenna ánægju leikhúsgesta.
Það var þó aðeins sýnt tvisvar, þar
eð tími til leiksýninga var óhentug-
ur vegna anna. Yfirleitt fóru leik-
endur vel með hlutverk sín, samkv.
ummælum. Þóttu þeir Júlíus, sem þá
kom hér í fyrsta sinn á leiksviðið,
Ingólfur og Arni fara vel með hlut-
verk sín. Var Ingólfur þó mikið til
byrjandi á leiksviði og Júlíus ný-
byrjaður sinn leikferil. Kvenfólkið
lék vel og voru þær þó mikið til ný-
græðingar í listinni að leika, en áttu
eftir að troða þar brautir með ágæt-
um, sem síðar kom í Ijós. Leikstjórn-
in var prýðileg og tilsögn frú Ingi-
bjargar og Þórhalls Gunnlaugsson-
ar, manns hennar, sérlega góð. Sýndi
og leikfóikið þar á sviðinu, að það
hafði notið góðrar tilsagnar.
Þetta ár gekk L. V. í Bandalag
ísl. leikfélaga. A fundi L. V. í apríl
eða maí gengu í félagið þau Helga
Björnsdóttir, Guðlaug Runólfsdóttir,
Henny Sigurjónsdóttir, Gunnar Sig-
urmundsson, prentari, Halldór
Agústsson, Jón Björnsson og Ar-
mann Guðmundsson. Afmælisnefnd
40 ára hófs skipuðu þau Arni Arna-
son, Svanhildur Guðmundsdóttir og
Jón Björnsson. Hófið var haldið að
Hótel H. B. og þótti takast með af-
brigðum vel. I tilefni af 40 ára af-
mæli félagsins var ákveðið að sýna
leikritið Kinnarhvolsstystur og fá
Einar Pálsson leikstjóra. Var ákveð-
ið að keppa að því að leikritið yrði
sýnt í september og vanda til þessar-
ar sýningar á allan hátt eftir beztu
getu.
Lénharður fógeti
Þótt segja mætti með nokkrum rétti,
að starfsemi og leikár L. V. 1947—
1948 hæfist seint, bætti það þó úr
skák, að vel var farið af stað, þegar
hafizt var handa, þar sem félagið
réðist í að taka til meðferðar hið
mikla leikrit Lénharð fógeta. Þar var
mikið í ráðist, fyrst og fremst sök-
um lítils rýmis á leiksviði, skorti a