Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 56
54
BLIK
um tíma. Umsókn um inntöku þarf
helzt að senda bráðlega til þess að
hún berist nógu snemma fyrir aðal-
fund S. í. K.
Vegna alls þessa, sem ég hefi nú
drepið á, höfum við, sem stöndum
að fundarboði þessu, samið uppkast
að lögum fyrir þetta væntanlega
söngfélag okkar, ef þið getið að-
hyllzt þá stofnun. Til hliðsjónar
lagauppkasti þessu höfum við haft
bæði lög Karlakórs Reykjavíkur og
Söngfélagsins Heimis. Við höfum
eiginlega tekið upp orðréttar sumar
greinar í lögum þessara söngfélaga
og lög þeirra eru byggð á reynslu.
Því er ekki að leyna, að félags-
skapurinn hefur kostnað í för með
sér, t. d. inntökugjald og ársgjald.
En það yrði ekkert nýtt í þessu fé-
lagi. Oll félög verða að leggja slík
gjöld á félaga sína.
En svo er hin hliðin á málinu, —
sú, að gerast félagi, — góður félagi,
— sem vill offra sér fyrir málefnið,
— listina. Hún er veigameiri, —
skiptir mestu máli. Þar dugir engin
hálfvelgja hjá félagsmanni. Annað-
hvort er að vera eða vera ekki, Enn-
fremur er ein hliðin enn á máli
þessu og hún er sú að vanda val á
félagsmönnum. Það er veigamikið
atriði. Og þó að þið, sem við höfum
kvatt hingað til okkar í kvöld, viljið
öll vera með í nýja söngfélaginu
okkar, þá þarf samt að auka félaga-
töluna, einkum þurfum við fleiri
góðar kvenraddir og 2—3 tenóra.
Flokkurinn má ekki vera minni en
40 manns. Þá viðbót væri bezt að fá
strax, ef tök væru á því. Að öðru
jöfnu kysi ég þó heldur þá, sem
vinna í landi en á sjónum, sökum
fjarveru þeirra síðarnefndu eða
bindingar við sjósóknina.
Þið vitið það öll, að ykkur er
meira og minna ábótavant hvað
sönginn snertir og raddir ykkar þurfa
lagfæringar við. Þeirrar endurbótar
og lagfæringar þyrfti ég sjálfur ekki
síður með. Reynslan sannar okkur
það, að jafnvel lélegir söngkraftar
geta með æfingum og ástundun,
góðum vilja, náð merkilega góðum
árangri, ef söngurinn er hreinn, sem
er alltaf fyrsta og sjálfsagðasta skil-
yrðið.
Eg hefi fengið margar og ítrekað-
ar áskoranir að stofna hér karlakór,
en ég hefi hummað það fram af mér.
Ástæðurnar fyrir því eru aðallega
þær, að fyrsti kór minn var karia-
kór með nálega 20 mönnum. Með
þeim æfði ég 5 ár í röð, og við héld-
um samsöngva fleirum sinnum. En
ég var þá alltaf óánægður með ár-
angurinn ,sem stafaði af því, hversu
fyrsti tenór var lélegur. Þá var líka
alltaf verið að skora á mig að æfa
heldur blandaðan kór. Og ég lét til-
leiðast. Síðan hefi ég alltaf hallast
að blönduðum kór, eins og þið vitið.
Um eitt skeið voru rúmlega 40
manns í kórnum. Og stöku sinnum
héldum við samsöngva, alltaf vel
sótta, og var þeim vel tekið. Jafnvel
þó að mér stæði til boða að stjórna
hér sæmilega völdum karlakór, þá
vil ég þó heldur, að svo komnu máli
reyna að hressa upp á blandaða kór-