Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 303
BLIK
301
fékk ég þarna úr músa-hreiðurköis-
unum. Þarna fannst mér, að ég finna
nokkra sögulega gimsteina og sá
fundur hvarflaði hug mínum til vís-
unnar hans Bólu-Hjálmars:
Guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.
Skyldi ég vera aleinn um þessa
hugsun varðandi sögulega gimsteina
Vestmannaeyjabyggðar? Onei,
reynsla mín er önnur af Eyjabúum
um iín sögulegu verðmæti.
Eg færi samstarfsmönnum mín-
um í stjórn Sparisjóðs Vestmanna-
eyja alúðarþakkir mínar fyrir það,
að þeir leyfðu mér að 'hýsa „draslið"
mitt innan veggja stofnunarinnar,
þegar ég var rekinn út með það til
þess að rýma fyrir „fiskiræktinni"
þarna vestur á „loftinu". Þar með
slapp ég við það í það sinn að
fleygja því öllu vestur af Hamrin-
um. Þannig björguðu sömu menn
Byggðariafni Vestmannaeyja í heild,
þegar ég var rekinn út með það allt.
Eg hefi óbilandi trú á því, að sömu
menn búi yfir þeirri gæfu og giftu,
að þeir eigi eftir að leiða allt byggð-
arsafnsstarfið í heila höfn, gera þessa
menningarhugsjón að veruleika enn
meir en þeir nú hafa gert, með því
að nú hafa þeir völdin, og þeir skilja
gildi þess og gæfu að syndga ekki
gegn komandi kynslóð um söguleg
verðmæti í bænum, sem almenning-
ur hefur falið þeim að stjórna.
Einn þáttur listarinnar að kunna
að lifa lífinu rétt, taka á því réttum
tökum, er sá að kunna að brosa að
lipaugilegum fyrirbrigðum þess,
skælbrosa framan í beyglaða tilveru
og geiflandi valdhafa, sem ekki vita
fótum sínum forráð ög syndga gegn
komandi kynslóð i þröngsýni og
blindni, með því að syndir feðranna
bytna oft hastarlega á niðjunum.
I mínum eigin augum er ég t. d.
kátbroslegur og ástandið grátbros-
legt, þegar ég þarf að vera að flækj-
ast um bæinn, flýja með sögulega
gimsteina Vestmannaeyjabæjar stað
úr stað til þéss að vernda þá, bjarga
'þeim undan ofríkisvaldi í sama bæ.
Þ. Þ. V.
Framhald af bls. 298
ráð foreldra sinna og fara að þeirra
ráðum. Þar er viljinn og vitið helgað
því mesta og bezta, sem bærist í sál
hvers og eins. Gæfusamlegt er það
ekki að vanmeta það.
„Ljómar Ijósið blítt í lífið hennar
nýtt... til Bjarmalands, sem broiir
handan við brotsjóinn og feigðar-
grandann". Bjarma slær af Ijósi ei-
lífðarinnar á myrkt sálarlíf. Guð>
gneistinn glæðist. Skíman glæðir
vonina. Skilningurinn vaknar og far-
in leið stendur Ijóslifandi fyrir hug-
skotssjónunum. Hefði hún þegar á
æskuskeiðinu sinnt vörðunum við
veginn, hefði allt farið betur. Nú var
það um seinan.
Já, gerðu það fyrir mig, kæri ungi
lesari minn, hugleiddu kvæði prestr-
ins. Þar er spaklegur boðskapur
fluttur. Þ. Þ. V.