Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 97
BLIK
95
km leið, sem liggur að mestu um
slétta sanda. Leiðin liggur að öðrum
enda fjörunnar. Þess vegna varð að
ganga fjöruna tvívegis, samtals á
sjötta kílómetra. A veturna var oft
kaffenni frá bæjunum suður að
fjöru. Stundum var broti á síkjum
og mýrum, stundum mikil vatns-
leysa í rigningartíð.
Leiðin suður að sjónum var vörð-
uð stikum, sem settar voru niður með
nokkru millibili.
Með sólarupprás flykktist „fugl-
inn" að ætinu í fjörunni í stórhóp-
um og gerði sér gott að krásinni.
Þess vegna var nauðsynlegt að fara
snemma á fætur á morgnana og hafa
gengið fjöruna, áður en ófögnuður-
inn, keppendurnir um ætið, flykktist
að og æti þar upp allt matarkyns.
Þegar Einar Sigurfinnsson minn-
ist móður sinnar frá þessum æsku-
árum, segir hann:
„Ég skildi ekki þá hina miklu
erfiðleika, sem mamma átti við að
stríða þessi ár og ekki heldur, hvað-
an sá styrkur kom, sem hélt heim-
ilinu í sæmilegu horfi. Síðan ég
eltist og fór að kynnast lífinu og
skilja hlutina betur, undrast ég það
sálarþrek hennar, sem var næstum
ótrúlega mikið. Aldrei heyðist
æðruorð. Aldrei gætti óánægju í
orðum hennar eða látbragði, hvað
sem á bjátaði og hversu þröngur,
sem efnahagurinn var. Alltaf var
mamma hin sama, glöð, hlýorð og
bætandi allt, svo sem unnt var. Hún
var innilega trúuð og bænin hennar
„indæl iðja". Þar þykist ég hafa
hlotið skýringuna á hinu næsta
yfirnáttúrlega sálarþreki og -styrk,
sem hún hafði yfir að ráða.
Með börnin á handleggnum gekk
hún að vinnu í eldhúsi og fjósi og
stundum úti við. Með þau í keltunni
eða við brjóstið spann hún og prjón-
aði. Þá gerðist það stundum, að hún
sagði sögur 'o'kkur hinum eldri á
meðan hún innti hin störfin af hendi.
Þá sátum við eða stóðum í kringum
hana. Stundum kenndi hún okkur
vísur, þulur, bænir eða sálmavers
og bjó okkur þannig veganesti, sem
bezt hefur enzt og reynzt."
Á æskuskeiði vaknaði löngun
Einars Sigurfinnssonar til þess að
læra eitthvað, sem gæti létt honum
lífsbaráttuna síðar á ævinni. Ekkert
varð úr því námi þó. Ekki leyfði
efnahagur móður hans og stjúpa
það, að vinnuafl hans hyrfi heimil-
inu, — hans, sem var elztur barn-
anna.
Þegar hann svo varð þess áskynja,
að móður hans varð það tilfinninga-
mál, ef hann færi frá henni, kom
það ekki til mála meir. Ollu skyldi
fyrir hana fórnað.
Eftir að Einar varð sæmilega læs,
notaði hann flestar tómstundir til
lesturs. Oll vetrarkvöld las hann
upphátt sögur og annað, sem til
féllst. Og hann fékk lánaðar bækur
hjá nágrönnunum. Eitt sinn á þess-
um árum gaf stjúpi Einars honum
biblíuna, Lundúnaútgáfuna 1866.
Þá var Einar 12 ára gamall.
Árið 1899 var Skeiðvallarkirkja í
smíðum. Efni í kirkju þessa var flutt