Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 236
234
BLIK
kvæmur, þ. e. á einu spani í spek-
ulasjónum allan leikinn til enda.
Skrifstofustjórann Esikiel leikur
Loftur Guðmundsson. Hann fannst
mér vera góður í hlutverkinu, rödd-
in þægileg og maðurinn steig vel í
vænginn, svo sem karlfugla er siður.
Isu Isaks blaðamann, sem nappar
Esikiel, leikur Dóra Ulfarsdóttir og
gerir það vel og frjálsmannlega.
Isak Holmkvist leikur Yaldimar
Astgeirsson. Hann er hreppstjóri,
en dæmalaus bögubósi, sem sjaldan
eða aldrei gat komið út úr sér einni
óbrjálaðri setningu. Valdimar leysti
þetta vel af hendi, hreyfingar góðar
og talið skýrt.
Hjónin kyndara og nýríkan skrif-
stofustjóra og konu hans Kálínu
léku þau Stefán Arnason og frú
Nikólína Jónsdóttir ágætlega og
voru oft æði spaugileg í tali og
hreyfingum.
Skrifstofustúlkurnar Svönu, Bíbí
og Blöku, sem vinna hjá HIBO, léku
þær Guðný Kristmundsdóttir, Elín
Arnadóttir og Sísí Viihjálmsdóttir.
Eru þær allar skolli myndarlegar
skrifstofudömur, sérlega snaggara-
legar stelpur, sem punta vel upp á
leikinn með yndisþokka og kæti.
Spjátrunginn Leif leikur Konráð
Bjarnason. Honum hættir stundum
við að vera of tilgerðarlegur, en
hann syngur laglega.
Þá koma þarna við sögu Jóna
vinnukona, almúgakona, og Stam-
berg nefndarmaður auk tveggja
hjúkrunarmanna. Þau hlurverk
hafa þau Þórunn Valdimarsdóttir
Ástgeirssonar, Guðjón Jónsson og
þeir Kristján Georgsson og Jón G.
Scheving. Skiluðu þau hlutverkum
sínum vel yfirleitt.
Lokasöngurinn var prýðilega létt-
ur og puntar ekki svo lítið upp á
og bezt af öllu, þegar hann hljóðar
um það, að „Allt er í lagi, lagsi
minn".
Eftir leikinn söng svo Ástgeir
Olafsson ágætar gamanvísur af sinni
alkunnu list.
Leiktjöldin gerði Engilbert Gísla-
son mjög smekklega. Hljómsveit
Alfreðs Þórðarsonar lék undir á sýn-
ingunni.
Nokkuð bar á því, að leikendur
kynnu ekki vel hlutverk sín sem
skyldi, en það lagast er oftar verður
leikið. Oft kom líka fyrir, að maður
missti af góðum bröndurum vegna
þess, að leikendur töluðu ekki nógu
skýrt eða biðu ekki, meðan hláturs-
kviðurnar kváðu við frá áhorfend-
um. Til þess þurfa leikendur ávallt
að taka tillit.
Það er yfirleitt létt yfir leiknum
og þurfa menn ekki að sjá eftir að
eyða kvöldstund til þess að sjá þetta
leikrit. Flestir munu finna eitthvað
í því, sem kætir þá og gleður, eitt-
hvað, sem vekur þeim hjartanlegan
hlátur. Um leikrit þetta þarf ekki að
fara fleiri orðum. Sigurður Schev-
ing hefir nú ótvírætt sýnt, að hann
hefir gott lag á því að stjórna leik-
riti og fá úr hverjum einum þá hæfi-
leika, sem í honum býr.
L. V. á þakkir skilið fyrir að koma
þessari skemmtilegu revýu upp. Það