Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 162
160
BLIK
Um haustið voru lausafjárhundr-
uð Sigríðar húsfreyju á Krossi 3,5
eða sem svaraði hálfri kú og 18 ám
loðnum og lembnum. Með þetta bú
taldist hún sæmilega bjargálna, með
því að alltaf gafst einhver afli úr
sjó þar í Mjóafirði að sumrinu og á
haustin. Ekki var þess heldur að
vænta, að hver ábúandi á Krossi gæti
framfleytt stóru búi á jörðinni, enda
þótt hún teldist góð fjárjörð, þar sem
fjórir voru ábúendurnir.
Svo sem drepið var á, þá má með
sanni segja, að frostaveturinn mikli
hæfist með september þar austur í
fjörðunum. Bændur áttu þá hey úti
og þau hirtust illa. Sum eyðilögðust
gjörsamlega. Onnur hirtust úrhraks-
fóður eða lítt til fóðurs fallin. Svo
tókst til með nokkuð af heyjum
þeirra Sigríðar og Jónasar. Fénaður
þeirra þreifst illa um veturinn og
innistöður voru látlausar sökum
snjóa og frosta. Loks kom vorið
1881 kalt og hryssingslegt. Lömbin
týndu tölunni, þó að ærnar skrimtu
af.
Haustið 1881, 11. sept., gáf séra
Jón Bjarnason sóknarprestur að
Dvergasteini í Seyðisfirði þau Sig-
ríði Magnúsdóttur og Jónas Þor-
steinsson saman í hjónaband í
Fjarðarkirkju í Mjóafirði. Séra Jón,
sem síðar var kenndur við preststörf
í Winnepeg, þjónaði það ár Mjóa-
fjarðarprestakalli, með því að þar
sat þá enginn prestur.
Tveir valinkunnir bændur í sókn-
inni gáfu vottorð og lýstu yfir því,
að þeir vissu enga meinbugi á hjóna-
bandi þeirra Sigríðar og Jónasar og
engin sveitarskuld væri þeim fjötur
um fót.
Þegar þau giftust, hafði Sigríður
gengið með annað barn þeirra Jón-
arar í 5 mánuði. Hún fæddi það 11.
febrúar 1882, og ól hún honum
þannig tvö börn á sama árinu, vant-
aði 8 daga á árið. Það var meýbarn,
— skírt Guðríður.
Og nú gekk óskaplega erfiður
vetur í garð, veturinn 1881 — 1882.
Aflaleysi mikið var það hau'st um
alla Austfirði. Og veturinn gekk
snemma í garð með sjófalli miklu
og frostum. Þá gekk einnig mislinga-
sótt um mestan hluta landsins.
Skepnuhöld urðu hin bágustu. Hrak-
viðrin um haustið og veturinn fóru
illa með féð. Mörg kindin drapst þá
úr lungnapest, bráðapest og óþrif-
um (Þ. Th.).
Blindhríðar herjuðu Norður- og
Austurland langan tíma úr vetr-
inum og fram til 24. maí um vorið.
Hafísinn fyllti alla firði og lá í þeim
allt sumarið fram undir haust (3-
sept.).
Ein heimildin um veðurfar og
skepnuhöld bænda þessi tvö undan-
farin ár (1880—1882) segir: „Harð-
indin þessa tvo vetur komu illa nið-
ur á bústofni manna. Kvikfénaði
fækkaði mjög um allt land, —
drapst af fóðurskorti og hríðum og
aliskonar ótímgan.”
Frá fardögum 1881 til fardaga
1882 fækkaði fé landsmanna um
100 þúsund. Talið er, að vorið 1882
hafi fæðzt um það bil 180 þúsund