Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 37
blik
35
um eins og annarra. Aldrei söknuðu
þau hinnar ástríku móður sinnar
sem þá. Þar urðu í rauninni engi,i
jól. Allt var svo nátengt móðurinni,
ástríki hennar og umönnun, Iíka
jólafagnaðurinn.
Eftir nýárið 1907 skrifar faðirin 1
fyrsta bréf sitt heim til barnanna,
eftir að hafa frétt andlát konu sinn-
ar. Hann skrifar: „Hin sæla fram-
liðna móðir ykkar var mér einnig
jafn hjartkær eins og hún hafði
nokkru sinni verið, áður en nokkuð
ósætti átti sér stað okkar á milli.
OIlu þessu hafði ég gleymt og út-
rýmt úr huga mínum fyrir löngu”.
Ekki kemur mér til hugar að efast
um það, að Sigfús Arnason sagði
þetta satt. Hann elskaði konuna sína
og börnin sín umfram allt. Ymsar
persónulegar heimildir hafa sann-
fært mig um það. Einnig eftir að
hann neyddist til að hverfa frá þeim
öllum.
Þetta allt er átakanleg harmsaga,
S-m gerðist, getur gerzt og gerist
e- t. v. daglega. Saga þessi er afleið-
mg af gildri orsök. Og orsökin er sú,
að okkar mæti gáfumaður og menn-
ingarviti Eyjafólksins á sínum tíma,
gleymdi að gæta hamingjueplisins
t hendi sér. Hann glopraði því frá
ser. Ohamingjan sótti hann heim.
Þetta skildi Sigfús Árnason nú, at-
vinnu- og umkomulaus vestur í
Ameríku, sá það brátt eftir að ógæf-
an dundi yfir. Nú mátti hann muna
fífil sinn fegri. Nú þráði hann ekk-
ert frekar en að komast heim til
harnanna sinna og styrkja þau og
aðstoða. En allar leiðir voru honum
bannaðar sökum atvinnuleysis og
fjárskorts, sem af honum hlauzt. A
árunum 1908—1910 lætur hann
börnin lítið af sér vita. Það undr-
ast þau. 'Sú þögn kom ekki af
góðu. Hann var peningaíaus af því
að atvinnuleysi og krepputímar þar
vestra hömluðu því, að hann gæ:i
selt íbúðarhús það, sem hann átti í
Winnipeg. Jón bróðir hans, verzl-
unarmaður í Reykjavík, lánaði Leiíi
Sigfússyni námsfé með þeirri von,
að úr rættist fyrir föður hans, svo
að hann gæti staðið við orð sín við
drenginn, þ. e. að styrkja hann til
langskólanáms.
Gísli Engilbertsson, fyrrverandi
verzlunarstjóri við Juliushaab-verzl-
unina, Tangaverzlunina, orti Ijóð
eftir Jónínu húsfreyju á Vestri-Lönd-
um. Ég leyfi mér að birta það hér.
Verziunarstjórinn þekkti vel heim-
ilið á Löndum og gat því „trútt um
talað". Hann þekkti það vel, meðan
allt lék í lyndi fyrir hinum mætu
hjónum. Hann kynntist því líka og
þekkti, eftir að óhamingjan dundi
yfir, harmsagan byrjaði og fékk hinn
dapurlega endi.
Ljóðið veitir einnig athugulum
lesendum nokkra hugmynd um hina
göfugu hugsun höfundarins og ein-
læga trú.
Frú Jónína Brynjólfsdóttir
Fædd 14. ágúst 1856
Dáin 16. nóv. 1906
Eikur fölna, falla lauf og biómin,
forlaganna þola verða dóminn.