Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 216
214
BLIK
á því, að leikendur þyldu hlutverk
sín eins og hverja aðra utanbókar-
lexíu. Það fer ávallt illa, ef fram-
sögnin er ekki góð! Það er ekki nóg
að kunna rulluna, það verður að
tala hana fram með réttum áherzl-
um og í líkingu við tal manna í
milli. Hvíslarinn þarf líka að vera
betur heima í leikritinu, láta ekki
standa á sér, þegar hann þarf að
grípa inn í, ef leikandi missir þráð-
inn. Það er betra að hvísla orðinu til
leikandans, þótt hann kunni vel og
stanzi í tali af einhverjum eðlileg-
um ástæðum, heldur en að þegja
alveg. Orð hvíslarans er alltaf hægt
að nota og hann á engu að fresta til
leiðinlegra þagnaraugnablika. Gefa
leikandanum orðið, þótt hann viti
það fullvel, sem næst á að segja. Það
er mátinn. Hlutverk hvíslarans er
mikilvægt og fyrsta skilyrði og krafa,
sem til hans er gerð, er að hann
fylgist mjög vel með því sem fram
fer og hafi næstu setningu ávallt á
reiðubúnum vörunum.
Brenndir hundar,
revya í þrem þáttum
Þar sem leikrit þetta var leikið hér,
þá þykir mér ekki rétt að sleppa því
alveg, þó að það væri í rauninni
sáralítils virði og alls ekki eins og
revyur eiga að vera. Það hafði fátt til
brunns að bera annað en illkvittnis-
legt nart í náungann, fjarri því að
geta kallast saklaust gaman. Brand-
arar voru fáir í leikriti þessu, en sem
sagt töluvert af illkvittni og smekk-
lausu gríni um ýmsa borgara bæjar-
ins. Sumir hverjir hafa gaman af,
þegar nartað er í náungann, ef þeir
eru sjálfir nægilega litlir til þess að
sleppa við nartið, — verða bitnir
sjálfir.
Jón Jónsson í revyu þessari er
maður með stórlýgilegum fádæmum,
aurasál með afbrigðum og gjörsam-
lega sama um meðulin til þess að ná
fénu, svindlandi á hverjum 25-eyr-
ing, iðandi í skinninu af auragræðgi,
grettandi sig og brettandi og tvístíg-
andi á afkáralegum stellingum með
höggvandi talsmáta. Hann tekur
andköf af æsingi, stillir helzt aldrei
skap sitt, nema hægðin sé sigurvæn-
legri til þess að ná í peninga, hagn-
ast á viðskiptunum. Hann er látinn
þola kjaftshögg jafnvel fyrir tíeyr-
ing og hverskonar hrakyrði og áföll,
ef hagnaðarvonin er annars vegar.
Þetta er, siðgæði, sem út gengur af
andanum, hraksmánarlega lítil sál
í afskræmdum skrokk.
Hvað skyldi svo áhorfendum hafa
fundizt til um þessa kenningu?
Skyldi þeim hafa fundizt sköpuð
hér ný hugmynd um framtaksama
Eyjaskeggja? Það virðist vera til-
gangur höfundar.
Ahorfendur fá einhvern ávæning
af því, að aurasálin Jón Jónsson eigi
að túlka vissan, velmetinn borgara
í bænum. Hið persónulega sjónarmið
mitt á túlkun þessari er sú, að „fyrir-
tækið" sé vægast sagt höfundi til
vanvirðu. Margir fleiri en ég
hneyksluðust á leik þessum, og aldrei
hefi ég verið á leiksýningu, þar sem