Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 166
164
BLIK
um hjálpsemina og hjartagæzkuna,
samúðina og fórnarlundina, þegar
að kreppti fyrir sveitungana og hann
varð hjálpar þurfi.
Næstu tvö árin eftir skipbrotið
mikla á Krossi dvaldist Jónas Þor-
steinsson vinnumaður í Mjóafirði,
en kona hans var vinnukona á ýms-
um bæjum í Norðfirði.
Árið 1885 taka þau hjón saman
aftur og mynda sér heimili á ný, og
þá í Norðfirði. Þar bjuggu þau næstu
3 árin. Þá skildi dauðinn þau að.
Sigríður Magnúsdóttir andaðist 25.
maí 1888 tæpu hálfu ári miður en
46 ára, södd lífdaga. Þá hafði hún
verið bundin Jónasi skáldi Þorsteins-
syni í 6 Vz ár.
Þessa mætu konu og lífsförunaut
syrgði Jónas Þorsteinsson sárt og
lengi. Hann orti eftir hana saknað-
arljóð. Sorgarljóð þetta nefndi hann
Söknud:
Aldrei fyrr svo fannst mér krossinn
þungur,
fjötruð sál og hjartans töpuð ró.
Grátið hef ég gamall bæði og ungur,
gleðin samt í táradjúpi bjó.
Aldrei fyrr svo fann ég lífsins hörku,
friðlaust hjarta berst og þreytir mig.
Það er sem ég einn á eyðimörku
utan vonar reiki villustig.
Aldrei fyrr svo fann ég lífsins kulda,
frost og hita saman blandað þó.
Get ég ekki gátu skilið hulda,
guðlagt ráð sem veikum manni bjó.
Því er lífsins þyrnum stráður vegur?
Því er heimtað tár og sorgar-kvein?
Því er tíminn þrátt svo hættulegur?
Því eru mönnum dæmd hin sáru mein?
Dauðinn hefur höggvið mér svo nærri,
hægri finnst mér burtu sniðin mund.
Hver er þjáning holdsins kvala stærri?
Hjartans svíður blóði drifin und.
Heita ást og heitan vin ég átti.
Helgur friður mér í sálu bjó.
Hann ég sá til moldar hníga mátti,
myrkva þá á lífs míns himin dró.
Aldrei fyrr mér fannst ég einn í heimi,
finn ég hvergi hlýjan kærleiksyl.
Eins og fyrr í uppheims dýrðar geimi
anda mínum styrks ég leita vil.
Næstu árin eftir missi konu sinnar
var Jónas vinnumaður á ýmsum
bæjum eða lausamaður, ýmist í
Norðfirði eða Mjóafirði. Börn han
voru tökubörn en ekki „sveitalimir”
hjá góðu fólki þar í fjörðunum.
Vorið 1890 gerðist Jónas Þor-
steinsson vinnumaður á Kross-Stekk
í Mjóafirði hjá hjónunum Benedikt
Pálssyni og konu hans Svanhildi
Jóhannsdóttur, stjúpdóttur sinni. Hjá
þeim hjónum var þá húskona, sem
hét Kristín Einarsdóttir, ekkja eftir
bóndann Einar Sigurðsson, sem búið
hafði hálfan fjórða tug ára á Kross-
Stekk. Kristín var fædd 1832 og
því 58 ára, þegar hér var komið
sögu.
Veturinn 1890—1891 gerðust
ástarundur mikil á Kross-Stekk. Hin
58 ára gamla húskona og Jónas
skáld og vinnumaður á bænum, þá
37 ára, felldu heita hugi saman
þennan vetur, svo að ástin brann og
gneistaði. Næsta ár tóku þau saman
og hófu búskap. Þá stóð verbúðarhús
milli Kross og Kross-Stekks, er kall-