Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 179
BLIK
177
gjörvi, — þeim að þakka, að íslenzka
þjóðin sökk ekki gjörsamlega í djúp
tímans, svo að lítil sem engin verksu-
merki sæust þess, að hún hefði nokk-
urn tíma verið til.
A ýmsum stundum lét Jónas skáld
hugann reika um liðnar lífsstundir.
Endurminningarnar voru oftast nær
dökkar, sárar, beiskar. Eitt sinn kvað
hann, er hann minntist þrautastunda
sinna:
Ut á lífsins ólgusjó
einatt djarft ég reri,
happadrátt ég hlaut ei þó
heims í nauðaveri.
Hverfist tímans harða röst
heims í nauðaveri,
bátinn hennar bylgjuköst
brutu á ólánsskeri.
Lendi ég við lífsins höfn
loksins brotnum kneri,
hrakinn yfir heljardröfn
heims úr nauðaveri.
Veröldin var skáldinu nauðaver.
Það hefur því miður æðioft verið
mörgum gáfnabræðrum hans á þessu
landi.
En ef til vill átti Jónas skáld Þor-
steinsson það Högna Sigurðssyni í
Vatnsdal hér í Eyjum meira að þakka
en öllum öðrum, að hann náði and-
legri heilsu sinni aftur 1897 og hélt
henni síðan til aldurtilastundar. Þá
tók þes'si gáfaði og skilningsríki Eyja-
sonur skáldið undir væng 'sinn, ef
Svo tnætti orða það, orkaði til bóta
og endurvakti von og trú á Iífið.
Síðan er þessi vísa, sem skáldið orti
°g kvað í léttum tóni:
Á mig sækir ólánsfar,
aldrei sést ég glaður,
Högna bregðast heillaspár,
þótt hann sé góðviljaður.
En reyndin varð einmitt hin
gagnstæða. Með góðviljanum og
mannlundinni, sem glædd var guðs-
loga, megnaði Högni að veita þá
lækningu, sem lyf og aðrir lækna-
dómar megnuðu ekki. Eru þessa ekki
mörg dæmin?
MEIRA LJÓS
Minn ljúfi vinur! Ljóssins dís
mig lúinn gleður títt,
og þrátt í dáum draumi
hún dillar mér svo blítt.
En þegar bregð ég blundi,
mér blæðir hjartans und,
því unaðsmynda himnesk hnoss
er horfin mér um stund.
Það skyggja tíðum skýjatjöld
á skæra unaðssól
og blóm í brjóstum manna,
þá brestur Iíknarskjól.
Á heimsins nauðahjarni
ei hlýnar lífsins rós;
hún á sinn rétt að þróast þó
og þráir yl og ljós.
Þrátt skyggist drottins dýrðarljós
á dögum syndugs manns,
því villugjarnt oss verður
á vegi sannleikans,
og sálir þreytu þjáðar
á þyrnum stráðri braut
til hvíldar leita hælis sér
við hverfileikans skaut.
Æ, mildi faðir! Meira ljós!
Því myrk er þessi öld.
Þinn himinn heiður skíni
á harma vorra fjöld.
12