Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 295
BLIK
293
i
í!
förnum áratugum. Þá varð að kveðja
hér til starfa þá einstaklinga, sem
líklegir voru til að vita deili á sem
allra flestu fólki hér undanfarna
áratugi. Þá var það, 'íem ég leitaði
til bæjarstjórnar kaupstaðarins og
bað 'hana að kjósa 5 manna nefnd,
byggðarsafnsnefnd, til þess að vinna
í sameiningu að viðgangi Byggðar-
safnsins og inna alveg sérstaklega af
hendi skýringarstarfið við mynda-
plöturnar.
Bæjarstjórn brást vel við málaleit-
an þéssari. Sámkomulag fékkst um
það, að bæjarstjórn kysi 3 menn í
nefnd þessa og síðan kysi Vest-
mannaeyingafélagið 2 menn úr sín-
um hópi, þar sem við höfðum auga-
stað á vissum mönnum þar til starf-
ans, — vissum þá bæði fórnfúsa,
áhugasama um 'sögu Eyjanna og
minnuga á margt það fólk, sem hér
hafði dvalizt á undanförnum áratug-
um.
Bæjarstjórn kaus þessa menn:
Guðjón Scheving, Oddgeir Kristjáns-
son og undirritaðan. Vestmannaey-
ingafélagið kaus úr sínum hópi þá
Arna Arnason og Eyjólf Gíslason.
Enn get ég hlegið að fyrirbrigði, sem
kom fram hjá ofstækisfullum and-
'stæðingi mínum í bæjarstjórn, þegar
við þremenningarnir vorum kosnir í
byggðarsafnsnefndina: Hann lagði
það til, að ég yrði ekki kosinn í
byggðarsafnsnefnd þessa, — fram
hjá mér yrði gjörsamlega gengið. Þá
hló mér hugur í brjósti eins og fyrri
daginn, þegar þessir menn „lei'ka
listir sínar" gagnvart mér og mínu
starfi. Sú tillaga fékk ekki byr hjá
meiri hluta bæjarstjórnar.
Og isvo var tekið til óspilltra mál-
anna við að undirbúa skvringarstarf-
ið við ljósmyndirnar.
Byggðarsafnsnefndin réði Hörð
ljósmyndara Sigurgeirsson til þess
að gera myndalappa af vissri tölu af
plötunum hvert ár. Honum var
greitt fyrir það starf með árlegu
framlagi bæjarsjóðs til þessa verks.
Það fékk Ijósmyndarinn óskert hvert
ár. Framlagið nam kr. 5000,00 á ári
árin 1953—56 (alls kr. 20.000,00)
og kr. 15.000,00 á ári árin 1957—
1964 (allt kr. 120.000,00). Þessar
kr. 140.000,00 greiddum við fyrir
myndalappana. A veturna öll þessi
ár sátum við svo þrír, Árni, Eyjólfur
ög undirritaður og kepptumst við að
skýra myndir og ákrifa skýringarnar
við þær. Að sjálfsögðu unnum við
þetta verk að kvéldinu, svo að það
hafði enga truflun í för með sér á
dagleg skyldustörf okkar. Þær mynd-
ir, sem við gátum ekki 'skýrt sjálfir,
hvern vetur, geymdum við til vors
'og 'héldum sýningu á þeim í Gagn-
fræðaskólanum um leið og sú stofn-
un hélt sína árlegu vorsýningu á
handavinnu nemenda, teikningum
o. fl.
Eyjabúar sýndu mikinn áhuga á
myndasýningum byggðarsafnsnefnd-
arinnar og margar og mikilvægar
skýringar fengum við á sýningunum
í Gagnfræðaskólahúsinu. Með öllu
þessu starfi hefur nú byggðafsafns-
nefnd í fórum sínum á að gizka 13
—14 þúsund ljósmyndir skýrðar.
A