Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 57
BLIK
55
inn okkar, ef þátttakan yrði góð og
nægileg. Svo er ég orðinn honum
svo vanur. Og vegna þeirrar karla-
kóraöldu, sem nú fer um landið, vil
ég heldur hlúa að blönduðum kór.
Einhliða kórar skapa of einhliða
scngmennt, finnst mér. Báðir hafa
auðvitað sína kosti. Og báðir eiga
að lifa, blómgast og dafna.
Nú sem stendur eru aðallega tveir
blandaðir kórar í landinu, sem eitt-
hvað ber á, sem sé Heimir í Reykja-
vík og Kantötukór Akureyrar. Og
svo erum við eins og peð á sama
lista, af því að við höfum ekki stað-
ið nógu oft og þétt saman. Hinir
hafa aftur á mót æft, — æft af
kappi, og stefnt að vissu marki og
náð góðum árangri.
Sennilega er ætlan S. I. K. sú, með
því að taka blandaða kóra inn í
Sambandið, að báðar tegundir kór-
anna komi saman — til leika í fram-
tíðinni, — ýmist með fjórðungsmót-
um eða landsmótum. Þannig skilst
mér það hugsað í bréfinu frá for-
manni S. í. K.
Ef við stofnum nú hér á þessum
fundi nýjan kór, þá er m. a. einn
bagalegur galli á mér sjálfum sem
söngstjóra. Gallinn er sá, að heilsan
er aldrei góð, — oft blátt áfram
slæm, þó að ég að vísu liggi sjaldan
rúmfastur. En þrátt fyrir það vil ég
leggja mína krafta fram eftir því
sem þeir frekast leyfa. Hingað til
hefur mest öll fyrirhöfnin við að
halda uppi kórnum legið á mínum
herðum t. d. að útvega hús til æfinga,
kalla ykkur saman o. s. frv. Með
myndun félags ætti fyrirhöfnin að
dreifast á ýmsa félaga samkvæmt
lögunum. Það hafa líka verið mér
þrautir, að þurfa oft að !bíða eftir
söngfólkinu, jafnvel allt að hálftíma,
því að ég mæti alltaf stundvíslega.
Þegar æfingar hafa gengið miður
hjá okkur, hefur það oft leið áhrif á
mig. En gangi þær aftur á móti
sæmilega eða vel, þá geta þær haft
svo góð áhrif á mig, á heilsu mína,
að ég verð sem allt annar maður.
Það er eitur í mínum beinum að
finna áhugaleysi eða hálfvelgju í
starfi hjá einhverjum söngfélaganna
eða flokksmanni.
Eins og þið hafið heyrt á því, sem
ég hefi sagt, þá á markmiðið að vera
meira og hærra en áður, eins og líka
kemur berlega fram í uppkasti því
að lögum, sem hér liggur fyrir, t. d.
að syngja á fjórðungsmótum og
landsmótum, halda samsöngva hér
og ef til vill annars staðar, ef ástæð-
ur þykja til.
Þegar ég í fyrsta skiptið kom í
konunglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn, varð mér starsýnt á 4 orð, sem
stóðu skráð yfir leiksviðinu. Þau
voru þessi: „Ej blot til Lyst", þ. þ.:
Ekki aðeins til skemmtunar.
Mér skildist það svo, að jafnframt
skemmtuninni ætti maður líka að
læra af því, sem fram fer á leiksvið-
inu. Og það er auðvitað bæði gaman
og alvara, sem þar er sýnt og fram
fer. Eins er því háttað með söng-
starfið. Það má gjarnan vera til
skemmtunar og ánægju, en jafnhliða
verður það líka að búa yfir eða veita