Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 141
BLIK
139
M. M. L. Aagaard sýslumaður sett-
ist að í Vestmannaeyjum vorið 1872,
ókvæntur og á lausum kili. Hann
fékk þá inni í Nöjsomhed.
Þegar hann hafði verið sýslumað-
ur í Eyjum í 2 ár, fékk hann slæma
ígerð í hægri hönd. Þorsteinn Jóns-
ron, héraðslæknir, ráðlagði sýslu-
manni að sigla um vorið (1874) og
leita sér fullkominnar lækningar við
handarmeininu. Sýslumaður dvald-
ist í Kaupmannahöfn fram á sum-
arið 1874 undir læknishendi og fékk
bót meinsemdarinnar, en þó með
þeim hætti, að þrír fingurnir beygð-
ust inn í höndina. Hann varð þannig
varanlega bæklaður á henni.
I ágústmánuði ? um sumarið
fór sýslumaður heim til Islands með
póstskipinu Diönu, sem átti að koma
við í Vestmannaeyjum á leið sinni
til Reykjavíkur. Svo fór samt, að
skipið sigldi til Reykjavíkur án þess
að koma við í Eyjum. A útleið skyldi
það þá koma þar við, svo að sýslu-
maður fór aftur með skipinu, taldi
það fljótast fyrir sig til þess að kom-
ast heim til embættis síns. En það
var póstskipið Diana, sem sigldi
rakleitt til Kaupmannahafnar langt
fyrir sunnan Eyjar. Varð því sýslu-
maður af heimkomunni í það sinn.
Rggja stund á málfræði. Hann samdi
>,01dnordisk Ordbog". Eiríkur var styrk-
Þegi Árnasafns frá 1872 og vara-um-
sjonarmaður á „Garði", stúdentaheimili
íslendinga í Kaupmannahöfn, frá 1874
til dauðadags 30. apríl 1899.
Eiríkur Jónsson var einn þekktasti ís-
lendingur í Kaupmannahöfn í sínum
tíma. (Hafnarstúdentar).
En allt á sinn tíma og sínar orsak-
ir. I Kaupmannahöfn bar nú saman
fundum hans og stúlku, sem hann
hafði kynnzt áður en hann var skip-
aður sýslumaður í Vestmannaeyjum.
Þá höfðu þau bæði keypt sér fæði
á sama matsöluhúsinu í Kaupmanna-
höfn, er stúlka þessi stundaði nám
þar til undirbúning námi í kenn-
araskóla Frk. Záhles. Þessi stúlka var
Agnes Mathilde Adelaide Grandje-
an. Þarna felldu þau hugi saman,
meðan sýslumaður beið eftir Islands-
ferð á nýjan leik og þau bundust
hjúskaparheitum.
Þetta ástarlíf sýslumanns hindr-
aði ferð hans til Islands um nokkr-
ar vikur, því að þau afréðu að ganga
í hjónaband, áður en hann færi frá
Kaupmannahöfn. Þau giftust 26.
sept. 1874. Daginn eftir steig sýslu-
maður á skipsfjöl og sigldi frá konu
sinni heim til Islands með póstskip-
inu Díönu.
Enn sigldi skipið fram hjá Vest-
mannaeyjum til Reykjavíkur.
Sýslumaður vildi nú ekki eiga á
hættu að hafna í Kaupmannahöfn
í þriðja sinn þetta ár. Hann fór því
landveginn austur yfir Fjall og hugð-
ist komast til Vestmannaeyja yfir
sundið. Fyrst gisti hann á Eyrarbakka
hjá Guðmundi verzlunarstjóra Thor-
grímsen við Lefolliisverzlun (1847
— 1887) og dvaldist þar um hríð
í góðu yfirlæti. Frá Eyrarbakka fór
hann að Odda á Rangárvöllum. Þar
gisti hann margar nætur við mikla
vinsemd og gestrisni hjá prófastin-
um séra Asmundi Jónssyni, prófasti