Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 232
230
BLIK
þetta rætt af eldmóði, undirbúning-
ur hafinn og förin ákveðin alla leið
norður á land. Leikritið, sem sýna
átti, var „Leynimelur 13".
Til þ;\ss að rita ferðasögu þessa
var kosinn Arni Arnason, sem lék
í þessu leikriti.
Er leikæfingum var nærri lokið
og skammt til farardags, forfallaðist
ein af okkar ágætu leikkonum, frú
Kristín Þórðardóttir, Borg Voru nú
vandræði fyrir dyrum, því að tímans
vegna va.r ekki hægt að æfa aðra upp
í hlutverk hennar. Fararleyfi höfðu
allir leikararnir í lagi, en þeir voru
auðvitað tímabundnir og virtust því
vonbrigðin ein blasa við
Er mest á reyndi, hljón hér undir
bagga frú Auróra HalJdórsdóttir
leikkona í Rvík, er leikið hafði í
Rvík sama hlutverkið og frú Kristín.
Lagt var af stað héðan til Stokks-
eyrar 29. júní með vb. Gísla Tohn-
sen í góðu leiði. Við kvöddum Vest-
mannaeyinga með góðum óskum og
ferföldu húrrahrópi, er við iögðum
frá Básaskersbryggju og fengum við
það vel endurgoldið á sama hátt frá
mannfjöldanum á bryggjunni.
Næsta dag var undirbúin leiksýn-
ing á Selfossi í Bíóhúsinu Þetta er
nýtt og glæsilegt samkomuhús með
ágætu leiksviði og rúmar á fiórða
hundrað manns í sæti.
Laugardaginn 1. júíí var svo leik-
ið kl. 21.00 og tókst það vel. Þetta
er fyrsta leiksýning, sem Leikfélag
Vestmannaeyja hefir haft utan
heimahaga og verður því að reljast
markverður þáttur í starfi félagsins.
Við vorum sízt háreist undir sýn-
ingu þessa, en allir voru sólarsinnis
og ákváðu að gera sitt ýtrasta til að
hún færi sem bezt, því leikför þessi
mundi mikið mótast af því, hvernig
okkar fyrsta tilraun tækist.
Hvert sæti í húsinu var skipað.
Leiknum var mjög vel tekið og
fagnaðarlæti áhorfenda ógleyman-
leg. Hér verður þó enginn dómur
lagður á meðferð hvers leikanda í
hlutverkunum, þó að hinsvegar
mætti þar um margt ágætt segja.
Á þessari sýningu voru mættir
margir leikendur frá Rvík. Kaffi
var drukkið með þeim ettir leikinn
við glaum og gleði.
Næsta dag var nágrenrið skoðað
og farið t. d. að Laugarvatni.
Mánudaginn 3. júlí var haldið
norður. Komum við til Blönduóss
seint um kvöldið og var gist hjá
Ola Isfeld. Allur skarir.n skrapp
heim til læknishjónanna á Blöndu-
ósi, frú Bjargar og Páls Kolka, og
var setið þar í góðu yfirlæti fram yfir
miðnætti.
Arla var risið úr rekkju á þriðju-
dagsmorguninn, því að næsti gisting-
arstaður var Siglufjörður. Komið
var þar undir miðnætti. Leikarar
Siglufjarðar tóku þá á móti okkur.
A Siglufirði lékum við fjögur
kvöld og höfðum tvær sýningar
einn daginn. Aðsókn var mjög góð
og þeim tekið framúrskarandi vel.
Leiksýningar fóru fram í Sjómanna-
heimilina en það er hið vandaðasta
hús. Umgengni er þar öll prýðileg.
Hússtjórn og starfsfólkið vildi allt