Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 218
216
BLIK
yrði um þjóðhátíðina hér. Þótt hún
sé að vísu sumarhátíð, er ég hrædd-
ur um, að Eyjamenn kunni illa við
að fara að breyta um nafn og sleppa
þjóðhátíðarnafninu, sem er hér land-
lægt og réttnefni. Þá finnst mér og
ýmsir gallar á leikritinu, sem Eyja-
menn hljóta að taka eftir, eins og
t. d. ýmis orðatiltæki, sem alls ekki
heyra málvenjum Eyjabúa til. Ég
bendi á orðið „Beitukró." Það hef
ég ekki heyrt fyrr, heldur ávallt
beituskúr og fiskikró eða aðgerðar-
kró, nú aðeins kró. Þetta átti a. m.
k. við, meðan útgerðin var í það
smáum stíl, að ekki var farið að
kalla krærnar aðgerðarhús eins og
tíðkast hefir hin síðari árin. Þá mun
og orðalag formanns, þegar hann
er látinn vera að kaíla háseta sína til
róðra, vera ókennt hér í bænum.
Þótt þetta sé ekkert athugavert í
augum ókunnugra, þá kunna Eyja-
menn því mjög illa, að orð og at-
hafnir, sem hér eru landlægar frá
fyrstu tíð, sé farið með á þann hátt,
að menn kannist ekki við það í
leiknum og hendi gaman að. Þetta er
auðvelt að laga og finnst mér per-
sónulega, að Loftur ætti að breyta
þessu og öðru, sem beinlínis er ó-
þekkt í atvinnuháttum Eyjabúa en
kemur fram í leikritinu sem afkára-
legir annmarkar. Um frammistöðu
annarra leikenda vil ég ekki dæma,
en mér fannst þeir fara yfirleitt vel
með hlutverk sín t. d. Marinó með
Sighvat og Valdimar með Högna. Þá
gerði og Sigríður Þorgilsdóttir Höllu
ágæt skil. Mætti segja, að hún hefði
til brunns að bera ýmsa þá kosti, sem
leikendur þarf að prýða.
Árið 1942 var leikið leikritið
„Hnefaleikarinn" eftir Arnold og
Back, á vegum Kvenfélagsins Líkn-
ar í Samkomuhúsinu við ágæta að-
sókn. Það var snemma ársins og voru
sömu leikarar að starfi og verið
höfðu í leikritinu 1938. Ágóðanum
af sýningunni var varið til styrktar
vinnuhæli S. í. B. S. Var öll með-
ferð leikritsins ágæt og samkvæmt
samtíma heimildum betri hjá mörg-
um en áður hafði verið. Georg Gísla-
son annaðist leikstjórn og fór að
venju með aðalhlutverkið þ. e. F.
Beitenback. (Samkv. bókum Líknar).
í Október 1942
Telja verður það til athyglisverðrar
breytingar í starfi L. V. er það í
fyrsta sinni fékk leikstjóra frá
Reykjavík haustið 1942. Að vísu
var Bjarni Björnsson leikari og
gamanvísnasöngvari hér sem leik-
stjóri á árunum 1913 til 16, er hann
var búsettur hér í Eyjum og leið-
beindi og stjórnaði þá nokkrum leik-
ritum L. V. t. d. Týnda bögglinum,
Heimilinu, Villidýrinu o. fl., en
haustið 1942 kemur hingað Harald-
ur Á. Sigurðsson gagngert til þess að
leiðbeina og stjórna uppfærslu á
leikritinu „Þorlákur þreytti." Einnig
ætlaði hann að fara með aðalhlut-
verk þess, sem sé Þorláks þreytta, og
var það einnig mikil nýbreytni.
Þessi ráðstöfun L. V. að fá Harald