Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 228
226
BLIK
Útdráttur úr blaðaummælum um
leikritið: Hvert einasta sæti var
skipað í Samkomuhúsi Vestmanna-
eyja 22. okt. 1943, þegat Leikfélag
Vestmannaeyja frumsýndi Leikritið
eða Revýuna, Leynimelur 13 eftir
Þrídrang í Reykjavík. Það er sann-
kallaður gleðileikur, sem öllum get-
ur komið til að hlæja og það hjart-
anlega. Persónur eru margar og
allar bráðsnjallar, séu þeim gerð góð
skil frá leikaranna hendi eins og
raun var hér á.
Sigurður Scheving leikur þarna
K. K. Madsen, gjörsamlega tauga-
bilaðan af völdum tengdamóður
sinnar. Hann er þannig gerður mað-
ur, að hann vill hafa stað fyrir allt
og allt á sínum stað þar með talda
tengdamóður sína. Og þegar honum
loks er að takast það með brögðum
og brellum, mislukkast alltsaman,
þegar Sveini Jóni Jónssyni skóara
er demmt inn í húseign hans.
Dóru konu K. K. Madsen leikur
frú Sigríður Þorgilsdóttir, og gerir
hún hlutverki sínu góð skil og full-
komlega frambærileg á móti snjöll-
um leik Sigurðar Schevings. Nikó-
lína Jónsdóttir leikur Jakóbínu
Tryggvadóttur, tengdamóður K. K.
Madsen. Hún er þannig í höndum
frú Nikólínu, að ósjálfrátt fer mað-
ur að svipast um eftir ..móðurlaus-
um möguleika" til þess að slá sér
upp með. Þá þarfnast ckki frekar
vitnanna við um frammistöðu frúar-
innar í hlutvetkinu.
Guðmundur skósmiður Jónsson,
leikur doktor Glas, tryggðatröllið,
sem er stoð og stytta K. K. Madsen í
þrengingum hans. Guðmundi tekst
vel að cýna hinn rólynda en þó ó-
ákveðna heimilislækni. Hinsvegar
hefði hann gjarna mátt fara greini-
legar með latnesku hendingarnar,
en það kemur með þjálfuninni.
Maður talar nú ekki latínu svona
alveg upp úr þurru!
Svein Jón skóara og Guddu fylgi-
konu hans leika þau Valdimar Ast-
geirsson og Kristín Þórðardóttir,
Borg. E>au hlutverk eru í góðum
höndum og fara bæði sérlega vel
með þau. Sveinn Jón er hetja annars
og þriðja þáttar, aðalmaðurinn,
samvizkulaus eða dálítill raftur,
hræsnari og bragðarefur en um leið
hússtýran og yfirdrottnari Guddu
sinnar. Tekst Valdimar að láta alla
þessa eiginleika vel í ljós með með-
fæddri glettni og kátínu.
Kristín sýnir mjög vel hina kúg-
uðu en þolinmóðu fylgikonu skó-
arans.
Dísa litla er þerna hjá K. K. Mad-
sen og fer ungfr. Rakel Sigurðar-
dóttir vel með hlutverkið, en mætti
þó tala skýrar.
Osk er leikin af Steinu Finnsdótt-
ur. Hún á reyndar lítið annað að
gera en láta horfa á sig og vera
unga, glaða og fallega stúlkan í hús-
inu.
Magnhildur miðill er leikin af
frú Jónheiði Scheving. Þetta er tölu-
vert hlutverk og tekst henni að sýna
látbragð og framkomu hins for-
skrúfaða miðils. Þá er það Hr.
Hekkenfellt, leikinn af Stefáni