Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 177
BLIK
Í75
meira vatn með því. Síðast tók hún
hálfan dropa úr glasi C. — Hvernig
ferðu að mæla hann? spurði fóstra
mín. — Jú, ráð voru til þess. Konan
lét dropa leka af oddi á mjóum
bandprjóni í fullan bolla af vatni.
Þannig fékk hún hálfan venjulegan
dropa, ályktaði hún. Þá dró ég strák-
urinn þá ályktun, að C-lyfið væri
langsamlega sterkast. Mikil undur
voru allir þessir læknadómar! — Og
fjörið endurvakið!
Og konan hélt áfram: Héraðs-
læknirinn hann Pétur Thoroddsen
var hreinræktaður fáviti í lækna-
vísindum við hliðina á Jónasi hómó-
pata, fullyrti konan. Þá þótti mér
nóg um, því að ég hafði einu sinni
fengið tinnuflís á sjáaldrið. Fóstri
minn fór strax með mig til Thorodd-
sens og hann náði flísinni. Það þótti
heimilisvinunum undur og ganga
kraftaverki næst, með því að sjón
mín var jafngóð eftir. Enn heyri ég
fyrir eyrum mér hvininn, þegar flís-
in þeyttist úr „hreiðri sínu" á sjá-
aldrinu undan hinum ofurmjóa stíl
læknisins. — Nei, þetta gat ekki átt
ser stað: ólærður hómópati annar
eins læknir, — já, meiri en hann
Pétur. Þvættingur!
— Betri er belgur hjá en barn,
stendur þar.
Og aldurinn og lífið færði mér
meira vit, dálítið meiri skilning og
uokkra þekkingu. Þá veittist mér
h'ka meiri skilningur á allri mælgi
öldruðu konunnar, sem taldi Jónas
Þorsteinsson hafa bjargað hjóna-
bandi sínu með undralyfjum sínum.
Og þá hafði líka lífsreynslan fært
mér heim sannin um það, að trúin
flytur fjöll. Hamingjan hjálpi þeim
læknum, sem ekki bera gæfu til að
skapa fólkinu „trúna"!
Nú, en þetta var útúrdúr hjá mér.
Með Jóhönnu Jóhannsdóttur bjó
Jónas Þorsteinsson í 8 ár. Þau eign-
uðust saman tvær dætur, sem mér er
tjáð, að séu hinar mestu myndarkon-
ur. Onnur — Ljósunn — er búsett
í Reykjavík. Hún fæddist 19. apríl
1915. Þegar hún fæddist, gladdist
hinn barngóði faðir innilega. Aður
hafði hann dreymt guðlegt Ijós fyrir
sér og setti það í samband við fæð-
ingu barnsins. Þegar stúlkan var
fædd, orti faðirinn þessar stökur:
Ljóssins sælu leita glaðir
ljóssins vinir jörðu á.
Ljósunn styrki ljóssins faðir
ljóssins fögru braut að ná. —
Ljósunn skyldi barnið heita. Og
aftur kvað faðirinn:
Gæfu minni geld ég hrós
og gleðitárin felli.
Drottinn gaf mér lítið ljós
að lýsa minni elli.
Guð minn þetta glæddu ljós,
gjöfuna kæru þína,
að það megi öðlast hrós
og eilíflega skína.
Yngri dóttirin fæddist 6. sept.
1919. Hún heitir Valgerður og mun
vera búsett í Norðfirði. Hjónin Olaf-
ur Þórðarson og Helga Gísladóttir
tóku þetta stúlkubarn í fóstur, þá