Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 55
BLIK
53
En sá er gallinn á, að ég er því lítt
vaxinn, hefi aldrei tamið mér ræðu-
flutning. Þess vegna verðið þið að
taka viljann fyrir verkið.
Hér hefi ég skrifað hjá mér það
helzta, sem mér finnst ég þurfa að
segja ykkur.
Það 'stóð til í hau'st að kalla ykk-
ur saman á fund, en þá reyndist hús-
næði hér til funda, og þó sérstaklega
æfinga, hvergi fáanlegt vegna niður-
rifs gamla Goodtemplarahússins.
Þetta hús, K.F.U.M. og K. var þess
vegna alltaf upptekið.
Eitt hið helzta skilyrði þess, að
söngfélag geti starfað, er það, að
það hafi ákveðið húsnæði til afnota,
hentugt húsnæði, og þurfi því ekki
að hrökklast stað úr stað.
Þá skal fyrst á það minnzt, að ég
hefi stöku sinnum verið að kalla
ykkur til söngæfinga á undanförn-
um árum. Tilefni hafa venjulega
verið hátíðahöldin 17. júní, 19. júní
og 1. desember, að ógleymdri Þjóð-
hátíð Vestmannaeyinga ár hvert.
Æfingar höfum við þá haft 5 —10
sinnum fyrir hver hátíðahöld. Svo
höfum við hætt, lagt starfið á hill-
una eftir hvert tilefnið, þegar við
höfum náð lítilsháttar votti af sam-
æfingu og samhreim í sönginn. Starf-
ið hefur sem sé til þessa verið reglu-
laust, því að söngflokknum hefur
aldrei verið sett lög eða starfsregl-
ur, enda aldrei haft neitt ákveðið
markmið annað en það að fylla upp
1 skemmtiskrár fyrir aðra, — unnið
fyrir aðra.
Nú hafa komið fram raddir frá
ýmsum ykkar að starfa meir og betur
en áður. Sérstaklega létu þessar
raddir til sín heyra eftir þjóðhátíð-
ina í fyrra sumar.. Þess vegna skrif-
aði ég Salomoni Heiðar, formanni
Sambands íslenzkra karlakóra, á s. 1.
hausti og spurðist fyrir um það, hvort
blandaðir kórar væru teknir inn í
sám'bandið.
Vissulega hefur það kostnað í för
með sér að vera í Kórásambandinu,
en ég álít, að ekki sé horfandi í þann
kostnað, því að ég efast ekki um, að
það mundi marg-borga sig. Þess
vegna tel ég sjálfsagt, ef kostur er á
því, að kórinn okkar sé í þeim sam-
tökum.
Það fyrsta, sem vakir fyrir mér, er
að fá okkur söngkennara, — kenn-
ara til að þjálfa raddirnar. Það er
einkum það atriði málsins, sem hefur
verið mesta hjálp Karlakórsins hér.
S. H. segir það undravert, hversu
mikið kennaranum Sigurði Birkis
hafi orðið ágengt í þéssum efnum
úti um land. Söngfólkið lærir að
beita röddinni rétt, lagfæra, auka
og fegra o. s. frv. Hver og einn, sem
eitthvað ber úr býtum við kennslu
þessa, fær aukið sjálfstraust, meira
álit á sjálfum sér og þorir fremur
að koma fram. Fyrir söngstjórann
getur þetta orðið ómetanleg hjálp,
náist góður árangur.
En til þess að allt þetta megi tak-
ast, þarf að mynda félagsskap á
venjulegum grundvelli með lögum,
— góðum lögum. Að því búnu
þarf að sækja um inngöngu í S. I. K.
Svo þarf að fá kennarann á hentug-