Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 143
BLIK
141
öllum sviðum blasti hvarvetna við
auga og einangrunin lokaði flestum
leiðum.
En svo tóku áhrif hinnar miklu
breytingar að gera vart við sig. Ein-
manaleikinn og innilokunarkenndin
gagntók sálarlífið. Frúin fór einför-
um. Langar stundir úr deginum, er
maður hennar var í embættisönnum,
sat hún austur á klöppum austan við
Skansinn, þar sem báran blíða í sól
og kyrrð gjálfraði við klapparsnös.
Frúnni fannst hún færa sér kveðjur
frá fjarlægum sundum. Stundum sat
frúin vestur á Eiði og hafði þá gjarn-
an hana M.aríu litlu Bjarnasen hjá
sér. Stúlkan litla undi sér við að
kasta steinum út í sjóinn, meðan
frúin hugleiddi tilveruna og þessi
sérkennilegu örlög sín. Og svo varð
hún tvisvar fegin eins og jafnan sá,
sem á steininn setzt. Á heimleiðinni
flaug henni í hug, hvort hún ætti það
ekki eftir, að gefast upp, hverfa
heim frá maka sínum. Nei, aldrei
skyldi hún hverfa heim frá Maríusi
sínum, sem hún unni hugástum, —
heldur þola og þrauka.
Hinn 20. júní 1876 fæddi frú
Agnes Aagaard fyrsta barn sitt. Það
var sveinbarn. Séra Brynjólfur Jóns-
son skírði brátt drenginn. Hann
skyldi bera þrjú nöfn eins og faðir-
inn og var skírður Christen Anton
Sophus.
Leiðindin hurfu um sinn, því að
barnið tók allan hug móðurinnar
°g fullnægði að einhverju eða mestu
leyti heimþrá, — fyllti tóm sálar-
lífsins.
Næsta ár flutti til sýslumanns-
hjónanna dönsk stúlka að nafni
Signe Schumacher. Hún kom frá
Danmörku, var 17 ára að aldri
(fædd 1860), iífsglöð og lífgandi.
Hún heillaðist af sýslumannsfrúnni
og þær hvor af annarri, svo að heill
og ánægja þróuðust með þeim, og
frú Aagaard gleymdi umhverfinu
og einangruninni.
Signe Schumacher var vinnukona
hjá sýslumannshjónunum fram undir
1890. Þá hvarf hún til Reykjavíkur
og fékk sér atvinnu þar. Eftir að
sýslumannshjónin fluttu til Dan-
merkur (1891), hvarf Signe Schu-
macher líka heim til ættlands síns
og stofnaði til verzlunarreksturs í
Herning. Seinna varð hún meðeig-
andi í verzlun frænku sinnar. Hún
stundaði þannig verzlunarstörf meg-
inhluta ævi sinnar. Hún lézt 1933,
— vönduð kona til orðs og æðis, lífs-
glöð og góð, segja þeir, sem bezt
þekktu hana.
Stuttu eftir fæðingu fyrsta barns
síns, Sophusar, fluttust sýslumanns-
hjónin að Uppsölum „vestur í heið-
inni, suðvestur af Nýjatúni”, eins og
stendur í merkum heimildum. Upp-
salir voru timburhús, sem Gísli verzl-
unarstjóri Bjarnasen hafði byggt og
leigði nú sýslumannhjónunum. Það
var lélegt hús, byggt af miklum van-
efnum. Á aðalhæð voru tvær stofur
og eldhús ásamt gangi. Uppi voru
þrjú herbergi. Uppsölum fylgdi úti-
hús. — I Uppsölum brakaði og
hrikkti í austan stórviðrum, — hús-
ið skalf og nötraði, svo að sýslu-