Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 288
28Ó
BLIK
ur, vildu flestir þeirra manna, sem í
Sandi voru, fara heimleiðis, svo að
þeir, sem á skipinu voru, biðu ekki
lengur. En Magnús vildi bíða enn
um stund.
Sagði hann, að ef til vill yrði lát á
með flóðinu, en mjög skammt var
til flóðs. Hinir réðu þó, og héldu
flestir burt úr Sandinum. Magnús og
Helgi hinkruðu við.
Þegar Landeyingar voru horfnir
upp fyrir kampinn, sá Magnús, að
hlið gerði í brimgarðinn, og gaf
hann bátsverjum merki um að vera
tilbúnir. Lagðist hann síðan í Sand-
inn, þar sem hann vildi, að þeir
reyndu lendingu.
Hélt Hannes nú skipinu inn yfir
yztu brotin og gekk vel. Utan við
innsta rifið beið hann lags um stund.
Svo var skammt milli brotanna, að
við lá, að ytra brotið skylli á skutn-
um, en innra brotið féll um stafn-
inn. Urðu þeir því að halda skipinu
nálega á sama blettinum.
Eftir nokkra stund gaf Magnús
Hannesi merki um að taka land-
róðurinn. Hlýddi hann því, og var
róið af miklu kappi. Heppnaðist
lendingin með ágætum. Skipshöfnin
byrjaði þegar að bera skipið til og
búa það undir ýtinguna. Attu þeir
ólagt árar í keipa, þegar Magnús
kallaði, að nú væri lagið út. Hannes
sagði, að þeir væru ekki búnir enn
og hreyfðu sig ekki fyrr en allt væri
í lagi.
Innan stundar kallaði Magnús, að
lag væri til útróðurs. Var þá ýtt
samstundis og heppnaðist Vest-
mannaeyingum vel að komast á flot.
Gátu þeir tekið útróðurinn í einni
lotu, út fyrir öll brot. Mátti ekki
naumara standa. Strax og þeir voru
komnir á rúmsjó, komu ólögin hvert
af öðru, og varð ekkert hlé úr því,
þar til myrkur skall á.
Hafði lendingin og útróðurinn
ekki tekið meira en fimmtán mínút-
ur, og var þetta eini tíminn, sem
fært var þann dag og næstu daga.
Hannes og þeir félagar héldu síðan
til Eyja með póstinn tví- eða þrí-
gildan og Helga verzlunarstjóra.
Hafði ferðin tekizt hamingjusam-
lega."
Af því sem hér hefur verið frá
sagt er Ijóst, að á ýmsu hefur oltið
um póst Vestmannaeyinga. Skal nú
að lokum drepið á einn þáttinn enn:
flöskupóstinn. Þá er hafátt var á,
létu menn bréf í flösku og oft
tóbaksspöng með handa væntanleg-
um finnanda fyrir það að koma bréf-
inu til skila. Þá var flöskunni lokað
vandlega og henni kastað út af
Eiðinu. Stundum voru þessi bréf
ótrúlega stuttan tíma á leiðinni til
lands og dæmi þess, að bréf var kom-
ið í hendur hins rétta viðtakanda
eftir 12 kíukkustundir.
A sundinu milli lands og Eyja
skiptast straumar með sjávarföllum.
Við útfall liggja straumar austur
með landinu, en um aðfall vestur
um. Reyndist Eyjamönnum bezt að
varpa flöskum í sjóinn með aðfalli.
Heimildir eru um, að flöskubréf
voru send frá Eyjum í byrjun 19-
aldar, en líklegt er, að menn hafi