Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 29
BLIK
27
Var það mikill skaði kórnum að
missa hann, svo nýtur söngfélagi
sem hann var, og vel að sér í söng,
eftir því sem þá gerðisr. Hann hafði
verið gjaldkeri Söngfélagsins frá
upphafi og önnur hönd söngstjórans.
Þegar hann hvarf burt úr sýslunni,
gerðist Þórarinn Gíslason, sonur
Gísla verzlunarstjóra Engilbertsson-
ar, gjaldkeri Söngfélagsins og var
það síðan, þar til það lagðist niður.
Haustið 1897 er þess getið, að
raddæfingar séu hafðar tvisvar í
viku hverri eða á þriðjudags- og
föstudagskvöldum, og svo samæf-
ingar á sunnudögum. Þannig mun
þetta hafa verið hvert haust, meðan
Söngfélagið var og hét. Að minnsta
kosti er fullkomin vissa fyrir því, að
á tímabilinu frá 3. okt. 1897 til
marzloka 1898 hélt söngstjórinn
uppi reglubundnum radd- og söng-
æfingum, svo að aldrei skeikaði. En
þá hófust vertíðarannir. Með þeim
var allt söngstarfið lagt til hliðar
ftam á haust. Á þessu nefnda tíma-
bili hélt Söngfélagið 3 samsöngva
fyrir almenning, þ. e. 9. og 17. des.
1897 og 7. marz 1898. En 14. jan.
11898) hélt félagið söngskemmtun
fyrir börn sérstaklega og fátækasta
fólkið í Eyjum, og þá endurgjalds-
laust eins og áður. Ef til vill ber
fátt ljósara vitni um hug og hjarta
söngstjórans og félaga hans en ein-
m>tt þessar söngskemmtanir fyrir
börnin og fátæklingana, sem þá
voru býsna margir í Vestmannaeyj-
um.
A almennum samsöngvum fé-
lagsins spilaði söngstjórinn jafnan
á fiðlu undir söngnum, þegar svo
bar undir og ekki þurfti að stjórna
söngnum sérstaklega. Ekki vissi
fólkið, hvar hann hafði numið fiðlu-
spil. Allt sem laut að söng og hljóm-
list var Sigfúsi Árnasyni sem með-
fætt.
Samkvæmt 9. gr. söngfélagslag-
anna var fjarvistarsektum beitt og
10 aura krafizt af hverjum söngfé-
laga, sem ekki mætti stundvíslega
til æfinga eða gerði viðunandi grein
fyrir fjarvist sinni. Nægilega stund-
vís var hver talinn vera, ef hann
mætti á fyrsta hálftímanum eftir að
söngæfing skyldi hefjast samkvæmt
tímatöflu.
í desember 1898 hélt Söngfélagið
tvívegis samsöng fyrir almenning,
þann 9. og 12. desember.
í jan. 1899 (3. og 19-) hélt það
samsöng fyrir börn og fátæklinga í
sveitarfélaginu. Síðan var haldið
fram með reglubundnar söngæfing-
ar til 15. febr., en þá hófust vertíð-
arannir.
Haustið 1899 voru söngfélagarnir
24 að tölu. I desember þ. á. hélt fé-
lagið tvívegis samsöng fyrir almenn-
ing.
Þann 4. febr. árið 1900 auglýsti
Söngfélagið samsöng fyrir almenn-
ing í Landakirkju. Skyldi ágóðinn af
samsöng þessum renna í „Ekkna-
sjóð hrapaðra og drukknaðra í Vest-
mannaeyjum." Af samsöng þessum
varð ekkert sÖkum of lítillar þátt-
töku almennings. Helzt leit svo út
sem almenningur vildi mótmæla því