Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 19
BLIK
17
til orgelkaupanna, þar sem Landa-
kirkja með öllu og öllu var eign
landssjóðs. Aldrei mun prestur hafa
fengið framlag þetta. En vorið eft-
ir (1878) kom eitt af verzlunar-
skipum Brydeverzlunar til Eyja
„færandi hendi”. Það flutti með sér
gjöf til Landakirkju. Það var býsna
laglegt orgel, sem J. P. T. Bryde,
einokunarkaupmaðurinn danski í
Eyjum (1879—1910) sendi kirkj-
unni að gjöf.
Þegar hér er komið þessum mál-
um, var enginn í Eyjum, sem kunni
að leika á orgelið. Þá var að velja
ungan mann til þess að læra á það,
og ráða hann síðan organista við
Landakirkju. — Séra Brynjólfi Jóns-
syni var það brátt Ijóst, að eng-
inn ungur maður í Eyjum var ákjós-
anlegri til þessa náms og starfs en
Sigfús Arnason, einn af meðhjálp-
arasonunum á Vilborgarstöðum,
sökum meðfæddra hæfileika, prúð-
mennsku og mennilegrar framkonui
og þokka, sém hæfði 'bezt slíkri þjón-
ustu í þágu kirkjunnar og kristilegra
athafna.
Haustið 1878 mun Sigfús hafa
hafið hljómlistarnámið í Reykjavík.
En ekki komizt svo langt á þeirri
braut, að hann þá þegar treysti sér
01 þess að spila í Landakirkju. Þetta
haust mun Sigfús hafa keypt sér
stórt og vandað orgel, sem hann kom
uteð heim til Eyja fyrir jólin þ. á.
bá gat hann æft og þjálfað sig heima
í listinni.
Loks vorið 1879 afréð Sigfús
Arnason að láta til skarar skríða og
hefja orgelspilið í kirkjunni. Á
hvítasunnudag það ár lék hann í
fyrsta sinn á orgelið undir sálma-
söngnum. Hafði hann þá æft nokk-
urn söngflokk, sem söng við guðs-
þjónustu þann dag og þótti takast
vel og giftusamlega. Safnaðarfólkið
dáði þá þegar þetta starf og þessa
nýung og lauk miklu lofsorði á þetta
framtak hins vinsæla prests og sálu-
sorgara og svo organistann sinn, sem
þá var á 23. aldursárinu.
Orgel þetta, sem nú er geymt í
Byggðarsafni Vestmannaeyja, var
notað í Landakirkju fram á árið
1896. Þá þótti það ekki lengur full-
nægja þeim kröfum, sem gerðar
voru þá um kirkjuorgel. Leigðu þá
ráðandi menn kirkjunnar orgel org-
anistans.
Síðan var orgelið hans notað í
kirkjunni til ársins 1904 að Sigfús
Árnason sagði af sér organleikara-
starfinu. Þá höfðu verið fest kaup á
nýju orgeli handa kirkjunni með
ráði organistans. Það reyndist síðar
gallað, og tjáir Brynjólfur sonur
hans föður sínum það í bréfi, eftir
að hann tók við organistastarfinu.
Kaupa þurfti nýtt orgel eftir stuttan
tíma.
Kirkjusjóður greiddi Sigfúsi org-
anista 20 krónur árlega leigu fyrir
orgellánið frá 1896—1904. Það var
einasta greiðslan, sem organistinn
fékk þau 25 ár, sem hann hafði
starfið á hendi í Landakirkju. Annað
verður naumast ályktað, en að allt
þetta geysimikla starf organistans
hafi þótt sjálfsagt fórnarstarf í þágu
2