Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 181
BLIK
179
Himinblámans heilög dýrð
hvergi verður orðum skýrð,
morgunroða rósaböndum dregin
Engill drottins unaðsblítt
andar mér á kinnum;
vestanáttar blær, sem blítt
barna máli hjálpar títt;
hann mitt signir höfuð þúsund sinnum.
Hverfileikans endar önd —
annar lýsir dagur.
Dýrðar himins dregst um tjöld,
dauðans fyrir handan kvöld,
sælu lífsins sólarroði fagur.
HERHVÖT
Sungið á bindindisfundi í Norðfirði
1890.
Bakkus, þú ert böli valdur,
brenni’ á þér vor tár!
Vorri þjóð um allan aldur
eitruð bjóstu sár.
Ránum fé af rekkum tættir,
ristir þeim svo níð;
saklaust brjóst þú sárast grættir, —
svei þér fyrr og síð.
Æðstu landsins óskamegi,
öll sem harmar þjóð,
hraktir þú á láð og legi,
laptir þeirra blóð.
Jónas, Kristján, — firnum fleiri, —
felldir þú í val.
Hitnar því vor hjartadreyri;
hefna þeirra skal.
Mæddri tíðum móður tókstu
málung hinzta frá;
hennar með því harma jókstu
hungruð börn að sjá.
Þó er verst af þessum málum:
Þú hvern rýfur eið,
tryggðir slítur, týnir sálum,
tapar dyggðaleið.
Heyrið tímans heróp gellur
hátt í hverjum tind;
þyngri engin þruma svellur
þrúðgri himinlind.
Finnið ekki ferðamóðinn
færast hjörtun í?
Hefði forna hetjuþjóðin
hræðst við slíkan gný?
Stígum vér á stokka, bræður,
strengjum þannig heit:
„Brátt skal rekinn Bakkus skæður
brott úr frónskri sveit."
Móðurlandsins freyjan fríða,
fylgdu máli því.
Það er allt eins þrek og blíða
þínu brjósti í.
TIL
MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR
Garpur skarpur gígjuslög
gjörir í bezta lagi.
Ólu þennan óskamög
Isafold og Bragi.
Slíkan finna má ei mann,
menn þó leita vildu.
Eðalborinn öðling þann
allir heiðra skyldu.
Allt er mærings óðarspjall
unaðsfágað ljóma,
andans líf og ómur snjall
uppheims dýrðar hljóma.
Skáldið góða Garðarsströnd
getur frægð og sóma,
er þess líta önnur lönd
andans helgidóma.
ÍSLAND
Þú falda skautar fríð og há,
hin fjallaprúða eyjadrottning,
Þér færðu goðin fórn með lotning
og guðastólum gengu frá.
Með góðri Freyju gyllti dali;
þig gæddi Óðinn kappavali;
þér lagði Bragi hörpu í hönd,
er hetjur sáu þína strönd.