Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 134
132
BLIK
öskapleg, eftir að einokunarverzlun-
in hafði mergsogið Eyjabændur og
búaliða um tveggja alda skeið. Húsa-
kynni Eyjafólks voru fádæma léleg
og sóðaskapur og önhur ómenning
á háu stigi. Fáfræði og þekkingar-
leysi álmennt ríkjandi á flestum
sviðum, svo að orð fóru af séra Jóni
AuStmann til sárrar gremju. Ofan á
allt þetta var svo ginklofasjúkdótn-
urinn (Trismus neonatorum) iand-
lægur eins og víðar á landi hér, þó
skæðastur í Eyjum. Svo háfði það
verið um langt árabil. Um það bil
7 börn af hverjum 10, sem fæddust
í Eyjum þá, veiktust af ginklofa
(krampa) á fyrstu 5 —12 dögum
ævinnar og létust öll.
Yfir byggðarlaginu grúfði þessi
skelfilegi skuggi.
Mörg bréf fóru milli íslenzkra
yfirvalda og annarra málsmetandi
manna á Islandi annars vegar og
dönsku stjórnarvald'hafanna hins-
vegar varðandi umsókn Solveigar
Pálsdóttur heimasætu á Kirkjubæ í
Eyjum um námsvist á Fæðingar-
stofnuninni í Kaupmannahöfn. Sum-
ar mótbárur dönsku valdhafanna
gegn námsvist Solveigar Pálsdóttur
þóttu ærið fáránlegar og öfgakennd-
ar, eins og t. d. sú, að heimasætan
hefði ekki alið barn sjálf eða verið
við karlmann kennd. Engin stúlka
gat öðlazt leyfi til náms í þessari
dönsku fæðingatstofnun, nema hún
hefði fyrst alið barn, — sjálf fætt af
sér barn.
Loks létu þó valdhafarnir við
Eyrarsund undan síga í máli þessu og
hétu Solveigu Pálsdóttur námsvist-
inni. Það gerðu þeir með kanselli-
bréfi dagsettu 9. des. 1841. Mikil
l'íkindi eru til þess, að orð hins
dansika læknii, dr. Haalands, hafi hér
riðið baggamuninn málstað Solveig-
ar tii sigurs. M. a. hélt læknirinn því
fram í bréfum til dönsku valdhaf-
anna, að fyrsta skilyrði til þess að
uppræta „barnamorðingjann mikla",
ginklofann, væri það að fá til Eyja
lærða ljósmóður til þéss að annast
sængufkonurnar. Allar skyldu þær
jafríframt fæða börn sín í sérstakri
stöfnun, — fæðingarstofnun, — þar
sem lærð Ijósmóðir og héraðslækn-
irinn gætu annast mæðurnar og
börnin að öllu leyti fyrstu vikurnar
eftir fæðinguna.
Sumarið 1842 sigldi síðan Sol-
veig Pálsdóttir til Kaupmannahafnar
og stundaði nám í fæðingarstofnun
borgarinnar eitt ár.
Árið eftir (1843) kom hún heún
aftur til Eyja og gerðist þá IjóSmóðir
þar. Þá var hún tæpra 22 ára.
Solveig Pálsdóttir var ein hin allra
fyrsta ljósmóðir hérlendis, er numið
hafði ljósmóðutfræði utanlands.
Þegar nú hinn danski héraðslækn-
ir hafði náð því marki að fá ráðna
lærða Ijósmóður við hlið sér, herti
hann sóknina á vald'hafana um að fá
stofnaða í Eyjum sérstaka fæðingar-
sföfnun.
Dönsku stjórnarvöldin fóru sér
að öllu hægt um það mál, og ný-
fæddu börnin í Eyjum héldu áfram
að deyja drottni sínum.
Loks eftir nær 4 ára umhugsimar-