Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 22
20
BLIK
árum eða 50 krónur á ári. En vetrar-
vertíðin 1886 gaf Sigfúsi Arnasyni
mikið í aðra hönd, og svo hlutu þau
hjón dálítinn arf eftir séra Brynjólf,
föður Jónínu húsfreyju, svo að þau
greiddu eftirstöðvar kaupverðsins í
apríllokin þá um vorið (1886).
Þegar á fyrsta búskapar- og hjú-
skaparári sínu á Vestri-Löndum
héldu hjónin Sigfús og Jónína þrjú
hjú, vinnumann og tvær vinnukon-
ur.
Arið eftir giftinguna fæddist ungu
hjónunum fyrsta barnið. Það var
einkarefnilegt stúlkubarn, sem var
skírt Ragnheiður Stefanía. Allt lék
í lyndi fyrir þeim og hamingjan
brosti við þeim.
Þessi mætu hjón bjuggu á Vestri-
Löndum athafnasömu lífi. Þau ráku
útgerð, ræktuðu land og gerðu að
túni og höfðu nokkurn kvikfénað.
Sjálfur var Sigfús Arnason formað-
ur framan af athafnaárunum.
Árið 1891, 8. marz, undirritaði
Aagaard sýslumaður þeim hjónum
til handa byggingarbréf fyrir jörð-
inni Eystri-Oddstöðum. Þau nytjuðu
síðan nokkurn hluta þeirrar jarðar
og hlunnindi hennar, enda þótt þau
byggju framvegis á Vestri-Löndum.
Að öðru leyti leigðu þau Eystri-Odd-
staði frá sér.
Ekki er ófróðlegt upptak þessa
byggingarbréfs fyrir okkur, sem fjær
stöndum öllum jarðarafnotum hér
'í Eyjum. Fyrstu ákvæði byggingar-
bréfsins hljóða þannig:
„Michael Marius Ludovico Aag-
aard umboðsmaður yfir þjóðjörðum
á Vestmannaeyjum og sýslumaður
sama staðar gjörir kunnugt: að ég
byggi Sigfúsi Árnasyni þjóðjörðina
Eystri-Oddstaði, sem fóðrar 1 kú og
1 hest, auk hlunninda, til að mynda
hagagöngu í Ellerey (á að vera Ell-
iðaey) fyrir 15 og á Heimaey fyrir
12 fjár, einnig fuglatekju á báðum
þessum stöðum og í Stórhöfða, Hell-
isey og Súlnaskeri móts við þá, er
þar eiga hlut í til ábúðar og leigu-
liðanota frá næstkomandi fardögum
með þessum skilmálum:
1.
Hann skal gjalda hvert ár fyrir lok
júnímánaðar í ákveðna landskuld
af jörðinni 170 fiska í peningum
eftir meðalverði allra meðalverða í
þeirri verðlagsskrá, sem ræður á rétt-
um gjalddaga.
Alls er byggingarbréf þetta í 13
greinum og sannar okkur, hversu
smáar voru jarðir hér á Heimaey og
fleyttu fram litlum bústofni. Allar
Voru þær jafnar að stærð, en margur
bóndinn jók bústofn sinn á jörðun-
um með aukinni ræktun lands.
Oll haust, eftir að Sigfús Árnason
gerðist organisti við Landakirkju,
æfði hann kirkjukórinn af áhuga og
samvizkusemi. Oftast æfði hann kór-
inn í sjálfri kirkjunni. En síðar fékk
hann til afnota barnaskólahúsið
Dvergastein (Heimagata 7). Þau af-
not hans af barnaskólahúsinu hefjast
með bréfi, sem organistinn skrifaði
sýslumanni haustið 1888. Leyfi ég
mér að birta það bréf hér lesendum
mínum til fróðleiks og glöggvunar
A